Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 6

Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.500 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara kostar 5.250 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Íslenskur landbúnaður er mjög vanmetinn í umræðu um nýsköpun, hugvit og verkþekkingu. Ekki þarf að leita langt til að finna staðfestingu á því. Það kallar líka á breyttar áherslur í menntamálum Íslendinga. Mikil framþróun hefur verið í nautgriparækt á liðnum áratugum og þar hafa bændur verið að upplifa byltingu í tæknimálum með innleiðingu á nýjustu mjaltatækni. Kúabú eru í dag orðin hátæknivædd og uppsetning tækninnar og viðhald kallar á ört vaxandi framlag verkmenntaðra iðnaðarmanna. Kúabúin hafa auk þess mörg verið í fararbroddi í nýsköpun í ferðaþjónustu þar sem sett hefur verið upp gistiaðstaða, afþreying og jafnvel fínustu veitingahús mitt inni í nýtísku fjósum. Það kallar síðan á þjónustu fagmenntaðs fólks í veitingageiranum. Garðyrkjubændur eru engir eftirbátar kúabænda nema síður sé. Þar eru gerðar miklar kröfur um þekkingu. Þjónusta við ferðafólk fer þar ört vaxandi. Það nýjasta í þeim geira og gott dæmi um óþrjótandi hugvit, er framleiðsla Friðheima á tómatbjór. Í framhaldinu er rætt um framleiðslu á bjór úr íslensku hunangi, gúrkum og jafnvel fleiru góðmeti. Þá er útflutningur á íslensku grænmeti orðinn að veruleika og eru íslenskar gúrkur að hasla sér völl vegna góðrar ímyndar og heilnæmis okkar eiturefnalausu framleiðslu. Sauðfjárbændur hafa farið mikinn í að kynna gæði hins íslenska lambakjöts fyrir erlendum ferðamönnum m.a. í gegnum Iclandic Lamb og Markaðsráð kindakjöts. Þar er stuðst við þekkingu, hæfni og snilld íslenskra matreiðslumanna. Íslenska ullin er líka ein af afurðum sauðfjárbænda sem er heimsþekkt og eftirsótt fyrir sína sérstöku eiginleika. Allt er þetta byggt á reynslu og mikilli verkþekkingu. Bættur húsakostur, aukin vélvæðing og nýjasta tækni kallar þar, eins og í öðrum greinum landbúnaðar, á mikla þjónustu fagmenntaðra iðnaðarmanna. Kornrækt er líka orðin fastur liður í íslenskum landbúnaði, þótt veðurfar hafi oft leikið þá grein grátt. Í kringum kornræktina hefur líka orðið til mikil þekking og nýsköpun er þar í hávegum höfð. Gott dæmi um það er framleiðsla á hágæða korni sem m.a. er nýtt í framleiðslu á íslenskum bjór. Einnig framleiðsla á matarolíum og ýmsu fleira. Allt kallar það á aðstoð fagmenntaðra iðnaðarmanna. Fleiri skapandi þætti íslensks landbúnaðar mætti telja upp, en íslenskur landbúnaður hefur verið og er enn límið í myndun samfélaga um allt land. Ef landbúnaðar nyti ekki við brystu undirstöður mannlífs í dreifðum byggðum landsins. Þar með yrði hætt við að ferðaþjónustan, sem er nýjasta grunnstoð íslensks efnahagslífs, missti slagkraft sinn og veslaðist upp á stórum svæðum landsins. Eins og hér er rakið er ekki hægt að reka íslenskan landbúnað án verktæknimenntaðs fagfólks. Það á líka við um sjávarútveginn, byggingariðnaðinn, ferðaþjónustuna og fleiri greinar. Þetta hefur íslenskum ráðamönnum gengið afar erfiðlega að skilja ef marka má þá menntastefnu sem rekin hefur verið á Íslandi áratugum saman. Þar hefur allri orku hins opinbera verið beint að uppbyggingu bóknáms á kostnað verknámsgreina. Þetta hefur leitt til þess að nú er mikill skortur á fagmenntuðu fólki á Íslandi. Slíkt fólk er nú flutt inn í stórum stíl og um leið glatast mikilvæg verkþekking meðal Íslendinga sjálfra. Í þessum efnum dugar ekki lengur endalaus og innihaldslítill pólitískur kjaftavaðall. Þarna verður að fara að taka til hendi og láta verkin tala ef við viljum á annað borð halda haus á meðal sjálfstæðra þjóða. /HKr. Fagmennska ÍSLAND ER LAND ÞITT Tálknafjörður er fjörður á vestanverðum Vestfjörðum og einn af Suðurfjörðum Vestfjarða. Fjörðurinn er kenndur við Þorbjörn tálkna úr Suðureyjum við Skotland, sem fyrstur manna nam þar land. Þorpið Tálknafjörður stendur í landi Tungu, það byggðist í kringum bryggju og hafnaraðstöðu sem byrjað var að reisa um 1945 og var viðurkennt sem kauptún árið 1967. Sundlaugin og íþróttahúsið standa í landi Eyrarhúsa á ofanverðum er góð aðstaða fyrir hvers konar fundarhöld auk íþróttaaðstöðu. Mynd / HKr. Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Þessi ágæta vísa eftir Stephan G. Stephansson gæti verið byrjun á starfslýsingu bænda. Þar kemur þó ekki fram að bóndinn er líka gjaldkeri og rekstrarsérfræðingur, sem ber ábyrgð bæði á fjárhag búsins og fjölskyldunnar. Sinnir eftirlitsstörfum, áætlanagerð, skipulagsmálum, velferð og svo mætti lengi telja. Bóndinn er þverfaglegur sérfræðingur í öllu því sem kemur að rekstri búsins. Bændur eru oft einir í starfi, makinn útivinnandi, þannig að ef misbrestur verður á heilsunni er kannski enginn sem getur hlaupið í skarðið. Búskapurinn sér ekki um sig sjálfur, skepnum og/eða plöntum þarf að sinna og margir halda því áfram svo lengi sem þeir geta. Góð heilsa mikilvæg Fátt er mikilvægara en góð heilsa, þetta er staðreynd sem við getum sjálfsagt öll verið sammála um, hvort sem um líkamlega eða andlega heilsu er að ræða. Hún hefur veruleg áhrif á lífsgæði okkar og vellíðan almennt. Við njótum ekki lífsins til fullnustu ef okkur líður ekki vel og við komum síður í verk því sem við þurfum að gera ef okkur líður illa. Við hugsum dags daglega ekki mikið um heilsuna og hættir jafnvel til að taka hana sem sjálfsögðum hlut þar til að eitthvað kemur upp á. Ekki svo að skilja að það sé heldur gott að hún taki hugann allan. Það eru samt ákveðin viðmið sem höfð eru að leiðarljósi þegar rætt er um heilsu og heilsuleysi. Það verða allir lasnir, það finna allir einhvern tím- ann fyrir kvíða, depurð, sorg og áhyggjum. Sveiflur í sálarlífi eru eðlilegar, það er ekki fyrr en einkennin fara að verða yfirþyrmandi og heltaka daglegt líf, hefta manneskjuna í því að geta tekið þátt í verkefnum dagsins sem farið er að tala um sjúkdóma. Umræða um heilsu og líðan hefur ekki verið áberandi innan bændastéttarinnar en sem betur fer er almenn umræða um andlega heilsu að aukast. Áföll, erfiðleikar og krísur eru eitthvað sem allflestir þurfa að takast á við einhvern tímann á ævinni. Hvernig við svo vinnum úr þeim hefur mikið um framhaldið að segja. Það getur verið talsvert átak að taka upp símtólið til að leita sér aðstoðar, sérstaklega þegar enginn tími er laus og mönnum er bent á að hringja síðar. Varðandi aðgengi að heilbrigðis- þjónustu á landsbyggðinni þá eru vegalengdir oft hamlandi og úrræðin fá. Það gjarnan einkennir fólk sem alið er upp í sveit að það er vant að klára verkefnin, enda hafa börn úr sveitum verið eftirsótt vinnuafl því þau hafa lært að það er ekki hætt fyrr en verkefnið er búið. En hvað þýðir þetta? Erum við svo hörð á því að klára verkefnin að við hundsum þær viðvaranir sem við fáum? Er ábyrgðin í dagsins önn svo mikil að við látum heilsuna sitja á hakanum? Öryggis- og heilsuverndarmál bænda Á Búnaðarþingi 2013 var samþykkt að koma af stað verkefni um öryggis- og heilsuverndarmál bænda. Í framhaldi af því var settur á laggirnar starfshópur sem vann að vinnuverndarverk- efni sem hlaut síðar nafnið Búum vel – öryggi heilsa umhverfi, en markmið þess voru að bæta öryggis- og vinnuverndarmenningu í sveitum, fækka slysum í landbúnaði, stuðla að góðu vinnuumhverfi og bættri ásýnd bæja. Fyrst í stað voru öryggis- og umhverfismál efst á baugi og fjöldi bænda fékk heimsóknir og úttektir á búum sínum. Núna nýverið var farið að huga alvarlega að heilsufarsþættinum. Sá hluti er búinn að vera í vinnslu síðastliðið ár og var leitað fagþekkingar hjá læknum og fleiri heil- brigðisstarfsmönnum. Nýverið var haldinn fyrsti kynningarfundurinn meðal bænda. Hann stóð svo sannarlega undir væntingum og verður gott veganesti í áframhaldandi þróun heilsu- verndarhluta verkefnisins. Þessi fyrsti fundur var haldinn í S-Þingeyjarsýslu og hafnar eru viðræður við búnaðarsambönd á fleiri svæðum. Það er okkur öllum heilsufarslega hollt að líta upp úr dagsins önn og gefa okkur tíma til að njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. Taka alvöru frí af og til líkt og aðrar stéttir? Á Búnaðarþingi í mars var ákveðið skoða hvernig staðið er að afleysingamálum í nágrannalöndum okkar með það að markmiði að tryggja öllum bændum möguleikann á því að taka sér frí frá störfum því þau úrræði skortir í dag. Öll viljum við búa góðu búi. Er ekki lykilþáttur í því að taka sér frí, koma endurnærður heim á sál og líkama, tilbúin að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja? Þegar upp er staðið þá er það okkar sjálfra að passa heilsuna, passa að keyra sig ekki út líkamlega og andlega. Oft þarf ekki mikið til að bæta líðan. Mikilvægast er að leita sér hjálpar, hlusta á líkama og sál og taka ábyrgð á eigin heilsu. Okkar sjálfra að passa heilsuna Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Guðrún Tryggvadóttir varaformaður Bændasamtaka Íslands

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.