Bændablaðið - 05.12.2019, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201912
FRÉTTIR
Oddný Anna, framkvæmdastjóri hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla:
Brýn þörf fyrir samtök
ólíkra smáframleiðenda
Samtök smáframleiðenda mat-
væla (SSFM) voru stofnuð 5.
nóvember síðastliðinn. Markmið
samtakanna er meðal annars að
stuðla að öflugra samstarfi og
auknum samtakamætti smá-
framleiðenda matvæla um land
allt. Stjórn SSFM hefur ráðið
Oddnýju Önnu Björnsdóttur,
sjálfstæðan ráðgjafa og bónda,
sem framkvæmdastjóra og segir
hún langþráðan draum verða að
veruleika með stofnun samtak-
anna. Fyrsta mál á dagskrá er
að gera aðgerða- og kostnað-
aráætlun.
Oddný Anna segir að sam-
kvæmt samþykktum samtakanna
verði hennar hlutverk að vinna að
markmiðum þeirra í samræmi við
aðgerðaráætlun. „Ég verð opinber
málsvari samtakanna, mun kynna
málefni þeirra í fjölmiðlum og
vinna að öðru leyti í samræmi við
samþykktir þeirra og aðalfundar.
Ég tók formlega við hlutverkinu
mánudaginn 2. desember og átti
minn fyrsta fund með stjórn daginn
eftir. Næstu mál á dagskrá eru að
gera tímasetta aðgerða- og kostn-
aðaráætlun, í samræmi við tilgang
og markmið samtakanna. Við gerð
aðgerðaáætlunarinnar verður meðal
annars byggt á tillögum að aðgerð-
um sem voru ræddar á undirbún-
ingsstofnfundi samtakanna þann 3.
september og undirrituðum verk-
samningi við Samtök sveitarfélaga
á Suðurlandi.“
Þörfin kom fram í
gegnum ólík verkefni
Oddný Anna segir að starfið
leggist vel í sig. „Það er langþráður
draumur að svona samtök komist á
koppinn hér á landi. Í verkefnum
mínum með Brynju Laxdal, ver-
kefnastjóra Matarauðs Íslands,
síðastliðin tvö ár kom berlega í
ljós að þörf væri fyrir eins konar
regnhlífarsamtök smáframleiðenda
á Íslandi sem myndu vinna að hags-
munamálum þeirra, vera málsvari
þeirra og stuðla að framförum í
málefnum sem þá varða eins og
fram kemur í tilgangi samtakanna.
Þörfin kom fyrst fram í þarfa-
greiningunni fyrir stjórn Beint frá
býli (BFB) og í kjölfar hennar verk-
efninu um íþyngjandi regluverk.
Þar kom í ljós að þarfir félagsmanna
BFB væru að miklu leyti þær sömu
og þarfir smáframleiðenda almennt,
óháð því hvort þeir væru í borg,
bæ, landsbyggð eða á lögbýlum –
eins og félagsmenn BFB þurfa að
vera. Þörfin kom svo berlega í ljós
í verk efninu sem gekk út á að koma
á fót REKO-hópum um land allt,
en REKO gengur út á milliliðalaus
viðskipti milli smáframleiðenda
og neytenda í gegnum Facebook
og þar koma einmitt saman þessir
ólíku smáframleiðendur.
Þörfin var svo staðfest í form-
legri úttekt síðastliðið vor og
voru stjórn Landbúnaðarklasans
og Samtök iðnaðarins einnig öfl-
ugir bakhjarlar á þeirri vegferð
og fram að stofnfundi,“ segir
Oddný Anna en hún situr í stjórn
Landbúnaðarklasans.
Á undirbúningsstofnfundi SSFM
var Oddný Anna kjörin formaður
undirbúningsstjórnar. Lykilverkefni
hennar voru að klára drögin að sam-
þykktunum, halda áfram samtali
við möguleg aðildarfélög, koma
með tillögu að aðildargjaldi, afla
og koma auga á mögulega styrki,
auglýsa eftir framboðum í stjórn,
ásamt því að undirbúa og halda
stofnfund. Þrír úr undirbúnings-
stjórn sitja nú í stjórn, en tveir
nýir bættust við. Karen Jónsdóttir,
eigandi Kaja organic, Café Kaja
og Matarbúrs Kaju, er formaður
samtakanna. Með henni í stjórn
eru Svava Hrönn Guðmundsdóttir,
frá Sælkerasinnepi Svövu sem er
varaformaður, Guðný Harðardóttir,
frá Breiðdalsbita, Þórhildur
M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og
Vörusmiðju BioPol og Þröstur
Heiðar Erlingsson frá Birkihlíð
Kjötvinnslu. Varamenn samtakanna
eru Ólafur Oddsson, frá Súrkáli fyrir
sælkera og Auður B. Ólafsdóttir, frá
Pönnukökuvagninum.
Skráning í samtökin
í gegnum tölvupóst
Að sögn Oddnýjar Önnu verður
rekstur samtakanna einfaldur í
byrjun, enda hún eini starfsmað-
urinn og eingöngu í hlutastarfi.
„En það felst mikill styrkur og
stuðningur í því að vera undir
hatti Samtaka iðnaðarins sem
vinna að hagsmunamálum sinna
félagsmanna. Fókusinn verður til
að byrja með á að safna félögum
og tryggja fleiri styrki ásamt því
að vinna að þeim málefnum sem
verða sett á oddinn í aðgerðaáætl-
uninni.
Við bjuggum til Facebook-hóp
strax daginn eftir undirbúnings-
stofnfundinn, í honum eru nú ríf-
lega 220 manns, bæði smáfram-
leiðendur og velunnarar samtak-
anna. Í bígerð er að setja upp vef-
síðu. Undirbúningsstjórn tryggði
sér lénið ssfm.is sem er sú skamm-
stöfun sem ákveðið var að nota
fyrir samtökin. Þegar hún verður
komin upp verður hægt að skrá
sig í samtökin í gegnum hana, en
þangað til er hægt að senda tölvu-
póst á netfangið samtok.smafram-
leidenda.matvaela@gmail.com.
Gjald fyrir fulla aðild eru 10.000
krónur en aukaaðild 5.000 krónur.
Full aðild að samtökunum felur í
sér aðild að Samtökum iðnaðarins
og í gegnum þau Samtök atvinnu-
lífsins. Aukaaðild er fyrir þá sem
styðja markmið samtakanna en
uppfylla ekki þau skilyrði að vera
smáframleiðandi.
Í undirbúningsferlinu var rætt
við samtökin Beint frá býli, VOR-
verndun og ræktun, Landssamband
smábátaeigenda og Slow Food um
mögulega aðild að samtökunum.
Félagsmenn BFB munu kjósa um
það á næsta aðalfundi hvort sam-
tökin verði formlegir aðilar að
SSFM sem mun þýða að félags-
menn þeirra verði aðilar að SSFM í
gegnum aðild sína að BFB. VOR og
Slow Food ætla sér að verða auka-
aðilar. Nýr formaður er tekinn við í
Landssambandi smábátaeigenda og
mun ég taka upp þráðinn við hann á
næstunni,“ segir Oddný Anna. /smh
Kýrin Skvetta, sem hefur eignast sex kálfa um ævina, allt kvígur. Skvetta er
eftirsótt nautsmóðir en hvort nautið kemur er algjörlega óvíst. Mynd / Jónína Þórdís
Syðri Bægisá í Hörgársveit:
Skvetta hefur eignast
sex kvígur í röð
Elsta kýrin á bænum Syðri
Bægisá í Hörgársveit, fædd 18.
febrúar 2012, kemur eigendum
sínum alltaf jafn mikið á óvart
því hún var að eignast sinn
sjötta kálf og og þar með sjöttu
kvíguna í röð, sem hún kemur í
heiminn.
Fjórar dætra hennar eru með
henni í fjósinu að mjólka í róbótan-
um og eitt barnabarn. Nautastöð BÍ
hefur beðið eftir að Skvetta gamla
komi með naut fyrir þá frá upphafi
því hún er mjög eftirsótt nautsmóð-
ir, en tvær elstu dætur hennar eiga
einmitt naut þar núna, sem heita
Snúlli og Háfur. Auk kúabúskapar
á Syðri Bægisá hjá þeim Ragnheiði
M. Þorsteinsdóttur og Helga B.
Steinssyni eru þau með um 200
kindur. Kýrnar eru 63 og eru í
glænýju róbótafjósi, þar sem fer
vel um þær. Dætur Ragnheiðar og
Helga eru Gunnella, Jónína Þórdís
og Hulda Kristín. Amma þeirra býr
einnig á Syðri Bægisá en það er
Hulda Aðalsteinsdóttir. /MHH
Nýjasta kvígan undan Skvettu,
Smella, sem kom í heiminn 10. nóv-
ember síðastliðinn. Hún er númer
737. Systur hennar eru í þessari röð,
Spenna f. 22.10.18 nr. 673, Seigla
f. 3.11.17 nr.626, Sjeffí f. 19.11.16
nr. 596, Skrúfa f. 7.11.15 nr. 565k,
Smella f. 10.11.19 nr. 737 og Stássa
f.4.11.14 er elst nr. 534.
Mynd / Jónína Þórdís
Brothættar byggðir í Hrísey:
Óskað eftir framlengingu
í eitt ár hið minnsta
– Íbúaþróun að snúast við
Bæjarráð Akureyrar hefur lýst
yfir vilja sínum til að óska eftir
framlengingu á byggðaþróunar-
verkefninu Brothættar byggðir í
Hrísey og hefur falið bæjarstjóra
að vinna málið áfram.
Hverfisráð Hríseyjar hefur skor-
að á Byggðastofnun að framlengja
verkefnið í eynni um að minnsta
kosti eitt ár og óskaði eftir afstöðu
bæjarins til málsins.
Fram kemur í erindi Hríseyinga
að verkefninu Brothættar byggðir
í eyjunni ljúki nú í ár, en talið er
að það hafi haft jákvæð áhrif
bæði á íbúaþróun og atvinnulíf.
Meðal annarra verkefna var
rekstur Hríseyjarbúðarinnar efldur
og hvannarverkun hjá Hrísiðn
ehf. þróuð. Annað stórt verkefni
sem hlaut styrki er framleiðsla á
landnámshænueggjum í eyjunni.
„Íbúaþróun er byrjuð að snúast
við og atvinnutækifærum fjölgar
rólega. Til þess að þessi þróun haldi
áfram og verkefnin nái betur að festa
sig í sessi er æskilegt að áfram-
haldandi stuðningur verði veittur,“
segir í erindinu.
Íbúum í Hrísey hefur fjölgað hin
síðari ár, þeir voru 172 árið 2015,
þeim fækkaði niður í 151 í fyrra en
í ár eru 167 íbúar skráðir til heimilis
í Hrísey. /MÞÞ
Oddný Anna Björnsdóttir.
Jólaskógar skógræktarfélaganna
og jólamarkaðurinn í Heiðmörk
Jólamarkaðurinn við Elliðavatn í
Heiðmörk var opnaður um síðustu
helgi. Markaðurinn er haldinn
ár hvert af Skógræktarfélagi
Reykjavíkur. Jólaskógar skóg-
ræktarfélaganna munu næstu
helgar einn af öðrum bjóða
gesti velkomna til að höggva sér
jólatré. Misjafnt er hvenær þeir
byrja að taka á móti fólki, en
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
opna sína skóga um næstu helgi og
síðan hvert félagið á fætur öðru
næstu helgar á eftir.
Við Elliðavatnsbæ myndast
notaleg jólastemning á aðventunni
í bland við skemmtilega
markaðsstemningu, þar sem boðið
er upp á fjölbreytta og áhugaverða
menningardagskrá allar helgar fram
að jólum.
Stafafuran vinsælust
Sérstakur handverksmarkaður er
í Elliðavatnsbænum með hand-
verksmunum og matarhandverki.
Handverksmunirnir eru allir úr
náttúrulegum efnivið og kynnir
handverksfólkið sjálft sitt handverk.
Listamennirnir eru að selja sjálfir og
því má kynnast þessu hæfileikaríka
fólki og jafnvel hlýða á skemmtilegar
sögur á bak við munina. Félagið
rekur einnig notalega kaffistofu þar
sem gestir geta fengið sér kakó eða
kaffisopa og gætt sér á bakkelsi. Á
kaffistofunni lesa rithöfundar upp úr
nýjum verkum sínum og tónlistarfólk
heldur tónleika. Nánari upplýsingar
um dagskrá menningarviðburðanna
er að finna á Facebook-síðu mark-
aðarins, facebook.com/heidmork.
Fimm jólatrjáategundir eru í rækt-
un og sölu hjá skógræktarfélögun-
um. Vinsælasta íslenska tegundin
er stafafuran enda hefur hún marga
kosti, barrheldin og ilmar vel. Aðrar
tegundir eru íslenskt rauðgreni,
blágreni, sitkagreni og fjallaþinur.
Yfirlit um skógræktarfélögin, opn-
unartíma jólaskóganna og frekari
upplýsingar um jólatrén má finna á
vef Skógræktarfélags Íslands, skog.
is. /smh
HIÐ ÍSLENSKA
BÓKMENNTAFÉLAG
HAGATORGI · SÍMI 588 9060
hib@hib.is · www.hib.is
Skemmtileg og fróðleg
bók um hinn stórmerkilega
málfræðing Rasmus Kristian
Rask, stofnanda Hins
íslenska bókmenntafélags.
Rasmus Kristian Rask
eftir Kirsten Rask, Magnús Óskarsson þýddi