Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 21

Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is Iðntæknistofnun um svifryk, undir forystu Bryndísar Skúladóttur. Markmið þeirrar skýrslu var hið sama og í skýrslu Ylfu. Hins vegar var þar beitt gjörólíkri aðferðafræði sem byggðist á efnagreiningu svifrykssýna úr Reykjavík. Þótt niðurstöður þessara tveggja skýrslna væru ekki alveg samhljóða, þá voru stærðargráður um uppsprettu svifryksins nánast þær sömu. Í skýrslu sérfræðinga Iðntæknistofnunar var niðurstaðan þessi: Bremsuborðar 2% Sót 7% Salt 11% Jarðvegur 25% Malbik 55% Þorsteinn Jóhannsson hefur í fyrirlestrum vísað í enn eina skýrsluna sem Páll Höskuldsson gerði árið 2013. Hún er byggð á mælingum frá Grensásvegi í febrúar og apríl það ár. Þá gætti greinilega enn áhrifa af eldgosi í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011. Aðferðafræðin í þessari samantekt er líka önnur en í hinum úttektunum tveim svo þetta er ekki alveg samanburðarhæft. Þótt umferðin hafi líka aukist verulega má eigi að síður sjá í skýrslu Páls að meginuppruni svifryks er sá sami og í hinum skýrslunum tveim frá árinu 2000 og 2003. Umferð hefur stórlega aukist frá 2003. Samkvæmt tölum Vegagerðarinnar hefur meðalumferð í Reykjavík í marsmánuði á dag aukist úr 113.447 bílum 2005 í 167.645 bíla í mars 2018. Áhrifa af stóraukningu ferðamanna gætir þarna án efa mjög. Á árinu 2017 var umferðaraukningin milli ára um 15% en búist er við að hún verði 2–4% á þessu ári. Niðurstöður samantektar Páls voru eftirfarandi: Salt 3% Bremsur 14% Malbik 17% Aska 18% Jarðvegur 18% Sót 30% Hvað er svifryk? Svifryk eru fastar agnir sem vegna smæðar sinnar svífa um í andrúms- loftinu. Venjulega er talað um svifryk þegar þvermál agnanna er má geta þess að mannshár er um Seinni árin hefur athygli mikið beinst að smæstu ögnunum og því er oft sérstaklega fjallað um agnir Það stafar af því að þær komast dýpra ofan í lungu fólks og geta því valdið meiri heilsufarsskaða en grófari agnirnar sem stoppa ofar í öndunarveginum. Ekki ólíkt ástandi í kolanámu Þótt lítið hafi verið um það rætt er vert að benda á að svifryk af götum Reykjavíkur er um margt líkt ryki í kolanámum vegna kolefnis og steinryks sem í því er. Í kolanámum er þekkt að starfsmenn hafi þjáðst af steinlungum og engin ástæða til að ætla að áhrifin verði önnur þegar rykmyndun er mikil af niðurbroti malbiks. Því hljóta þrif gatna að vera mjög mikilvæg. Í ritgerð Þorsteins frá 2007 er bent á að í einni viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á áhrifum svifryks á heilsu manna komi fram sláandi niðurstöður. Rannsóknin var birt í New England Journal of Medicine þúsund kvenna í Bandaríkjunum. ársmeðaltal mengunarinnar hækkaði á því svæði sem hver kona bjó, þá var 24% aukin áhætta á að fá einhvern hjartasjúkdóm. Þá var 76% aukin hætta hjá þeim sem fengu hjartasjúkdóma á að deyja af völdum hans. Aukning langtímaáhættu á að fá heilablóðfall var 35% og áhættuaukning á að fá banvænt heilablóðfall var 83%. Einnig var sýnt fram á í þessari rannsókn að eftir háa svifrykstoppa mælist marktæk aukning í hjartaáföllum hjá fólki eldra en 65 ára. Þorsteinn bendir á að þetta ætti að sýna virkilega þörf á að setja fjármagn í rannsóknir á svifryksmengun. Einnig væri nokkuð á sig leggjandi til að breyta þeim þáttum í okkar lífsstíl sem skapa mesta svifryksmengun. Af Miklubraut. Þykka lagið í kantinum er mest áberandi. Það er sópað burtu (langmestu af því) en hluti af fínefnum þess smyrst út á götuna. Þykka drullulagið í vegkantinum verður mjög áberandi í þurru veðri þegar stórir bílar keyra út í það og þyrla upp rykinu. Við sópun þarf að bleyta í svo ryk þyrlist ekki upp við verkið. Hér var sópað nokkrum mínútum áður en myndin var tekin og gatan ekki smúluð með vatni. Mest allt af óhreinindum farið en restinni af fínefninu hefur verið smurt út á götuna. Svona á þetta að vera, allt orðið hreint og engin hætta á að svifryk þyrlist upp og valdi vegfarendum heilsutjóni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.