Gríma - 15.09.1931, Side 80
78
DAUÐI BRANDS í HAGA
fjallið, sem nefnt er Merkjaárgil ; eftir því rennur
lítil árspræna, Merkjaá. Við vorurn við vinnuna
rétt á móti gilinu. Veður var bjart og logn. Þá heyr-
um við öll vælulegt hljóð eða kall uppi í gilinu; líkt-
ist það því nákvæmlega, að sagt væri með grát-
hljóði: »Mam-ma!« Öll heyrðum við þetta jafn-
glöggt, á að gizka fimm sinnum, með litlu millibili.
Töldum við alveg víst, að þar væri barn, sem villzt
hefði frá bæ sínum. Bað eg því manninn, sem hjá
mér var, að hlaupa yfir í gilið og leita með mér.
Þegar þangað kom, leituðum við vandlega, en fund-
um hvorki barn né neitt annað, er hljóð þessi gæti
komið frá. Mér datt í hug, að þetta hefði verið sauð-
kindarjarmur og heyrzt taka þannig undir í gilinu,
en þar sást hvergi kind nálægt. — Þess má geta, að
hljóðin hættu, þegar við hlupum af stað og heyrðust
ekki eftir það.
22.
Danði Brands í Haga.
(Eftir sögn gamallar konu úr Aðalreykjadal 1906. — Henni
sagði Sigurgeir Björnsson, er var ungur í Haga, er saga
þessi gerðist, og fullyrti hann, að sagan væri sönn. Handrit
Þorsteins M. Jónssonar).
Nokkru fyrir 1850 bjó bóndi sá í Haga í Aðal-
reykjadal, er Björn hét. Hjá honum var húsmaður
sá, er Brandur hét. Brandi var í nöp við bónda, sem
þá bjó á Sandi og höfðu þeir oft í heitingum hvor
við annan.
Eitt sinn á páskadagsmorgun sá fólkið í Haga, að
Brandur var undarlegur fremur venju. Hóll einn er
fyrir vestan bæinn í Haga og gekk Brandur vestur