Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 1
8. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 26. apríl ▯ Blað nr. 513 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Gríðarlegar breytingar og mikil hagræðing hafa átt sér stað í rekstri kúabúa við Eyjafjörð á síðustu 40 árum:
Eyfirskum kúabúum hefur fækkað úr
250 í 83 en framleiðslan þrefaldast
– Nú er því spáð að búunum fækki enn um 17 fram til 2028 en að framleiðslan verði þá orðin fimmfalt meiri en 1978
Eyfirskir kúabændur eru ekkert
að gefa eftir þótt búum hafi fækkað
verulega og muni halda áfram
að fækka á næstu árum. Þrátt
fyrir fækkun reiknar Sigurgeir
Hreinsson, framkvæmdastjóri
Búnaðarsambands Eyjafjarðar,
með því að mjólkurframleiðslan
muni aukast um ríflega þriðjung
frá því sem nú er á næstu tíu árum.
Fyrir 40 árum, eða árið 1978,
voru rekin 250 kúabú í Eyjafirði.
Á þessum búum voru að meðaltali
27 árskýr á hverju búi og nam
heildarframleiðslan um 110
þúsund lítrum. Tíu árum seinna,
eða árið 1988, hafði búunum
fækkað um 30 og voru þá 220, en
árskúm hafði að meðaltali fjölgað
í 32 á hvert bú. Þannig tókst að
halda svipaðri heildarframleiðslu
og áður.
Frá 1998 til 2008 urðu miklar
sviptingar í rekstri kúabúa í Eyjafirði.
Fækkaði búunum þá úr 220 í 98 en
árskýr á hverju búi voru þá orðnar
að meðaltali 47,6. Enn hélt fækkun
kúabúa áfram og á þessu ári eru
einungis 83 bú eftir, en árskýr að
meðaltali 56 á hverju búi. Í þessu
umróti öllu vekur athygli að þótt
búum hafi fækkað um 167 á 40 árum,
þá hefur mjólkurframleiðan ríflega
þrefaldast, eða úr 110 þúsund lítrum í
365 þúsund lítra. Framleiða eyfirskir
kúabændur nú um 19% af allri mjólk
sem framleidd er í landinu.
Búist er við að kúabúum í
Eyjafirði muni enn fækka á næstu tíu
árum, eða í 66 bú. Sigurgeir spáir því
að meðalmjólkurafurðir eyfirskra
kúabúa muni jafnframt aukast á
næsta áratug, eða úr 6.500 lítrum
í 8.000 lítra á hverja kú. Það muni
leiða til þess að heildarframleiðsla
eyfirskra kúabænda aukist í 580
þúsund lítra og hafi þá ríflega
fimmfaldast á 50 árum áður, eða
frá 1978. /MÞÞ/HKr.
–Sjá nánar bls. 2
Á sumardaginn fyrsta fæddust fyrstu lömbin á bænum Grindum í Deildardal, skammt frá Hofsósi í Skagafirði. Heimasæturnar á bænum, þær Bjarkey Dalrós og Sigurrós Viðja, stilltu sér upp
með öðru lambinu og litla bróður sínum, Birgi Smára Dalmann, sem varð tveggja mánaða sama dag. Mynd / Auður Björk Birgisdóttir
Hafsteinn Hafliðason
hlaut heiðursverðlaun
garðyrkjunnar
7
Þörungarækt gæti orðið næsta
bylting í íslenskum landbúnaði
32–33
Fyrsti tómatbjór landsins
frá Friðheimum
22