Bændablaðið - 05.12.2019, Side 22

Bændablaðið - 05.12.2019, Side 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201922 Víkingur Dante Bernharðsson, þriggja ára drengur á Flateyri, er mjög hrifinn af Bændablaðinu. Þegar hann fer í heimsókn til afa og ömmu á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði, þá sest hann gjarnan niður og klipp- ir út myndir af sauðfé og öðrum dýrum úr blaðinu. Amma hans, Sigríður Magnús­ dóttir, segir að Víkingur hafi mjög gaman af að klippa þegar hann kemur í heimsókn til ömmu og afa síns, Guðmundar Steinars Björgmundssonar. „Hann er oft í sveitinni hjá okkur og þá fær hann að klippa með skær­ unum hennar ömmu sinnar. Þegar afi er búinn að lesa Bændablaðið alveg upp til agna, þá er það tekið í klippivinnuna,“ segir Sigríður. Sagði hún að þegar hann var að fara heim á dögunum hafi hann kallað; „pabbi ... bíddu, pabbi.“ Þá átti hann nefnilega eftir að smala og safna saman fjárstofninum sem hann hafði klippt út úr blaðinu. Víkingur býr á Flateyri, en foreldrar hans eru Bernharður Guðmundsson og Maria Eugenia Chiarandini, sem er frá Argentínu. Bernharður er stöðvarstjóri við lax­ eldið hjá Arctic fish í Dýrafirði og Maria er í fjarnámi í fiskeldi við Háskólann á Hólum. Keyptu sundkúna frægu, Sæunni, árið 1987 Sigríður og Guðmundur á Kirkju­ bóli komust í fréttir 1987 þegar þau fjárfestu í afar merkilegri kú. Kýrin, sem áður hér Harpa, bjargaði sér frá því að vera líf­ látin í sláturhúsinu á Flateyri með því að stökkva í sjóinn. Synti hún svo yfir fjörðinn á köldum októberdegi haustið 1987. Hjónin á Kirkjubóli keyptu kúna í fram­ haldinu og lifði hún hjá þeim í góðu yfirlæti í sex ár eftir það. Þá var hún felld og heygð í sjáv­ arkambinum þar sem hana bar að landi eftir sundið fræga. Mun þar heita Sæunnarhaugur. Þau Sigríður og Guðmundur eru nú hætt í kúabúskap og einungis með sauðfé. „Við höfum verið að fækka og erum nú með rétt um 500 fjár,“ segir Sigríður, sem vinnur auk þess á Ísafirði eins og algengt er með fólk í sveitinni í Önundarfirði. Þar sem áður var hnignun er nú slegist um húsnæði Hún sagði að þrátt fyrir að búskapur hafi dregist saman á svæðinu þá hafi verið að skapast skemmtileg þróun í byggðinni. Fyrir nokkrum árum, þegar samdrátturinn fór að verða áberandi, fóru að slokkna ljósin á einum bænum af öðrum í sveitinni. Þá hafi þau sem eftir voru farið að óttast um framtíð byggðarinnar. Nú hafi orðið umbylting í þeim efnum. „Þegar fólk fór að uppgötva hvað var notalegt að búa í sveit, þótt það stundaði vinnu annars staðar, þá fór líf aftur að færast í byggðina. Það er líka stutt héðan á Ísafjörð. Nú er slegist um öll íbúðarhús sem losna í sveitinni. Fólk er farið að átta sig á hvað það er gott að búa aðeins fjær skarkalanum en samt tekur ekki nema korter eða tuttugu mínútur að keyra í vinnuna,“ segir Sigríður. Brottfluttir farnir að sækja aftur á heimaslóðir Töluvert er um að brottfluttir Vest­ firðingar hafi verið að sækja á heima slóðirnar aftur og þar hjálpar netvæðingin mjög til. Stunda þeir nú margir vinnu sína í gegnum tölvur í gegnum ljósleiðaratengingu við um­ heiminn. Helstu kostirnir sem fólk virðist vera að sækja í er kyrrðin, notalegt umhverfi til að ala upp börn og mun ódýrara húsnæði en mögu­ legt er að fá á höfuðborgarsvæðinu. Meðal brottfluttra sem komið hafa aftur er tengdadóttir og sonur Kirkjubólshjóna, þau Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir og Eyþór Guðmundsson, sem fluttu árið 2018 með þrjú börn frá Danmörku eftir 11 ára búsetu þar. Hún er kennari að mennt og starfar á Flateyri og hann er verkfræðingur og starfar hjá Ísafjarðarbæ. Gátu þau ekki hugsað sér að eyða kröftum og tíma í að leigja rándýrt húsnæði í Reykjavík. Búa þau nú í annarri af tveim íbúð­ um sem eru á Kirkjubóli og börnin þrjú sækja skóla á Ísafirði. Farið að skorta íbúðarhúsnæði Á Ísafirði og nágrannabæjum hefur verið lífleg íbúðasala á undan­ förnum árum og misserum og er þar nú frekar húsnæðisskortur en hitt. Hefur byggingariðnaður því verið að lifna við á ný eftir langvarandi stöðnun. Segir Sigríður að mjög mikill og flottur uppgangur sé nú á Ísafirði. /HKr. TÆKNI&VÍSINDI Prentmiðlar geta verið til margra hluta nytsamlegir: Þriggja ára drengur á Flateyri klippir út eigin sauðfjárstofn úr Bændablaðinu LÍF&STARF Víkingur Dante Bernharðsson, þriggja ára drengur á Flateyri, er sannkallaður listamaður í að klippa út sauðfé og önnur dýr í Bændablaðinu með skærunum hennar ömmu. Hefst hann strax handa loksins þegar afi er búinn að lesa blaðið. Myndir / SM Hér má sjá þrjár kindur og geit sem er hluti af bústofni Víkings. Ungi bóndinn er greinilega líka farinn að hugsa um að taka sér frí frá bú- störfunum og kynna sér erlendar borgir næsta vor ef marka má aug- lýsinguna sem hann hefur klippt út frá Úrval Útsýn. Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnaði 50 ára starfsafmæli sínu fyrir skömmu, en frumkvæði að stofnun hans síðla árs 1969 má rekja til Steingríms Sigfússonar, sem ættaður var frá Kolbeinsá í Hrútafirði. Hann kom á árinu 1968 á heimaslóðir til að æfa bændakór sem koma átti fram á bændahátíð í Víðihlíð og æfði að auki kvennakór meðan á dvölinni stóð. Vakti Steingrímur athygli á því hversu mikið væri af hæfileikaríku tónlistarfólki í héraðinu, en sárlega vantaði tónlistarskóla. Ingibjörg Pálsdóttir á Hvammstanga fór á stúfana, en hjá henni og eigin­ manni hennar, Sigurði Pálssyni, bjó Steingrímur og fékk hún til liðs við sig oddvita sveitarfélaga í sýslunni sem sameinuðust um stofnun tónlist­ arskóla. Barðist Ingibjörg fyrir því að skólinn eignaðist eigið húsnæði. Sveitarfélögin keyptu húsið Sólland árið 1984 og hefur það hýst starfsemi síðan þá. Nú hillir undir breytingar því að tveimur árum liðnum flytur tónlistarskólinn í nýja viðbyggingu við Grunnskóla Húnaþings vestra og kemst þá loks í sérhannað húsnæði sem lagað er að þörfum skólans. Metnaðarfull dagskrá Á afmælishátíðinni komu fram margir af fyrrverandi og núverandi nemendum skólans svo úr varð fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá sem gestir nutu. Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur­Húnavatnssýslu færði Foreldra­ og vinafélagi tón­ listarskólans rausnarlega gjöf til hljóðfærakaupa. Þá fengu systurnar Ólöf og Ingibjörg Pálsdætur þakk­ lætisvott fyrir sitt framlag til skól­ ans. Elínborg Sigurgeirsdóttir, sem starfaði í tónlistarskólanum um 35 ára skeið, fékk einnig virðingar­ vott fyrir sitt mikla og óeigingjarna framlag, en hún var alla tíð dríf­ andi og hvetjandi í störfum sínum. Fjölmargir tónlistartengdir við­ burðir hafa blómstrað undir hennar leiðsögn. Börn frá þriggja ára aldri og upp úr geta sótt tónlistarkennslu í Tónlistarskóla Húnaþings vestra. /MÞÞ Tónlistarskóli Húnaþings vestra 50 ára: Flytur í sérhannað húsnæði eftir 2 ár Elínborg Sigurgeirsdóttir, fráfarandi skólastjóri, og Ólöf Pálsdóttir. Myndir / Húnaþing vestra Nemendur í tónlistarskólanum komu fram á afmælishátíðinni. Talið frá vinstri: Freyja Lubina Friðriksdóttir, Ína Rakel Baldursdóttir, Marteinn Breki Reimarsson og Guðmundur Grétar Magnússon. Júlíus og Þorsteinn Róbertssynir frá Hvalshöfða. Louise Price, skólastjóri Tónlistarskóla HV.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.