Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 20

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201920 Tölur sem birtar eru á heimasíðu Orkustofnunar sýna að stöðugt minni hluti raforku á Íslandi er framleiddur með endurnýjan- legum orkugjöfum. Sá hluti var aðeins 11% á árinu 2018. Þá er 34% orkunnar sögð framleidd með kjarnorku og 55% með kolum, olíu og gasi. Allt er þetta vegna sölu á upprunavottorðum íslenskra orkufyrirtækja úr landi. Þessar tölur virðast skjóta mjög skökku við allt tal um neytendavernd sem útlistuð hefur verið í tengslum við innleiðingu á orkutilskipunum ESB og aðild að sameiginlegum orkumarkaði Evrópu. Tilgangurinn með sölu uppruna­ vottorða felur í sér allt annað en neytendavernd ef marka má útlist­ anir á heimasíðu Landsvirkjunar. Fyrirtækið, sem hefur sýnt fram á afar góðan rekstur ár eftir ár og er um margt til fyrirmyndar, gefur út hreinleikavottorð fyrir raforku eða það sem fyrirtækið kallar uppruna­ ábyrgð eða „Guarantees of origin“. Þar segir að upprunaábyrgðir séu vottunarkerfi sem gerir raforku­ notendum í Evrópu kleift að styðja við framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Kerfið veiti auknum fjárhags­ legum hvata fyrir orkufyrirtæki til að framleiða endurnýjanlega orku. Endanlegt markmið er að auka fram­ leiðslu á endurnýjanlegri orku innan Evrópu og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar eru líka á ensku sett rök fyrir ágæti þess að framleiðslufyrirtæki kaupi uppruna­ vottanir af fyrirtækinu. Þá kemur röðin að viðskiptasiðferðinu, en þar segir m.a.: „Ecolabels that require guarantees of origin may increase revenues for businesses as value of their products and services increases and the market share grows. Many people are willing to pay higher prices for products with ecolabels and often show greater brand loyalty.“ Eða í lauslegri þýðingu: „Umhverfismerki sem krefjast upprunaábyrgðar geta aukið tekjur fyrirtækja um leið og verðmæti vöru og þjónustu þeirra eykst og markaðshlutdeildin vex. Margir eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir vörur með umhverfismerkjum og sýna slíkum merkjum oft meiri hollustu.“ Fyrirtæki sem kaupa svona syndakvittanir geta með því vænt­ anlega selt vörur sínar á hærra verði. Jafnvel þótt þau framleiði í veruleik­ anum allar sínar vörur með raforku sem framleidd er með kolum, olíu, gasi eða kjarnorku. Spurning um siðferði í viðskiptum Siðferði í viðskiptum er nú mjög til umræðu af ýmsum ástæðum. Ísland er í flokki með ríkjum sem stundað hafa peningaþvætti (Money laundering). Þar erum við á gráum lista stofnunar sem sett var á fót af G7 ríkjahópnum 1989 til að berjast gegn peningaþvætti. Þessi stofnun heitir Financial Action Task Force (on Money Laundering) sem skammstafað er FATF. Þekktur er alvarlegur sið ferðis ­ brestur stórefnamanna í bankavið­ skiptum sem leiddi til efnahags­ hrunsins 2008. Nú hriktir í siðferðis­ ímynd Íslendinga vegna meintra mútugreiðslna Samherja í því augnamiði að ná til sín veiðiheim­ ildum við vesturströnd Afríku. Þar hafa komið fram gögn frá WikiLeaks sem sýnast ansi trúverðug. Hafa þau þegar leitt til þess að mótleikarar Samherjamanna í Namibíu hafa verið handteknir og sakaðir um að þiggja að jafnvirði hundruð milljóna króna í mútur frá íslenska útgerðar­ félaginu. Íslensk og norsk yfirvöld eru einnig komin með það mál til rannsóknar. Er siðferðisbrestur bara kusk sem dusta má af hvítflibbanum? Í ljósi þess að nokkurt kusk hefur fallið á hvítflibba íslenskra athafna­ manna í viðskiptum erlendis, þá hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki verði skoðað siðferði í við­ skiptum íslenskra fyrirtækja á breiðari grunni en gert hefur verið. Allavega verður því vart trúað að óreyndu í því sambandi að gerður sé siðferðilegur greinarmunur á eðli viðskipta, eða hvort þau eru stunduð af útgerðum eða öðrum fyrirtækjum. Jafnvel hvort hægt sé að flokka siðferði eftir vöruflokkum, þar sem orkumál eru mögulega undanþegin. Í útlistun Landsvirkjunar á sölu upprunavottorða er fullyrt að þau séu einungis seld til að stuðla að aukinni framleiðslu á raforku með endurnýj­ anlegum orkugjöfum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í kjöl­ far umræðu um hlýnun loftslags. Eins og tilvísanir í gögn fyrirtækisins hér að framan sýna er kaupendum upprunavottorðanna hins vegar líka bent á allt annan veruleika, nefnilega að fá neytendur til að greiða hærra verð fyrir vörurnar. Blekkingaleikur Í þessari útlistun eru tekin af öll tvímæli varðandi það að uppruna­ vottorðin geta fengið neytendur til að greiða hærra verð fyrir vörur sem skreyttar eru með umhverfis­ merkjum. Fyrirtæki sem nota óhreina orku við sína framleiðslu geta þannig sagst vera umhverfisvæn þótt þau séu það alls ekki. Á íslensku hefur slíkur leikaraskapur hingað til verið kallaður blekkingaleikur. Það er í raun verið að ljúga því að neytendum að varan sem þeir eru að kaupa sé umhverfisvæn þótt það sé ósatt. Þá gildir einu hvort menn kalla það „saklausa“ hvíta lygi eða eitthvað annað, lygi er það samt. Þegar svo er komið er farið að bresta í siðferðisvitundinni og siðleysi í viðskiptum farið að verða að við­ tekinni venju. Íslendingar taka á sig ábyrgð á erlendri mengun Að undanförnu hefur talsvert borið á tilraunum orkufyrirtækjanna til að sýna fram á að sala á uppruna­ vottorðum sé hið besta mál. Þetta skili orkufyrirtækjunum m.a. hund­ ruðum milljóna króna í tekjur. Það skipti Íslendinga að öðru leyti engu máli að við þurfum að taka inn í töl­ fræði Orkustofnunar að við séum að taka á okkur í staðinn ótrúlega mikla mengun í formi kjarnorkuúrgangs og koltvísýringslosunar. Hins vegar er ekkert minnst á að með kaupum á upprunavottorðum séu erlendu fyrirtækin að hvítþvo sig af sínum mengunarhluta á pappírunum. Sá mengunarhluti hverfur hins vegar ekki, heldur verða seljendur hrein­ leikavottorðanna að taka ábyrgð á FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i En du rn ýj an le g or ka Kj ar no rk a Ja rð ef na el ds ne yt i 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 89% 5% 6% 63% 16% 21% 39% 24% 37% 45% 23% 32% 71% 12% 17% 21% 20% 59% 13% 29% 58% 11% 34% 55% Þróun raforkusölu á Íslandi 2011-2019 skipting eftir orkugjöfum Heimild: Orkustofnun Bæ nd ab la ði ð / H Kr . / 2 01 9 Endurnýjanleg orka 11% Kjarnorka 34% Jarðefnaeldsneyti 55% SAMSETNING RAFORKU Á ÍSLANDI 2018 RAFORKUSALA Heimild: Orkustofnun Bæ nd ab la ði ð / H Kr . 2 01 9 Íslendingar hjálpa vöruframleiðendum sem nota óhreina orku við að blekkja neytendur – Með aflátsbréfum frá Íslandi geta fyrirtæki fengið umhverfisvottanir af ýmsum toga sem nýta má sem rök fyrir hækkun vöruverðs Skjáskot af vefsíðu Landsvirkjunar þar sem útlistaðir eru kostir á kaupum á hreinleikavottorðum, þar sem kaup- endum slíkar vottorða er bent á tækifæri til að hækka vöruverð til neytenda í skjóli umhverfisviðurkenninga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.