Bændablaðið - 26.04.2018, Page 4

Bændablaðið - 26.04.2018, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Matís vill breyta vannýttri afurð, hráefni: Kjúklingafjaðrir vannýtt auðlind Kjúklingafjaðrir hafa fram til þessa verið urðaðar hér á landi. Landsáætlun gerir ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi verði komin niður fyrir 35% af núverandi heildarmagni þann 1. júlí 2020. Erlendis er þekkt að endurvinna kjúklingafjaðrir í próteinmjöl með ýmsum aðferðum en sú þekking hefur ekki verið yfirfærð í innlenda framleiðslu. Uppi eru áætlanir um að vinna próteinríkt mjöl sem hentar til fóðurgerðar úr íslenskum kjúklingafjöðrum. Próteinríkt fjaðurmjöl Til stendur að gera tilraunir til vinnslu á kjúklingafjöðrum, í samstarfi við Reykjagarð, þar sem próteinið verður brotið niður í smærri einingar. Hægt er að nota fjaðurmjöl í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fisk. Á heimasíðu Matís segir að markmiðið með verkefninu sé að breyta vannýttri afurð, hráefni sem kostnaður hlýst af við að urða, í verðmætt, próteinríkt mjöl sem nýtist í fóðurgerð. Á sama tíma að minnka umhverfisáhrif íslensks iðnaðar og auka nýtingu í kjúklingaframleiðslu. Verkefnið er einnig viðleitni í að verða við markmiðum landsáætlunar sem miða að því að urðun lífræns úrgangs verði umtalsvert minni árið 2020. 2000 tonn af kjúklingafjöðrum Ætlað er að rúm 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðuð árlega hér á landi. Fram til þessa hafa ekki verið þróaðar hagkvæmar vinnsluaðferðir fyrir fjaðrir. Með verkefninu verður lagður grunnur að hagkvæmri nýtingu staðbundinna hráefna og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum íslenskrar matvælaframleiðslu. Verkefnið er styrkt af Framleiðni- sjóði landbúnaðarins. /VH Margir plastruslaflekkir allt að 19-föld stærð Íslands fljótandi um heimshöfin – Tilraunir að hefjast við lagningu ruslafangara sem eiga að safna 50 þúsund tonnum af plasti á ári Miðja vegu milli Kaliforníu og Havaí í Kyrrahafi er svæði sem þekkt er sem „Mikli Kyrrahafs- ruslaflekkurinn“, eða Great Pacific Garbage Patch. Þetta er risastór fljótandi breiða af fiskinetum, flöskum, pokum og ýmsu öðru plastrusli að því er fram kemur í frétt NBC News. „Þetta er heljarmikil plastsúpa,“ segir Kahi Pacarro, framkvæmdastjóri stofnunar í Honolulu, sem kallast „Sjálfbær strandlengja Havaí“. Hann segir að vitað hafi verið um tilvist þessarar ruslabreiðu í hafinu síðan á miðjum níunda áratug síðustu aldar. Þrisvar sinnum stærri en Frakkland „Við vorum þó ekki alveg viss, fyrr en í mars þegar út kom skýrsla sem sýndi að þessi ruslaflekkur þekur svæði sem er þrisvar sinnum stærra en Frakkland,“ segir Pacarro. Frakkland er um 641 þúsund ferkílómetrar. Flekkurinn er því um 19 sinnum stærri en Ísland. Örplastið blandast inn í fæðukeðjuna Richard Thompson, sjávar- líffræðingur hjá Plymouth- háskóla í Bretlandi, segir þetta mikið áhyggjuefni. Ruslið í þessari fljótandi breiðu sé stöðugt að aukast. Vandinn sé ekki bara ruslið sjálft, því í því flækist alls konar sjávardýr og drepist. Þar á meðal eru skjaldbökur, höfrungar og hvalir. Þá brotni plastið niður í öreindir og verði fóður fyrir fiska og lífverur sem nærast með því að sía sjó eins og ostrur og kræklinga. Í framhaldinu geti það svo verið hlutskipti manna að innbyrða örplastið við neyslu á þessum sjávardýrum. Ekkert sé vitað um áhrif þess á heilsu manna. Margir ruslaflekkir Umræddur ruslaflekkur er þó ekki sá eini í Kyrrahafinu. Þessi er svokallaður Eystri-Kyrrahafs- ruslaflekkurinn, en annar svipaður flekkur er í vesturhluta Kyrrahafsins í hafstraumamiðju sem þar er. Enn annar flekkur er svo í Suður- Kyrrahafi, á Indlandshafi og tveir í Atlantshafi. Samkvæmt skýrslu breskra yfirvalda er nú áætlað að plastið í sjónum geti þrefaldast til ársins 2050. Ruslið veitt í net Óhagnaðardrifin samtök í Hollandi hafa sett upp áætlun um að hreinsa hafið undir nafninu „Ocean Cleanup“. Safnað hefur verið 35 milljónum dollara til að setja saman 60 ruslasafnara á næstu árum. Þessir ruslasafnarar eru eins konar netalagnir sem eiga að safna plastrusli sem er allt niður í einn sentímetri í þvermál. Flotholt sjá um að halda netunum réttum í sjónum þannig að þau haldi ruslinu þar til það verður sótt. Ráðgert var að hefja tilraunir með lokaútgáfu þessara ruslasafnara í San Francisco-flóa nú undir lok apríl. „Þá kemur í ljós hvort þetta virkar eins og til er ætlast,“ segir Aejen Tjellema, tæknistjóri hjá Ocean Cleanup. Hópurinn áætlar að með svona ruslasöfnunarnetum verði hægt að hreinsa upp helminginn af Mikla Kyrrahafs-ruslaflekknum á fimm árum og hreinsa upp um 50 þúsund tonn af plasti á ári. /HKr. Í síðasta Bændablaði var greint frá tillögu sem aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) samþykkti á dögunum, um breytingar á greiðslufyrirkomulagi frá gildandi samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar milli ríkis og sauðfjárbænda. Tvö meginmarkmið liggja að baki tillögunni; draga úr framleiðslu annars vegar og auðvelda sauðfjárbændum að hætta í greininni eða fækka fé hins vegar. Tillagan gerir ráð fyrir frystingu á gæðastýringargreiðslum, býlisgreiðslum og gripagreiðslum í fjögur ár en á móti yrði bætt við beingreiðslum svo heildar stuðningsupphæðin yrði sú sama til ársins 2022. Hvati fyrir þá sem vilja hætta eða fækka „Meginmarkmið tillögunnar er að draga úr framleiðslu. Annars vegar með því að frysta gæðastýringargreiðslur, býlisgreiðslur og gripagreiðslur til 4 ára. Hins vegar með því að lækka ásetningshlutfall úr 0,7 í 0,5 samhliða því að greiðslumark verður áfram framseljanlegt,“ útskýrir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. „Annað markmið tillögunnar er síðan að búa til hvata fyrir þá sem vilja hætta í greininni eða fækka. Þannig virkar tillagan bæði á það að aðilar fái tækifæri til að fara út úr greininni og ekki síður að þeir sem eftir verða hafi ekki hvata til þess að framleiða meira. Það eru skiptar skoðanir meðal sauðfjárbænda með þessa tillögu. Við því mátti búast enda er mjög breytilegt hvernig stuðningsgreiðsl- ur eru samsettar hjá hverjum og einum,“ segir Unnsteinn Snorri. Hann segir að frá því að aðalfundi LS lauk hafi stjórn unnið að nánari útlistun á tillögunni. Einkum varð- andi útfærslur á hvötum til þeirra sem vilja draga úr framleiðslu eða hætta alveg. Fram undan sé að kynna tillöguna eins og hún kom frá nefndinni fyrir endur- skoðunarnefnd búvörusamninga. Hún skilar svo af sér tillögum til ráðherra undir lok árs. Í framhaldi fer af stað samningsferli milli ríkis og bænda. /smh Tillaga sauðfjárbænda um breytingar á greiðslufyrirkomulagi stuðningsgreiðslna: Markmið að draga úr framleiðslu FRÉTTIR Ein af hugmyndunum að búnaði til Fjárhæðir í milljónum króna 2018 2019 2020 2021 2022 Beingreiðslur 2.267 2.256 2.142 2.132 2.114 Gæðastýring 1.679 1.672 1.603 1.597 1.582 Gripagreiðslur 0 0 0 0 0 Býlisstuðningur 194 193 185 185 183 Ullarnýting 437 436 430 428 424 Fjárfestingastuðningur 48 48 95 95 94 Svæðisbundinn stuðningur 145 145 143 143 141 Aukið virði afurða 145 145 95 95 94 Alls 4.915 4.895 4.693 4.675 4.632 Fjárhæðir í milljónum króna 2018 2019 2020 2021 2022 Beingreiðslur 2.267 2.205 1.944 1.635 1.319 Gæðastýring 1.679 1.674 1.652 1.816 1.970 Gripagreiðslur 0 0 95 225 355 Býlisstuðningur 194 242 239 238 235 Ullarnýting 437 436 430 428 424 Fjárfestingastuðningur 48 48 95 95 94 Svæðisbundinn stuðningur 145 145 143 143 141 Aukið virði afurða 145 145 95 95 94 Alls 4.915 4.895 4.693 4.675 4.632

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.