Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 20198
FRÉTTIR
Ræktun á iðnaðarhampi:
Reglur um ræktun á iðnaðarhampi þvert á ráðuneyti
Greint var frá því á vef Bænda
blaðsins fyrir skömmu að lög
reglan á Austurlandi hafi heim
sótt Gautavík í Berufirði. Erindið
var að kanna, að tilmælum
Lyfjastofnunar, hvort ræktun
ólöglegra plantna ætti sér stað á
býlinu. Fyrirhugað er að setja á
fót starfshóp til að skoða ræktun
á iðnaðarhampi hér á landi.
Síðastliðið sumar ræktuðu ábú
endurnir í Gautavík iðnaðarhamp
í tilraunaskyni á um einum hekt
ara. Meginmarkmiðið var að vekja
athygli á notagildi hampsins, en
þau ætli einnig að gera tilraunir
með að nota hráefnið til að fram
leiða trefjaplötur til að skera módel
leikföngin sín út úr, í stað MDF,
sem er harðpressaður pappi, og
verða þannig sjálfbær um hráefni.
Bændablaðið fjallaði um þá ræktun
í haust. Sú ræktun gekk ágætlega
þrátt fyrir slæmt sumar og voru fræin
flutt inn síðastliðið vor með leyfi
Matvælastofnunar.
Að sögn ábúendanna fengu þau
svokallað MSTnúmer frá MAST
þegar þau höfðu skilað inn vott
orðum frá fræframleiðandanum
um að fræin væru sótthreinsuð og
innihéldu innan við 0,2% magn af
THC, ásamt útfylltu eyðublaði sem
allir innflytjendur sáðvöru þurfa að
fylla út. Þegar fræin hafi komið til
landsins hafi þau látið tollinn hafa þá
pappíra og tollurinn þá hleypt þeim
inn í landið.
Fundur með
landbúnaðarráðherra
Oddný Anna Björnsdóttir, bóndi í
Gautavík, segir að eftir heimsókn
lögreglunnar hafi hún farið á fund
landbúnaðarráðherra og rætt stöðu,
hindranir og næstu skref varðandi
ræktun iðnaðarhamps hér á landi.
Á fundinum upplýsti Oddný
ráðherra um að samkvæmt lögum
Evrópusambandsins hafi verið lög
legt að rækta iðnaðarhamp til fram
leiðslu á trefjum svo lengi sem magn
THC í plöntunni sé ekki yfir 0,2%
frá árinu 2000.
Að sögn Oddnýjar ganga reglur
um ræktun á hampi þvert á ráðu
neyti. „Sé um að ræða hamp sem
ræktaður er til framleiðslu á lyfjum
er það á verksviði heilbrigðisráðu
neytisins en sé um að ræða húð og
hárvörur eða hreinlætisvörur fellur
framleiðslan undir umhverfisráðu
neytið. Ræktun á hampi til fram
leiðslu á fatnaði, rekstrarvörum,
leikföngum og ýmsum nytjavörum
fellur undir iðnaðar og nýsköp
unarráðuneytið en framleiðsla á
fæðubótarefnum, fóðri og sáðvöru
undir landbúnaðarráðuneytið. Þegar
kemur að tilraunaræktun og fræðslu
er sá hluti undir menntamálaráðu
neytinu og toll og löggæsla er undir
dómsmálaráðuneytinu. Þannig að
flækjustigið er talsvert.“
Oddný segir að landbúnaðarráð
herra hafi sýnt málinu skilning
á fundinum og sagt að hann vildi
gjarnan fylgjast með framgangi þess.
„Ég átti svipaðan fund með
Þórdísi Kolbrúnu iðnaðar og
nýsköpunarráðherra fyrir skömmu
og viðbrögðin voru svipuð. Fyrir
þann fund fékk ég tölvupóst frá ráðu
neytinu þar sem segir að viðræður
séu fyrirhugaðar við atvinnu og
nýsköpunarráðuneytið um að það
muni skipa starfshóp um málið með
aðkomu sérfróðra aðila sem skipað
ir verði af heilbrigðisráðuneytinu.“
Oddný segist ekki vita til þess að enn
hafi verið skipað í þennan starfshóp.
Ekki í meðferð hjá ráðuneytinu
Samkvæmt upplýsingum frá land
búnaðar ráðu neytinu er „þetta mál
[er] ekki til meðferðar í ráðuneytinu.
Hins vegar lýsti ráðherra yfir á fund
inum vilja til að aðstoða hana eins og
kostur er við að leysa málið og bað
Oddnýju um að leyfa sér að fylgjast
með framhaldi máls
ins. Kristján Þór sagði
á fundinum að um
væri að ræða frum
kvöðlastarf sem feli
í sér mikil tækifæri.
Mikilvægt væri að
leita leiða til að leysa sem fyrst úr
þeirri stöðu sem upp væri komin.“
Hampur fluttur inn
í margs konar formi
Árið 2012 leyfði Lyfjastofnun inn
flutning á hamppróteindufti og hamp
fræjum sem markaðssett voru sem
heilsufæði hér á landi. Upphaflega
hafnaði Lyfjastofnun innflutningnum
á þeim forsendum að hampprótein
duftið og hampfræin væru ávana og
fíkniefni sem væru óleyfileg hér á
landi, þar sem um afurðir kannabis
plöntunnar er að ræða. Seinna kom
í ljós að vörurnar voru framleiddar
úr iðnaðarhampi sem veldur hvorki
vímu né hefur ávanabindandi áhrif.
Oddný segir að
mat Lyfjastofnunar á
því að ræktun á iðnað
arhampi sé torskilin
og til að gæta jafn
ræðis þyrfti að stöðva
innflutning á matvæl
um úr iðnaðarhampsfræjum,
fuglafræjum og klæðnað og annan
textíl og bíla og flugvélar sem inni
halda einangrun úr iðnaðarhampi
sem og ýmiss konar nytjahluti úr
iðnaðarhampi.
Sýni og myndir utan-
og innandyra
Að sögn ábúenda í Gautavík fór
lögreglan um svæðið, utan og inn
andyra, með leyfi húsráðanda, enda
engin húsleitarheimild til staðar.
Teknar voru myndir af umfangi
hampræktunarinnar á staðnum, af
urðum og pappírum, til dæmis leyfis
bréfi frá MAST vegna innflutnings
á fræjum og tekin sýni. /VH
Odddý Anna Björnsdóttir í iðnaðarhampsræktinni í Gautavík í Berufirði.
Lyfjastofnun segir iðnaðarhamp falla
undir ákvæði ávana- og fíknilaga
Bændablaðið sendi Lyfjastofnun
fyrirspurn vegna umræðunnar
um iðnaðarhamp og leyfi til að
rækta hann. Auk þess var spurt
hver staða hamps væri í ýmiss
konar vörum sem fluttar eru til
landsins. Einnig var spurt og
hvort skýra þurfi eða breyta lög
unum til þess að leyfa ræktunina
að mati Lyfjastofnunar.
Í svari Lyfjastofnunar segir að á
undangengnu ári hafi stofnuninni
borist fjöldinn allur af fyrirspurn
um og erindum sem snúa að því
hver sé lögformleg staða þeirra vara
og plantna. Þessum fyrirspurnum
hefur fjölgað verulega á þessu ári
í samanburði við árin þar á undan.
Staða iðnaðarhamps og CBD var
af þessum sökum því nýlega tekin
sérstaklega til skoðunar hjá stofn
uninni.
Lyfjastofnun telur að ákvæði
ávana og fíknilaga, nr. 65/1974,
með síðari breytingum, feli í sér að
plöntur og efni af þessum toga falli
undir ákvæði 2. gr. og 6. gr. lag
anna, og sé innflutningur, meðferð
og varsla þeirra bönnuð á íslensku
yfirráðasvæði. Umrædd löggjöf
gerir til að mynda ekki greinarmun
á mismunandi afbrigðum kannabis
plantna, né því magni af virkum
efnum sem mismunandi afbrigði
plantnanna framleiða.
Mikilvægt er að leiðrétta þann
misskilning sem virðist gæta að
Lyfjastofnun hafi veitt leyfi til
innflutnings á hamppróteindufti
og hampfræjum sem markaðssett
eru hér á landi. Um er að ræða
vörur sem flokkast sem matvæli
og hefur Matvælastofnun þar af
leiðandi eftirlit með innflutningi
þeirra og markaðssetningu. Hvað
varðar aðrar vörur sem innihalda
hamp getur Lyfjastofnun ekki tjáð
sig um, enda um að ræða vörur sem
heyra undir eftirlit ýmissa annarra
opinbera stofnana.
Lyfjastofnun hefur ekki mótað
sér sérstaka skoðun á því hvort
um sé að ræða ósamræmi í lögum
eða hvort þurfi að skýra eða breyta
lögum á þessu sviði, enda stofnun
inni ekki falið slíkt hlutverk lögum
samkvæmt. /VH
Hveragerðisbær handhafi
óvirks greiðslumarks
Matmælastofnun hefur sent bæj
arstjórn Hveragerðisbæjar erindi
þar sem vakin er athygli á því að
bæjarfélagið er handhafi óvirks
greiðslumarks, alls 29,9 ærgildi,
sem fylgdu með þegar bæjarfélagið
leysti til sín erfðafestu Friðarstaða.
Í bréfinu er bent á að sækja
þurfi um innlausn þess fyrir 6.
desember til að fá það innleyst.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar
var bæjarstjóra falið að innleysa
greiðslumarkið sem nemur
kr. 524.945. Þar sem þessa
fjármuni rak óvænt á fjörur
Hveragerðisbæjar hefur bæjarráð
lagt til við bæjarstjórn að menn
ingar, íþrótta og frístundanefnd
fái heimild til að verja þessum
fjármunum í þágu barna bæjarins.
/MHH
Sveinn Margeirsson hyggst verja sig sjálfur:
Hópur bænda mætti
til að sýna samstöðu
Fyrirtaka var á þriðjudaginn
í síðustu viku í máli Lögreglu
stjórans á Norðurlandi vestra
gegn Sveini Margeirssyni,
fyrrverandi forstjóra Matís, vegna
hins svokallaða örslátrunarmáls í
Birkihlið í Skagafirði.
Þá hafði Sveinn frumkvæði að
því að slátra lömbum heima á bæ
og afurðir þeirra voru síðan seldar á
bændamarkaði á Hofsósi. Sveinn er
ákærður fyrir brot á lögum um slátrun
og sláturafurðir, en hópur bænda
mætti í héraðsdóm á Sauðárkróki til
að sýna samstöðu með Sveini.
Sveinn hyggst verja sig sjálfur
og samkvæmt upplýsingum
frá Héraðsdómi Norðurlands
vestra fékk hann frest til 14.
janúar næstkomandi til að skila
greinargerð. Þegar hún liggur
fyrir mun dómari ákveða tíma til
aðalmeðferðar.
/smh
Sveinn með stuðningsfólki sínu við dómsalinn á Sauðárkróki. Mynd / Feykir
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
SÍUR Í
DRÁTTARVÉLAR