Bændablaðið - 05.12.2019, Page 24

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201924 LÍF&STARF „Það hefur orðið algjör sprenging í hvalaskoðun hér hjá okkur síð- ustu ár, mikil fjölgun, og það er afar ánægjulegt,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri hjá Whales hvalaskoðun á Hauganesi, sem er elsta hvalaskoðunarfyr- irtæki landsins. Skipulagðar hvalaskoðunarferðir hófust frá Hauganesi árið 1993. Fáum árum fyrr, eða árið 1989, fyrir sléttum 30 árum, hófu eigend- ur Whales að bjóða upp á ferðir á sjóstöng frá Hauganesi, en þær lögðu grunninn að því sem síðar varð. Eigendur félagsins eru nokkrir heimamenn á Hauganesi. Hvalaskoðun tók við af sjóstöng Aðalsteinn segir að sjóstöngin hafi verið vinsæl og að á þeim tíma hafi hrefnur og hnísur verið mjög áberandi á því svæði sem siglt var um. Þær hafi vakið verðskuldaða eftirtekt og á stundum hafi ferða- langar sýnt þeim meiri áhuga en sjóstönginni. „Þessi mikli áhugi gestanna á að horfa á hvalina leika listir sínar í námunda við bátana varð til þess að menn fóru að velta fyrir sér hvort grundvöllur væri fyrir því að bjóða upp á þannig ferðir, sleppa sjóstönginni og skoða bara hvalina. Það varð úr að ferðir af því tagi voru boðnar ferðalöngum fyrst árið 1993 og sýndi sig fljótt að fyrir því var grundvöllur,“ segir hann. „Eftirspurn var fyrir hendi og hefur aukist eftir því sem árin líða.“ Whales gerir út tvo eikarbáta í hvalaskoðun sinni, Níels Jónsson EA-106 og Whales EA-200, báðir klassískir íslenskir eikarbátar sem þykja stöðugir og þægilegir. Níels Jónsson er 30 tonna bátur, smíðað- ur árið 1974, en Whales er nokkru eldri, smíðaður 1954 og hann er 50 tonn að stærð. Allar ferðir kolefnisjafnaðar „Í fyrrasumar sáum við hvali í öllum okkar ferðum, hnúfubaka, hrefnur, hnísur, háhyrninga og steypireiðar. Og það er frekar fágætt að hvalirnir voru að meðaltali í um 18 mínútna fjarlægð frá Hauganesi, héðan er því afar stutt að fara til að skoða hvali og gestir okkar kunna svo sannarlega vel að meta það að svo stutt þurfi að sigla til að berja þessar tignarlegu skepnur augum,“ segir Aðalsteinn. Hann bætir við að bátarnir séu stöð- ugir og að ekki þurfi að sigla út á ballarhaf til að sjá hvali, þeir eru innan fjarðar og því afar sjaldgæft að fólk finni fyrir sjóveiki. Það skýri ef til vill að hluta til vinsældir þess að fara í hvalaskoðun frá Hauganesi. Allar ferðir Whales á Hauganesi eru kolefnisjafnaðar, fyrirtækið gróðursetur tré fyrir hverja ferð til að vega upp á móti kolefnisút- blæstri ferðarinnar, en Aðalsteinn segir að auk þess sé öll olía sem notuð er blönduð með líf- dísil. Föst hádegisferð alla daga í vetur „Það hefur verið vaxandi aðsókn hjá okkur með árunum og nú í vetur ætlum við í því ljósi að bjóða upp á eina fasta ferð kl. 12 á hádegi á hverjum degi og munum meta hvernig til tekst þegar á það fyrirkomulag er komin einhver reynsla,“ segir hann. „Þessar föstu hádegisferðir okkar fara vel af stað og virðist henta þeim gestum sem dvelja á svæðinu vel. Margir þeirra gista ýmist á Akureyri, Siglufirði eða nærsveitum og eru um það bil hálf- tíma að skjótast frá þeim stöðum og á Hauganes. Ástæðan fyrir þessari tímasetningu er þó kannski fyrst og fremst sú að við erum að kreista eins mikið úr þeirri litlu birtu sem við höfum hér yfir myrkasta skamm- degið í vetur.“ Um 25 þúsund ferðamenn koma við á Hauganesi í ár Hann bendir á að Hauganes sé vel staðsett, stutt sé fyrir gesti að koma bæði frá Akureyri og Siglufirði, en á báðum stöðum sé gjarnan mikið um ferðamenn. Þá eru hvala- skoðunarferðir einnig vinsælar meðal starfsmanna- og vinahópa af ýmsu tagi og tilvaldar til að gera sér daga- mun. Aðalsteinn segir að umgjörðin á Hauganesi hafi tekið miklum breytingum hin síðari ár, mun fleiri leggi þangað leið sína en áður var. Um 100 manns búa í þorpinu en gera megi ráð fyrir að um 25 þús- und ferðamenn leggi þangað leið sína nú í ár. Ferðaþjónustan hafi að hluta til tekið við af sjávarútvegi sem í eina tíð var aðalatvinnuvegur íbúanna. Skipti þar verulegu máli sú uppbygging sem verið hefur undan- farin misseri í Sandvíkurfjöru þar sem gestum býðst að baða sig í heit- um pottum og þá er rekin vinsæll veitingastaður á Hauganesi og eins er þar gott tjaldsvæði. „Það hefur verið vaxandi ásókn hjá okkur, eiginlega algjör sprenging,“ segir Aðalsteinn. Árið 2015 fóru um 4 þúsund manns í hvalaskoðun með fyrirtækinu, en þeir voru 17 þúsund í fyrra. Hann telur að þeir verði jafnvel fleiri nú í ár. „Mér sýnist allt stefna í að við toppum fyrra ár,“ segir hann. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Elsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins er á Hauganesi: Algjör sprenging í aðsókn – Sáu hvali í öllum ferðum í fyrrasumar Whales á Hauganesi er elsta hvalaskoðunarfyrirtæki á landinu, en starfsemin hófst árið 1993. Áður hafði verið boðið upp á sjóstöng. Umgjörðin á Hauganesi hefur tekið miklum breytingum hin síðari ár. Um 100 manns búa í þorpinu en um 25 þúsund ferðamenn leggja þangað leið sína nú í ár. Myndir / MÞÞ Algjör sprenging hefur orðið í hvalaskoðun hjá Whales á Hauganesi, gestir voru um 4 þúsund árið 2015 en 17 þúsund í fyrra og stefnir í að sú tala verði toppuð í ár. Whales gerir út tvo eikarbáta í hvalaskoðun sinni, Whales EA og Níels Jónsson EA. Allar ferðir Whales á Hauganesi eru kolefnisjafnaðar, fyrirtækið gróðursetur tré fyrir hverja ferð til að vega upp á móti kolefnisútblæstri ferðarinnar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.