Bændablaðið - 26.04.2018, Page 22

Bændablaðið - 26.04.2018, Page 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 - „Viðtökurnar eru mjög góðar, það eru allir ánægðir og lýsa bjórnum sem ferskum og mjög sumarlegum, enda sumar allt árið hjá okkur hér inn í gróðurhúsunum,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubóndi á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum, aðspurður um viðtökur við nýja bjórnum frá Friðheimum. Um er að ræða bjór úr tómötum frá Friðheimum sem bruggmeistarinn Ólafur Þorvalds, bruggmeistari í handverksbrugghúsinu í Ægisgarði í Reykjavík, bruggar. Bjórinn er 4,5% að styrkleika og verður eingöngu seldur á krana í Friðheimum til að byrja með. Ferðaþjónusta er orðinn langstærsti hlutinn í starfsemi Friðheima en tekið er á móti hópnum í gróðurhúsin í mat og drykk og þá er boðið upp á hestasýningar sem hafa slegið í gegn. Í Friðheimum starfa um 50 manns yfir sumartímann. Magnús Hlynur Hreiðarsson var í Friðheimum og tók meðfylgjandi myndir þegar nýi tómatbjórinn var kynntur fyrir íbúum uppsveita Árnessýslu. Fyrsti tómatbjór landsins kemur frá Friðheimum Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarssson MATVÆLI&MARKAÐSMÁL

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.