Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 8

Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Fyrstu hleðslustöðvarnar frá Hlöðu ehf. voru afhentar tveimur bændum í verkefninu „Hleðsla í hlaði“ á dögunum. Það voru þeir feðgar Jón Zimsen og Knútur Dúi Kristján Zimsen, sem reka gistiheimilið Dranga á Skógarströnd, og Guðmundur Freyr Kristbergsson á Háafelli í Hvítársíðu sem tóku á móti gripunum. Þeir eru meðal stækkandi hóps bænda sem hyggur á uppsetningu á rafhleðslustöðvum á sínum búum til þess að þjónusta rafbílaeigendur. Ólafur Davíð Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hlöðu, sagði við þetta tækifæri að margir væru áhugasamir um að setja upp hleðslustöðvar og nú væri bændum ekkert að vanbúnaði. Hann sagði að stöðvarnar á Dröngum og á Háafelli væru hluti af nýrri sendingu sem var að berast til landsins. IKEA í fararbroddi Á fimmta tug bænda í Hleðslu í hlaði og í Félagi ferðaþjónustubænda heimsóttu IKEA 11. apríl þar sem tilgangurinn var að kynna sér starfsemi húsgagnarisans. IKEA er með um 60 hleðslustöðvar fyrir utan verslunina og býður rafbílaeigendum að hlaða á meðan þeir sinna erindum í búðinni. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, hefur reynslan verið góð og rafbílaeigendur sérlega ánægðir með þjónustuna. Engin teljandi vandamál hafa komið upp í rekstri hleðslustöðvanna að hans sögn. /TB Bændur bjóða upp á hleðslu í hlaði Landbúnaðarráðherra kynnti sér einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti: Væntanlega fæðast fyrstu 11 Aberdeen Angus-kálfarnir í september – Óskað eftir 30 til 35 fósturvísum frá Noregi til viðbótar sem koma í maí Kristján Þór Júlíusson landbúnaðar ráðherra og Ólafur Friðriksson úr ráðuneytinu heimsóttu nýlega nýju ein- angrunar stöðina á Stóra-Ármóti í Flóahreppi til að kynna sér starfsemina. Á stöðinni verða ræktaðir Aberdeen Angus nautgripir. Fósturvísum var komið fyrir í 32 kúm í desember 2017 en eftir skoðun kom í ljós að aðeins 11 kýr höfðu fest fang. Þær munu bera í september. Óskað hefur verið eftir 30–35 nýjum fósturvísum frá Noregi sem koma þá til landsins í lok maí og verða settir upp í ágúst. /MHH Fulltrúar fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga hafa skrifað undir 24 samninga um styrki fjarskipta- sjóðs vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt. Sigurður Ingi Jóhanns son, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, staðfesti samningana með undirskrift sinni við athöfn í ráðuneytinu fyrir skömmu. Sveitarfélögin 24 fá samtals 450 milljónir króna í styrki, á bilinu 2 til 74 milljónir króna hvert. Þar á meðal er Húnaþing vestra, sem fær samtals 36,3 milljónir. Auk styrkja frá fjarskiptasjóði leggja íbúar og sveitarfélög að lágmarki 350.000 kr. af mörkum vegna hverrar tengingar en í mörg- um tilfellum er þörf á töluvert hærra framlagi heimamanna. Í þeim til- fellum að sveitarfélag ætlar ekki að eiga og reka eigið kerfi greiða fjarskiptafyrirtæki fyrir það að eignast slík kerfi eða reka fyrir hönd sveitarfélagsins. /MÞÞ Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga: Samningar um styrki við 24 sveitarfélög Sveitarstjórn Sveit arfélagsins Skaga strandar fagnar til komu nýs frumvarps atvinnu veganefndar um strandveiðar. Í ályktun sem sveitarstjórn hefur sent frá sér segir að frumvarpið leitist við að auka öryggi, jafnræði og efla strandveiðikerfið í heild. Jákvætt sé að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum aflaheimildum í kerfið og litið er til aukins frjálsræðis hvað varðar val á veiðidögum. Báðir þessir þættir munu styrkja samfélög við Húnaflóa. Leggjast gegn kvótapotti Sveitarstjórn leggst hins vegar alfarið gegn þeim hugmyndum frumvarpsins er lúta að því að hafa landið allt sem einn kvótapott fyrir strandveiðar þar sem Fiskistofa hafi svo heimildir til þess að stöðva veiðar þegar heildarmagni er náð. Slíkar breytingar muni valda miklum tilfærslum á því hvar strandveiðar munu verða stundaðar og því stórlega veikja margar fiskihafnir og hreinlega ógna rekstrargrundvelli fiskmarkaða, meðal annars við Húnaflóa. Að því leyti fari frumvarpið gegn upphaflegu markmiði með strandveiðum þar sem leitast var við að styrkja sjávarbyggðir. Sveitarstjórn skorar á sjávar- útvegsráðherra að halda áfram að skilgreina ákveðið magn til einstakra svæða eins og verið hefur en leitast við að ná fram jöfnuði í aflaverðmætum á milli svæða með því að láta aukningu aflamagns skila sér hlutfallslega hærra inn á svæði þar sem meðalaflaverðmæti hefur verið lægra. Að öðrum kosti verði sjávarútvegsráðherra að tryggja öllum bátum á öllum svæðum að lágmarki 48 veiðidaga óháð aflamagni sem slíkar veiðar myndu leiða af sér. Sveitarstjórn telur með öllu ófært að ríkisvaldið standi fyrir tilraunastarfsemi með fiskveiðikerfi eins og strandveiðar án þess að taka sjálft ábyrgð á afleiðingum þeirra breytinga. Sjávarbyggðir og smærri fyrirtæki eiga ekki að þurfa að taka á sig afleiðingar slíkra tilrauna, segir í ályktun sveitarstjórnar Skagastrandar. /MÞÞ FRÉTTIR Landbúnaðarráðherra og Ólafur Friðriksson með stjórn Nautís, sem tók á móti þeim í nýju einangrunarstöðinni. Af því tilefni var stjórninni afhent skjal með þökk fyrir góðar móttökur, sem Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautís, tók við. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hér er afburðanautið 74039 Li’s Great Tigre (Stóri Tígur) sem er faðir 10 af þeim 11 kálfum sem von er á í september á Stóra-Ármóti. Jón Zimsen og Knútur Dúi Kristján Zimsen með nýju rafhleðslustöðina. Þórarinn Ævarsson framkvæmda- stjóri IKEA segir góða reynslu af rafhleðslustöðvum við IKEA. Ólafur Davíð Guðmundsson og Þórður Aðalsteinsson frá Hlöðu ehf. afhenda Guðmundi Frey Kristbergssyni á Háafelli hleðslustöð fyrir rafbíla. Myndir /TB Melabúðarmótið í íshokkí fer fram nú um helgina 28.– 29. apríl í Skautahöllinni i Laugardal á vegum Skautafélags Reykjavíkur. Alls taka þátt 18 lið, um 150 keppendur í 5., 6. og 7 flokki á aldrinum 5–12 ára. Þátttakendur eru frá Skautafélagi Akureyrar, Birninum í Grafarvogi og Skautafélagi Reykjavíkur. Mótið hefst með opnunarhátíð kl. 19.00– 20.00 föstudag þar sem þjálfarar sýna listir sínar. Sjálft mótið hefst svo á laugardag kl. 8.00–16.45 og lýkur um hádegi á sunnudag. Melabúðarmótið í íshokkí Sveitarstjórn Skagastrandar: Fagnar nýju frumvarpi um strandveiðar Frá Skagaströnd. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.