Bændablaðið - 26.04.2018, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Fyrirhugað er að rækta upp
skóg á um 4.620 hektara svæði
á Hafnarsandi við þéttbýlið
Þorlákshöfn. Var þetta kynnt á
fundi í Þorlákshöfn fyrir skömmu,
en markmiðið er að græða upp
land og rækta skóga til að verjast
náttúruvá, vernda byggð og auka
nýtingarmöguleika svæðisins, s.s.
til útivistar.
Einnig er markmiðið að vinna
að stefnu íslenskra stjórnvalda í
loftslagsmálum í samræmi við
Parísarsamkomulagið, endurheimt
vistkerfa til að auka líffræðilega
fjölbreytni, og framkvæmd laga um
skógrækt og laga um landgræðslu,
styðja við atvinnuþróun og eflingu
byggðar á svæðinu. Unnið er að því
að leita eftir stuðningi við verkefnið
hjá sjóðum og fyrirtækjum. Fjallað
var um Þorláksskóga á íbúafundi
í Þorlákshöfn fyrir skömmu.
Verkefnið Þorláksskógar byggist
á samningi milli Sveitarfélagsins
Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og
Skógræktarinnar sem undirritaður
var í október 2016.
Verkefnið verður fjármagnað með
framlögum ríkis, sveitarfélags, sjóða
og fyrirtækja. Verkið verður unnið í
sjálfboðavinnu, af félagasamtökum,
stofnunum og einstaklingum, sem
og af verktökum. Stefnt er að því
að græða land þar sem þörf er á og
gróðursetja trjáplöntur í framhaldinu
í svæðið. Stefnt er á að skógarnir
breiðist á næstu áratugum út með
sjálfsáningu út frá trjáreitum.
Nærsvæði Þorlákshafnar er hugsað
sem útivistarskógur og svæðin
fjær sem náttúrulegur birkiskógur.
Verktími er áætlaður um 20 ár og
heildarkostnaður við verkefnið er
áætlaður um hálfur milljarður króna.
Mun efla samfélagið
Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri
Ölfuss, sagði um fyrirhugaða
Þorláksskóga að þeir verði stærsta
einstaka útivistarsvæðið á SV-horni
landsins og muni skapa tugi starfa.
Auk þess og ekki síst munu
Þorláksskógar binda milljónir tonna
af kolefni.
„Þetta verkefni mun efla
samfélagið okkar á næstu árum,“
sagði Gunnsteinn.
Landið yrði að mestu sjálfbært
innan fárra ára
Árni Bragason landgræðslustjóri
sagði að hægt væri að planta trjám
í stóran hluta Hafnarsands og hann
gerði sér vonir um að landið yrði
að mestu sjálfbært innan fárra ára.
„Ég sé fyrir mér að innan fárra
ára fáum við hér svæði sem mun
ekki standa Heiðmörk að baki.“
Með sandinn í skónum
Edda Laufey Pálsdóttir, íbúi í
Þorlákshöfn, hélt athyglisvert
erindi um ár sín í Þorlákshöfn en
hún flutti þangað sumarið 1966.
Erindið nefndi Edda Laufey „Með
sandinn í skónum“. Edda Laufey
sagðist ekki muna eftir grænum
melhól þegar hún kom fyrst í
Þorlákshöfn.
„Það þurfti ekki mikið rok til að
allt væri umlokið fjúkandi sandi.“
Sem dæmi má nefna að í apríl
1967 stóð til að halda tónleika á
Selfossi en ekki reyndist fært á
milli þorpa vegna sandfoks. Um
það átak sem nú stendur fyrir
dyrum sagði Edda Laufey:
„Verkefnið sem verið er að
kynna hér í dag er framtíðin.
Svona átak er stórkostlegt fyrir
landið okkar og fólkið sem hér
býr.“
Þorláksskógar:
Landgræðslu- og skógræktarverkefni
á 4.620 hektara svæði á Hafnarsandi
Eins og greint var frá
í Bænda blaðinu fyrir
nokkru sendi Sölufélag
g a r ð y r k j u m a n n a
(SFG) nokkur bretti
af agúrkum til Dan-
merkur. Gúrkurnar
voru seldar í gegnum
netverslunina nemlig.
com.
Gunnlaugur Karlsson,
f r a m k v æ m d a s t j ó r i
SFG, segir að salan á
gúrkunum hafi gengið
vonum framar. „Önnur
sending af íslenskum
gúrkum er komin í
sölu hjá nemlig og ekki
ástæða til annars en að
fleiri fylgi í kjölfarið.
Fyrirtækið hefur
einnig sýnt áhuga á
að selja annars konar
matvæli en grænmeti frá
Íslandi, eins og kjöt og
fisk, og ekki annað að
skilja en að Danirnir séu mjög opnir
fyrir áframhaldandi viðskiptum.
Það verður því spennandi að sjá
hvað gerist í framhaldinu. /VH
Horft til Þorlákshafnar. Myndir / ÁÞ
Þingsályktunartillaga um byggðaáætlun:
Ætlað að stuðla að jákvæðri
þróun byggða
FRÉTTIR
Gunnsteinn R. Ómarsson. Árni Bragason.
Edda Laufey Pálsdóttir.
Frá fundinum í Þorlákshöfn.Ávinningur af
Þorláksskógi
Vörn gegn náttúruvá:
Sandfok minnkar og lífsgæði
aukast fyrir íbúa svæðisins.
Loftslagsávinningur:
Áætluð heildarbinding
koltvísýrings í jarðvegi
og skógi á fyrstu 50
árum verkefnisins er 1,7
milljónir tonna CO2. Árleg
meðalbinding í skógi og
jarðvegi er áætluð um 33
þúsund tonn á ári fyrstu 50
árin.
Aukið verðmæti lands til
útivistar og viðarnytja:
Verðlítil auðn breytist í
fjölbreytt útivistarlönd
með göngu-, hjóla- og
reiðleiðum. Í framtíðinni
verður til skógarauðlind sem
afkomendur njóta góðs af.
Jafnara vatnsrennsli og
jarðvegsvernd:
Skógi vaxið land varðveitir
og miðlar úrkomu mun
betur en illa gróið land.
Þorláksskógar munu leiða
til þess að vatnsbúskapur
jafnast til hagsbóta fyrir
gróður og annað lífríki.
Aukin fjölbreytni í gróðurfari
og dýralífi:
Nýjar fuglategundir munu
nema land á svæðinu þegar
skógur er kominn í landið.
Íslenskar agúrkur seljast vel í gegnum netverslunina nemlig.com í Dan-
mörku.
Sigurður Ingi Jóhannsson
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra hefur á Alþingi mælt
fyrir tillögu til þingsályktunar um
stefnumótandi byggðaáætlun fyrir
árin 2018 til 2024.
Áætlunin er unnin í samræmi
við lög um byggðaáætlun og
sóknaráætlanir nr. 69/2015 þar
sem kveðið er á um að áætlunin
lýsi stefnu ríkisins í byggðamálum
hverju sinni og samhæfingu við aðra
stefnumótun og áætlanagerð hins
opinbera.
Ráðherra sagði byggðaáætlun
vera mikilvægt tæki fyrir
stjórnvöld á hverjum tíma að hafa
áhrif á framgang og móta stefnu í
byggðamálum, fyrir landið í heild
og einstök svæði. Byggðaáætluninni
er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun
byggða og að efla samkeppnishæfni
þeirra sem og landsins alls.
Byggðamál eru öll þau viðfangsefni
sem hafa áhrif á lífsgæði og
samkeppnishæfni landshluta, svo
sem búsetu, atvinnu og nýsköpun.
Þau snúa að eflingu samfélaga,
félagsauðs, atvinnulífs, menntunar,
menningar, velferðarmála,
samgangna, fjarskipta og umhverfis-
og auðlindamála. Samkvæmt þessari
skilgreiningu eru byggðamál
viðfangsefni allra ráðuneyta með
einhverjum hætti. Því er mikilvægt
að samhæfa byggðasjónarmið sem
mest við alla málaflokka, hvort
heldur er hjá ríki eða sveitarfélögum.
Þrjú markmið
Í byggðaáætlun eru sett fram
eftirfarandi þrjú markmið, að jafna
aðgengi að þjónustu, að jafna
tækifæri til atvinnu og að stuðla að
sjálfbærri þróun byggða um allt land.
Margvíslegar áherslur á sviði
byggðamála eru tíundaðar í
áætluninni sem eiga að leiða til
beinna og skilgreindra aðgerða
eða til samþættingar við aðgerðir í
öðrum opinberum áætlunum til að
framangreindum markmiðum verði
náð.
Alls eru 54 aðgerðir skilgreindar,
sem heyra undir ábyrgðarsvið
flestra ráðuneyta, auk þess
sem mælikvarðar eru settir við
hvert markmið. Fjárheimildir
byggðaáætlunar verða nýttar til að
fjármagna einstakar aðgerðir, ýmist
alfarið eða með samfjármögnun
með ábyrgðaraðilum, eftir því sem
fjárheimildir fjárlaga leyfa hverju
sinni. /MÞÞ
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sölufélag garðyrkjumanna:
Önnur sending af nýjum
gúrkum til Danmerkur
Íslenskar gúrkur. Mynd / Odd Stefan