Bændablaðið - 26.04.2018, Síða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. apríl 2018
Laugardaginn 17. mars síðast-
liðinn opnaði BL nýjan sýningar-
sal fyrir Landrover og Jaguar að
Hesthálsi. Mikill mannfjöldi var
þennan fyrsta dag opnunarinnar
á þessum glæsilega sýningarsal
að skoða þessa eðalbíla.
Stuttu eftir opnunina fékk ég að
prófa „litla bróður“ Jaguar F-Pace
sem nefnist Jaguar E-Pace og er
örlítið minni jepplingur en „stóri
bróðir“ sem ég valdi sem jeppling
ársins hér í blaðinu á síðasta ári.
Hljóðlátasti jepplingur sem ég
hef prófað til þessa
Í prufuakstrinum, sem var um 125
km, prófaði ég bílinn á möl, malbiki
og á hörðum steyptum vegi (í
Kollafirði) sem gefur yfirleitt mikið
veghljóð. Með appi í símanum
mínum mæli ég hvað mikill
hávaði er inni í bílnum á þessum
vegum og eins og gefur að skilja
hafa rafmagnsbílar hingað til verið
með lægstu decibel mælingarnar
hingað til. Jaguar E-Pace virðist
samkvæmt mælingunum vera með
nánast sömu mælingu á þessum
vegköflum og í rafmagnsbílum
(57db. á malbiki, 60db. á möl
og 66db. á steypta kaflanum í
Kollafirði).
Þegar ég ók niður Kjósar-
skarðsveginn á holóttum malarkafl-
anum kom það mér á óvart
hversu vel bíllinn tók holurnar á
malarveginum þrátt fyrir að dekkin
undir bílnum væru með frekar
lágan prófíl. Á mölinni heyrðist
nánast ekki neitt malarvegahljóð
og fjöðrunin svo góð að ég var
farin að miða á verstu holurnar til
að njóta fjöðrunarinnar. Eitthvað
sem ég geri sjaldan á malarvegum.
Lét mig vita af
hraðamyndavélinni í
vegkantinum
Á hlykkjóttum malbikskafla
prófaði ég að taka vel á bílnum (þ.e.
keyra of hratt) og hagaði bíllinn sér
eins og sportbíll í beygjunum. Það
eina sem maður þarf að varast er
að keyra ekki of hratt á bílnum við
flestar aðstæður því maður finnur
ekkert fyrir hraðanum. Margoft
stóð ég sjálfan mig að því að vera
kominn með hraðamælisnálina í
þriggja stafa tölu í framrúðunni
þar sem speglast hraðinn sem ekið
er á og einnig er þar speglun frá
akreinalesaranum.
Í bílnum er mikið af ýmsum
þægindabúnaði s.s. hiti í stýri,
akreinalesari, en það sem var nýtt
í þessum bíl vakti svo mikla furðu
hjá mér að ég tvíprófaði það. Þegar
ég ók fram hjá hraðamyndavélinni
á Kjalarnesi flautaði mælaborðið á
mig og grunaði mig að þetta væri
hraðamyndavélin og til að fá það
staðfest var ekkert annað en að
snúa við og taka annað rennsli í
myndavélina. Það stóð heima,
mælaborðið gaf mér tvö flaut aftur.
Þetta er búnaður sem ég hef ekki
orðið var við í bílum áður.
Eyðslugrannur miðað við kraft
Alls ók ég bílnum 124,9 km á
meðalhraðanum 51 km og var
uppgefin eyðsla mín 7,2 lítrar á
hundraðið. Það finnst mér lítið
miðað við að ég var aldrei að reyna
neitt að spara eldsneytið og botngaf
bílnum nokkrum sinnum. Stillingar
til aksturs á bílnum eru fjórar, en ég
prófaði þrjár, þ.e. snjó, sparakstur
og sport. Vissulega fannst mér
skemmtilegast að keyra bílinn í sport
stillingunni, en þá var snerpan svo
mikil að bíllinn virkaði eins og að
hestöflin væru miklu fleiri en 150.
Lítið gat ég fundið að bílnum, en
plássið fyrir höndina þegar maður
spennir öryggisbeltið er full lítið og
þröngt: Hitt var að í bílnum er ekki
fullbúið varadekk heldur bara það
sem ég kalla aumingi. Hefði viljað
að í svona góðum akstursbíl væri
fullbúið varadekk, en auminginn
verður að duga. Það er þó skárra en
ekkert varadekk sem er of algengt í
bílum í dag.
Margir góðir punktar og lítið
hægt að lasta
Svo mikið er af góðum hlutum í
þessum bíl sem vert væri að nefna,
en fáir ókostir. Fyrst vil ég nefna
skjáinn sem getur sýnt ótal myndir
og möguleikarnir eru margir. Þessi
skjár er sennilega stærsti og besti
sem ég hef séð í bíl.
Farangursgeymslan er í lagi,
mætti þó alveg vera stærri. Öll sæti
eru góð og útsýni úr framsætum
gott. Fyrir fullorðna er lakara
útsýni úr aftursætum þar sem
afturgluggar eru frekar litlir.
Eitt það flottasta við bílinn sá
ég fyrir tilviljun þegar ég gekk
að bílnum í myrkri og opnaði
með fjarstýringunni á lyklinum.
Ljós sem lýsti niður á götuna úr
speglunum sýna þar sem fóturinn
er þegar stigið er inn í bílinn. Þetta
er ætlað til þess að maður sjái hvort
pollur eða bleyta er þar sem fótur
er áður en stigið er inn í bílinn.
Í skuggamynd á jörðinni má sjá
stóran Jaguar og annan lítinn á eftir
honum sem á að sýna að þetta er
litli Jaguar E-Pace. Mér er sagt að
á F-Pace sjáist ekki litli Jaguar-
unginn í þessu sama ljósi.
Gæti verið erfitt að
toppa þennan bíl
Verð á Jaguar E-Pace er frá
5.990.000 sá ódýrasti og upp í
9.500.000 sá dýrasti. Verðið fer
algjörlega eftir því hvað mikið af
aukabúnaði er í bílnum.
Miðað við þennan litla
prufuakstur verður erfitt að toppa
þennan jeppling sem er einhver
albesti jepplingur sem ég hef
prófað. Hefði ég getað haft þennan
texta mun lengri því margt er ósagt
um bílinn. Fyrir áhugasama er þá
bara að fara inn á vefsíðuna www.
bl.is eða að hafa samband við
sölumenn Jaguar hjá BL.
Lengd 4.395 mm
Hæð 1.684 mm
Breidd 1.984 mm
Helstu mál og upplýsingar
É ÁV LAB SINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
aguar E Pace:J -
Jaguar E-Pace. Myndir / HLJ
Var svolítið hissa hvað bíllinn sóðaði sig lítið út niður blautan malarveginn
í Kjósarskarðinu.
Stokkurinn á milli sætanna er óþægi-
lega stór og fyrirferðarmikill þegar
maður er að spenna á sig öryggis-
belti.
Í glugganum speglast að þarna er verið á 79 km hraða miðandi á holurnar
á malarveginum.
Einhver albesti og stærsti skjár í bíl sem ég hef séð.
Hávaðamælingarnar 3 voru allar
óvenju lágar.
Aldrei sáttur við að svona aumingi sé
varadekk, en samt skárra en ekkert.
Mynd tekin í myrkri af ljósinu sem
lýsir á jörðina frá hliðarspeglunum,