Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Á „Degi umhverfisins“, mið-
vikudaginn 25. apríl, hófst átak
Landverndar, Hreinsum Ísland.
Dagana 25. apríl–6. maí vekja
Landvernd og Blái herinn athygli
á þeim hættum sem fylgja plast-
mengun í hafi.
Norðurlöndin taka höndum saman
annað árið í röð og skipuleggja
samstilltar strandhreinsanir þann
5. maí og munu Landvernd og
Blái herinn standa fyrir hreinsun á
Reykjanesi.
Skorað er á almenning að taka
þátt og skipuleggja sína eigin
hreinsun. Góð ráð og leiðbeiningar
má finna á heimasíðu átaksins. Þá er
göngufólk og skokkarar hvött til að
skrá sitt „plokk“ á hreinsumisland.
is og verða allar hreinsanir birtar á
Íslandskorti verkefnisins.
„Við ætlum að hreinsa plastrusl
úr náttúru Íslands. Vertu með!“ segir
í áskorun frá Landvernd.
„Við hvetjum alla til að leggja
hönd á plóg og taka þátt í að minnka
plastmengun. Þetta er hægt að gera
með því að nota minna plast, kaupa
minna og auka endurvinnslu. Fólk
getur tekið þátt í skipulögðum
strandhreinsunum eða skipulagt
sína eigin hreinsun. Nánari upplýs-
ingar má finna á síðunni hreinsu-
misland.is og þar er hægt að skrá
sig til leiks.“
Af hverju?
Landið okkar er hafi umkringt og
tengir það okkur við önnur lönd.
Það mótar landið okkar og hefur
gríðarlega mikil áhrif á veður
og loftslag. Hafið gerir jörðina
lífvænlega og hýsir og styður við
vistkerfi um allan heim. Hafið og
tilvera manna er bundin órjúfanlegum
böndum og því mikilvægt að huga
að heilbrigði hafsins. Fyrir fiskiþjóð
eins og Ísland er hafið sérstaklega
mikilvægt. Við höfum nýtt auðlindir
hafsins í þúsund ár, nú er kominn
tími til að við gefum eitthvað til baka
og hreinsum strandlengjur Íslands
og komum í veg fyrir að meira plast
lendi í sjónum.
Plastmengun í hafi er ein stærsta
áskorun nútímans í umhverfismál-
um. Á ári hverju enda um átta
milljón tonn af plasti í hafi og sam-
kvæmt tölum frá Umhverfisstofnun
Sameinuðu þjóðanna falla um 80%
þess frá landi en um 20% frá starf-
semi á hafi. Plastið eyðist ekki held-
ur brotnar niður í örplast sem sogar
að sér eiturefni í sjónum. Plast getur
vafist utan um dýr og heft hreyf-
ingar þeirra og kyrkt en einnig geta
eiturefni í plastinu, eða sem berast
með plastinu, skaðað dýrin. Talið
er að um milljón sjófuglar og 100
þúsund sjávarspendýr og skjald-
bökur drepist árlega vegna þess að
þau festast í eða éta plast. Risastórir
plastflákar finnast í heimshöfunum
og plast safnast þar saman vegna
hafstrauma.
Viðburðir ársins:
Norræn strandhreinsun 5. maí.
Hreinsað er samtímis á öllum
Norðurlöndum og munu Landvernd
og Blái herinn standa fyrir hreinsun á
Reykjanesi en landsmenn eru hvattir
til að skipuleggja sína eigin hreinsun
á þessum tíma.
Alheimshreinsun 15. september
(World Cleanup Day). Þennan dag
munu tugmilljónir sjálfboðaliða í
150 löndum taka höndum saman
og hreinsa umhverfi sitt um allan
heim. Við á Íslandi ætlum ekki að
missa af þessu og hvetjum alla til að
leggja hönd á plóg í vikunni 10.–16.
september 2018.
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
STÆRSTA OG AFLMESTA
AVANT VÉLIN
Avant 760i er meðal annars í notkun
hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ,
Norðurþing, Borgarbyggð, Skútustaða-
hreppi og víðar.
FRÁBÆR VÉL FYRIR
BÆJARFÉLÖG
Verð miðast við gengi EUR 125
Sjá nánar á ÍSLENSKU AVANT síðunni:
www.avanttecno.com/www/is
760i
Kohler KDI 1903, 57 hö, díeselmótor
80 l/min vökvadælu, 225 bar, vatnskæld
Lyftigeta: 1400 kg
Lyftihæð: 310 cm
Þyngd: 2100 kg
Lengd: 306 cm
Breidd: 145 cm
Hæð: 211 cm
Fáanlegur með L, LX eða DLX húsi
Landvernd og Blái herinn:
Hreinsum Ísland – Átak
gegn plastrusli