Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 38

Bændablaðið - 26.04.2018, Qupperneq 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018 Árið 1947 hóf serbneska fyrirtækið Industriya Masina Traktoru fram- leiðslu á dráttarvélum sem kölluðust IMT. Tæpum áratug síðar framleiddi fyrirtækið einnig dráttarvélar fyrir Massey Ferguson. Rekstur IMT gekk vel og árið 1959 framleiddi fyrirtækið 4000 dráttar- vélar. Árið 1970 hóf fyr- irtækið útflutning á dráttarvélum til Indlands þar sem þær voru seldar undir heitinu TAFE 533. Fimm árum síðar voru uppi áform um framleiðslu á dráttarvélum í Brasilíu en hætt var við það verk- efni. Einhverjir tugir IMT dráttar- véla voru fluttir til Bandaríkjanna á áttunda tug síðustu aldar. Af þeim dráttarvélum sem framleiddar voru undir heitinu IMT nutu týpurnar IMT 533 og IMT 539 mestra vinsælda. Sú minni var 35 hestöfl en sú stærri 40. Báðar týpurnar nutu mikilla vinsælda í fyrrum Júgóslavíu og seldust reyndar vel um alla Evrópu austanverða. Vinsældir beggja týpanna stöfuðu ekki síst af því hversu einfalt var að stjórna þeim og gera við ef eitthvað bilaði. Annars konar græjur Auk þess að framleiða drátt- arvélar framleiddi fyrirtækið annars konar tæki til landbún- aðar, plóga, vagna, bora og ámoksturstæki. Á áttunda áratug síðustu aldar hóf fyrirtækið framleiðslu á stærri og öflugri traktorum samhliða þeim minni. Týpurnar IMT 5200 og 5500 voru með allra stærstu dráttarvélum á markaði á þeim tíma. Þær voru yfir 500 hestöfl, með drif á öllum hjól- um og V12 dísilvél frá FAB og Mercedes-Benz. Gírkassinn var 16 gírar áfram og 4 afturábak. Þær voru með húsi sem rúmaði öku- mann og farþega og öryggisráð- stafanir voru miklar á þeirra tíma mælikvarða. Útsýnið úr ökumannshúsinu var gott og á því topplúga, auk þess voru í því þægindi eins og útvarp með innbyggðu kassettutæki, öskubakki og sígarettukveikj- ari. S-týpurnar Árið 2012 reyndi IMT fyrir sér með nýjar týpur dráttarvéla sem fengu heitið S. Týpurnar voru fjórar 539 S, 549 S, 550 S og 555 S. Ökumannshúsið þótti til fyrir- myndar með hituðu sæti, útvarpi og góðri loftræstingu. Drif á öllum hjólum, vökvastýri, gírarnir 10 áfram og 2 afturábak. Fjárhagsörðugleikar og þrot Framleiðsla á IMT dráttarvél- um náði hámarki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og árið 1988, sem var metár, fram- leiddi fyrirtækið 42 traktora. Eftir aldamótin 2000 lenti fyrirtækið í fjárhagskröggum. Til að lækka kostnað var framleiðslan flutt til Pakistan og traktorarnir mark- aðssettir sem Bull Power IMT í Suður-Ameríku og Afríku en Baikonur IMT í Kasakstan. Þrátt fyrir margar tilraunir til að bjarga fyrirtækinu fór fram- leiðsluhluti þess á hliðina 2015. Fyrr á þessu ári keypti indverski dráttarvélaframleiðandinn TAFE þrotabúið. /VH IMT var einn stærsta dráttarvél heims Nú eru liðin sex ár frá jarðskjálftunum miklu við Japan sem leiddu til flóðbylgju og skemmda á kjarnorkuverinu Daiichi í Fukushima. Mikil geislavirkni barst þá út í umhverfið við kjarnorkuverið en einnig í hafið og hefur geislamengun breiðst um nær allt Kyrrahaf að talið er. Í Bresku Kólumbíu á Kyrrahafsströnd Kanada hafa menn nú talsverðar áhyggjur þar sem geislamengunar hefur orðið vart víða í Kyrrahafi sem er um 1/3 hluta heimshafanna. Rannsóknarteymi frá háskólanum í Victoríu í Kanada hafa sett í gang rannsókn á laxi við strönd Bresku-Kólumbíu, en laxveiði er mikil í ám á svæðinu. Tekin voru geislavirk sýni úr laxi og þau prófuð. WHOI, sem er rannsóknarhópur sem fjármagnaður er af almenningi, hefur einnig verið að fylgjast með útbreiðslu geislavirkni frá Daiichi kjarnorkuverinu í Fukushima samkvæmt frétt Environment News. Geislamengun vel undir hættumörkum Samkvæmt sýnum sem tekin voru við strönd Oregon í Bandaríkjunum mældist geislavirknin í sjónum þar 0,3 becauerels af cesium 134 í hverjum rúmmetra sjávar. Þetta efni hefur tiltölulega stuttan helmingunartíma, eða um tvö ár, á meðan t.d. cesium 137 er með 30 ára helmingunartíma. Hefur þessi styrkleiki ekki verið talinn skaðlegur mönnum eða umhverfinu, samkvæmt fjölþættum rannsóknum í Bandaríkjunum og Kanada. Þar sem langt er liðið frá slysinu í Fukushima er virkni cesium 134 orðin hverfandi og því eru vísindamenn fremur farnir að leita eftir cesium 137. Vísindamenn telja að áhrif af mengun cesium 137 eigi eftir að aukast við vesturströnd Ameríku á komandi árum. Svört saga geislamengunar frá kjarorkutilraunum Þrátt fyrir að geislunin við vestur- strönd Bandaríkjanna og Kanada sé talin hættulaus, þá hafa menn nokkrar áhyggjur af verulegri aukningu á cesium 138 í hafinu við vesturströnd Kanada. Þess má geta að geislamengun í Kyrrahafi er ekki ný af nálinni. Voru t.d. gerð- ar ítrekaðar tilraunasprengingar á eyjum í Kyrrahafi, m.a. af Frökkum, fram eftir sjöunda ára- tug síðustu aldar. Gerðu þeir t.d. 139 tilraunir á Frönsku Polýnesíu í Suður-Kyrrahafi frá 13. febrú- ar 1960 til 27. janúar 1996, m.a. á eyjunni Mururoa. Fleiri þjóðir, eins og Bretar og Bandaríkjamenn, framkvæmdu einnig fjölmargar kjarnorkutilraunir á öðrum eyjum í Kyrrahafi. Eyjan Tahiti varð m.a. fyrir 500 sinnum meiri geislun en talin er hættulaus mönnum vegna kjarnorkutilrauna á tuttugustu öldinni. /HKr. Geislamengun frá Fukushima mælanleg víða um Kyrrahaf – þó líklega smámunir miðað við geislun af kjarnorkutilraunum á síðustu öld UTAN ÚR HEIMI

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.