Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
stönglar vaxið upp af hverri rót. Fái
stönglarnir að vaxa óáreittir vaxa
á þeim græn, fínleg og fjaðurlaga
blöð. Blómin einkynja á hverri
plöntu, einstaka sinnum tvíkynja,
með sex hvítum krónublöðum, lítil,
4,5 til 5 millimetra og bjöllulaga.
Opnast eitt og sér eða nokkur saman
í hnapp. Eftir frjóvgun mynda
blómin rauðleitt 6 til
10 millimetra aldin
með fræjum.
Aldinið er
eitrað.
Yfirleitt
eru aspas-
sprotar grænir
en til eru
fjólublá afbrigði
sem upphaflega
koma frá Ítalíu og
ganga undir heitinu
'Violetto d' Albenga'
og þykja einstaklega
sæt á bragðið.
Nafnaspeki
Latneska heitið
Asparagus virðist
vera latínuvæðing á
gömlum evrópskum
heitum plöntunnar,
asparagos, sparagus,
sparage eða sperage. Á
sextándu öld var heitið
stytt í sparagus og plantan
kölluð sparagrass eða
sparrograss á ensku eða
spörfuglsgrass.
Á grísku kallast
plantan asparagos, á
dönsku kallast hún
asparges eða almindelig
asparges, á sænsku
sparris, frönsku asperge,
á þýsku spargel, gemüse-
spargel og á íslensku
aspas eða spergill.
Á tyrknesku kallast
þýðir þar sem fuglarnir
lenda ekki og vísar til
vaxtarlags plöntunnar.
Seinna latínuheitið, officinalis,
þýðir að plantan er þekkt sem
lækningajurt.
Saga spergils
Þrátt fyrir að ekki sé vitað um
uppruna garðaspergils er vitað að
villtur spergill hefur verið nýttur
í Evrópu, í löndunum við botn
Miðjarðarhafs og norðanverðri
Afríku í nokkur árþúsund. Myndir
og leifar af aspas hafa til dæmis
fundist í egypsku grafhýsi frá
fjórðu öld fyrir Kristsburð. Vitað er
að spergill var ræktaður í Sýrlandi
löngu fyrir upphaf okkar tímatals.
Talið er að aspas hafi fyrst
verið ræktaður í löndunum við
botn Miðjarðarhafsins og í Litlu
Asíu fyrir að minnsta kosti tvö
þúsund árum. Grikkir voru lítið
fyrir aspasát en vitað er að aspas
var í uppáhaldi hjá Rómverjum til
forna. Rómverjar ræktuðu hann
í stórum stíl og héldu úti skipum
sem eingöngu voru í siglingum til
að flytja aspas frá yfirráðasvæðum
þeirra. Skipin gengu undir heitinu
aspasflotinn. Auk þess sem
sendiboðar hlupu langar leiðir, eins
konar aspasmaraþon, með ferskan
spergil á markað í Róm frá svæðum
þar sem hann var í vexti. Auk þess
sem aspas var fluttur í stórum stíl á
jökla í Alpafjöllunum til geymslu.
Rómverjinn Cato, sem var
uppi á annarri öld fyrir Krist,
ritaði í De Agri Cultura, eða
landbúnaðarleiðbeiningum sínum,
nákvæma útlistun á því hvernig á að
rækta aspas og taldi plöntuna góða
til lækninga, matar og sem fórnagjöf.
Rétti með aspas er að finna í
uppskriftabók Apisiusar, De er
coquinaria, sem er matreiðslubók
frá þriðju öld eftir Krist.
Í löndunum við Miðjarðarhaf er
aspas líklega vinsælasta nytjaplanta
á eftir vínþrúgum og ólífum og
haldnar vikulangar hátíðir sem
tileinkaðar eru aspas og aspasáti yfir
uppskerutímann. Á þessum hátíðum
er boðið
upp á
fjölmörg
og ólík
afbrigði af aspas og ýmsar
útgáfur af honum til matar, eins
og grillaðan og innbakaðan aspas,
aspasís, spergildrykki og spergil í
pylsubrauði.
Ekki er ólíklegt að Márar hafi
flutt með sér aspas yfir Gíbraltarsund
frá norðanverðri Afríku til Spánar,
mögulega undirtegundina og
þá mögulega A. officinalis sp.
prostratus.
Sagan segir að á níundu öld hafi
arabíski tónlistarmaðurinn Zityab
verið mikill sjarmör og heillað
bæði karla og konur upp úr skónum
með fágun sinni og smekkvísi.
Zityab varð fljótleg vinsæll og
vellauðugur innanhússarkitekt í
borginni Kordoba á Spáni. Ekki er
nóg með að Zityab hafi kennt íbúum
borgarinnar að meta aspas heldur
kenndi hann þeim einnig að nota
borðdúka, tannkrem, kristalsglös,
að leika á lútu, greiða hárið fram á
toppinn og að hefja máltíðir á súpu
og enda þær með eftirrétti.
Indíánar Norður-Ameríku
nytjuðu villtan aspas til matar og
lækninga og neyttu hans bæði fersks
og þurrkuðu hann til geymslu líkt
og Evrópubúar. Aspas verður ekki
vinsæl fæða í Bandaríkjum Norður-
Ameríku fyrr en komið er fram á
tuttugustu öld.
Aspaskóngurinn í Versölum
Loðvík 14., sem var konungur
Frakklands 1643 til 1715 og stund-
um kallaður Sólkonungurinn, gæti
allt eins kallast konungur spergils-
ins.
Siðir Zityab bárust frá Spáni til
frönsku hirðarinnar þar sem þeim
var vel tekið og sér í lagi var Loðvík
14. hrifinn af aspas. Reyndar var
konungurinn mikill áhugamaður
um plöntur, eins og allt siðað fólk.
Við höll hans að Versölum var um
800 hektara jörð, eða garður, þar
sem störfuðu 30 garðyrkjumenn.
Af einum af svölum hallarinnar gat
konungurinn horft yfir matjurtagarð
hallarinnar þar sem meðal annars var
að finna 700 fíkjutré og 6.000 aspas-
rætur í konunglegum vermireitum.
Dálæti Sólkonungsins á aspas
hefur án efa aukið vinsældir
plöntunnar til muna og stund-
um er spergill kallaður grænmeti
aristókratans. Púrra hefur verið köll-
uð spergill fátæka mannsins.
Spergill var einnig ræktaður í
klausturgörðum Evrópu á miðöld-
um.
Ræktun á aspas hófst í Danmörku
og á Bretlandseyjum í lok sextándu
aldar en fáum sögum fer af notkun
hans í krásrétti þar í landi. Reyndar
minnist Jane Austin á að sögu-
persónan ungfrú Bates hafi feng-
ið óætt frikasí með aspas í skáld-
sögunni Emma.
Aspas í staðinn fyrir kókaín
Perú er annar framleiðandi aspas í
heiminum í dag og það land sem
flytur mest af honum til Bandaríkja
Norður-Ameríku. Ástæða þess er
að undir lok síðustu aldar leyfðu
Bandaríkin tollfrjálsan innflutning á
aspas frá Perú til að auka framleiðslu
hann þar í landi í þeim tilgangi að
draga úr ræktun kókaplöntunnar.
Innflutningur á tollfrjálsum aspas frá
Perú olli verðfalli í Bandaríkjunum
með þeim afleiðingum að fjöldi
aspasræktenda í ríkjum Kaliforníu,
Washington og Michigan fór á haus-
inn. Ekki er vitað til þess að dregið
hafi úr ræktun kókaplantna í Perú
undanfarin ár þrátt fyrir mikla aukn-
ingu í ræktun á aspas þar í landi.
Myndugleiki spergils
Aspas er aðallega borðaður ferskur
áður en hann trénar, soðinn,
léttsteiktur eða grillaður með
salti eða osti og sem meðlæti og
aðalréttur. Hann er einnig fáanlegur
niðursoðinn og frystur og þá oft
hafður í súpur. Sperglar eru 96%
vatn, þeir eru trefjaríkir og ríkir
af kalsíum, magnesíum, sinki og
vítamínum, sérstaklega B6.
Mikil neysla á aspas kemur fram
í þvagi sem sterk aspaslykt.
Í alþýðulækningum er hann meðal
annars sagður góður við tannverk,
timburmönnum og geitungastungum.
Vaxtarlagsins vegna er verkun hann
einkum sögð tengjast losta og kynlífi
og plantan því hreinræktuð lostafæða
samkvæmt alþýðutrú.
Óneitanlega líkjast nýsprottnir
sperglar karlmannsstolti og nánasta
fermingarbróður karlmanna og
kallaði Madame de Pompadour,
uppáhaldsástkona Loðvíks 15., efsta
hluta þeirra ástartoppa.
Í indversku kynlífshandbókinni
Kama Sutra og hinni arabísku
Perfumed Garden er aspas sagður
ástarörvandi. Í Evrópu var hann
sagður stinnandi fyrir karlmenn og
brúðgumum talið hollt að borða að
minnsta kosti þrjá rétti með spergli
fyrir brúðkaupsnóttina.
Lengi vel var spergill illa séður
á matseðli kvennaskóla í Evrópu af
hræðslu við að grænmetið mynduga
og ógurlega mundi æra stúlkurnar
og losa stjórnlausan og ofsafenginn
losta þeirra úr læðingi.
Ræktun á aspas
Hér á landi má sá fyrir spergil eða
aspas í mars eða apríl og forrækta
plönturnar innandyra þar til
jarðvegshiti hefur náð að minnsta
kosti 6° á Celsíus. Einnig er hægt
að kaupa tilbúnar forðarætur og
flýta þannig ræktuninni. Plöntunum
skal koma fyrir á sólríkum og
skjólgóðum stað í tiltölulega þurrum,
sand- og kalkríkum jarðvegi. Aspas
er saltþolinn og hentar vel til
samplöntunar með tómötum.
Æskilegt bil milli plantna er
um 30 sentímetrar. Spergill þarf að
jafnaði þrjú til fjögur ár til að koma
sér fyrir í jarðveginum áður en hann
fer að gefa uppskeru. Aspas þarf um
90 daga vaxtartíma og getur plantan
gefið vel af sér í átta til tólf ár við
góðar aðstæður.
Munurinn á hvítum og grænum
aspas er að sá hvíti er myrkvaður
í ræktun um tíma áður en hann er
settur á markað. Hvítur spergill er
sætari en grænn og stundum kallaður
konunglegur aspas eða ætt fílabein
þar sem hann þykir sums staðar
fínni.
Hægt er að fá sérstaka potta til að
sjóða í aspas. Pottarnir eru háir og
mjóir og til að þeir skili tilætluðum
árangri eiga ástatopparnir að standa
upp úr vatninu og gufusjóða.
Spergill á Íslandi
Elsta auglýsing sem vitað er um að
spergill kemur fyrir á Íslandi er í Vísi
frá því 28. mars 1929. Auglýsingin
er frá versluninni Liverpool og þar
auglýst ýmis matvara til páskanna,
meðal annars humar, krabbi, síld,
marflær, tungur, ostar, kex og
spergill.
Í Speglinum sama ár segir í grein
sem kallast Samanburðarmálfræði
að málfræðingur Spegilsins
hefir í hyggju að disputera fyrir
doktorsgráðu að vori. Eru það
nokkur íslensk orð, sem hann ætlar
að sanna, að geti engri meiningu náð.
Í greininni tínir höfundur til nokkur
orð sem eru orðleysur að hans mati
og gerir góðlátlegt grín að þeim og
þykir höfundi orðið spergill mjög
fyndið.
Á þessum árum virðist heitið
aspas vera jafngilt spergli og í
Alþýðublaðinu 1922 auglýsir
Kaffi og matsöluhúsið Fjallkonan
gott og ódýrt; fæði yfir lengri og
skemmri tíma og lausar máltíðir.
Á matseðlinum er meðal annars
buff með lauk og eggjum, hakkað
buff, buff karbónaði, Vínar- og
medistapylsur, kjöt- og fiskbollur
auk lafskássu. Meðlæti er uppstúf,
sykrar rófur, kartöflur, grænar baunir
og aspas. Drykkjarföng eru ekki af
verri sortinni því á matsöluhúsinu
má fá mjólk í glösum, Karlsberg
Pilsner og Reform maltöl. Auk
þess sem þar eru seldar sígarettur
og vindlar og boðið upp á fljóta og
góða afgreiðslu.
Léttgrillaður spergill með parmesanosti og hvítlauk er glæpsamlega góm-
sætur.
Afskorin blóm í vasa og tvö búnt af aspas. Jan Fynt, olía á striga 1650.
Ræktun á
aspas hefur
aukist jafnt
og þétt og
er áætlað að
hún verði
rúmlega 10
milljón tonn
á heims-
vísu fyrir
árið 2030.
Ís bragðbættur með aspas. Spergilskurður við uppskeru.
Þrátt fyrir að ekki sé vitað um upp-
runa garðaspergils er vitað að villtur
spergill hefur verið nýttur í Evrópu,
í löndunum við botn Miðjarðarhafs
og norðanverðri Afríku í nokkur
árþúsund.