Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201928 „Fundurinn var góður og gagnlegur, það var vel mætt og umræður voru málefna- legar. Almennt held ég að fólki hafi farið heim með bjartsýni í brjósti og vongott um að eitt- hvað jákvætt muni koma út úr þessu starfi,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri í verkefninu Betri Bakkafjörður, sem er eitt af þeim verkefn- um sem ganga undir vinnu- heitinu Brothættar byggðar hjá Byggðastofnun. Meginmarkmið þessa verkefnis er að stöðva við- varandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og sveitum landsins. Sjónum er beint að því að hvert og eitt byggðarlag innan þessa verkefnis nýti sín eigin sóknarfæri og þau sem byggja á þeirra sérstöðu. Staðan á verkefninu var tekin á íbúafundi í byrjun nóvember. Lögð var fram skýrsla, Betri Bakkafjörður, Framtíðarsýn og markmið. „Við erum stolt af þeirri vinnu sem fram hefur farið og væntum þess að ná árangri í baráttu okkar fyrir þetta byggðarlag, sem svo sannarlega hefur gengið í gegnum erfiðleika undanfarin misseri. Við leggjum fram þessa verk­ efnaáætlun, erum með 24 skilgreind verkefni og fleiri bættust við frá fundarmönnum. Næsta skref er að auglýsa eftir styrkjum til að koma fyrstu verkefnunum í gang og sú vinna er nú í gangi,“ segir Ólafur Áki, en hann kom til starfa 1. júní síðastliðinn. Verkefnið er til 5 ára, en gert er ráð fyrir endurskoðun þess að tveimur árum liðnum. Takist hafi að stöðva hnignun Í þeirri framtíðarsýn sem menn sjá fyrir sér og miða við árið 2025 er gert ráð fyrir að tekist hafi að stöðva hnignun undangenginna ára og staða samfélagsins sé sterkari en nú, m.a. með því að tryggja stöðugleika í sjávarútvegi, með fjarvinnslu og störfum án stað­ setningar þar sem markviss stuðn­ ingur stjórnvalda kemur til. Eins sjá menn fyrir sér að hefðbundinn búskapur sé stundaður á jörðum í samfélaginu, m.a. með nýsköpun og nytjaskógrækt. „Það er einnig lögð á það áhersla að ferðaþjón­ ustunni hafi vaxið fiskur um hrygg og að íbúum lánist að laða til sín störf í nýsköpun og nýjum greinum eins og náttúrurannsóknum,“ segir Ólafur Áki. Og bætir við að tæki­ færi séu sannarlega fyrir hendi til að efla atvinnulíf og í þeirri vinnu sem fram undan er við að efla sam­ félagið verði áhersla lögð á þau. Í skýrslunni sem nú liggur fyrir er gengið úr frá fjórum megin­ markmiðum, fyrsta skrefið sé að byggja upp sterka samfélagsinn­ viði og þar þurfi m.a. að horfa til skólahalds, leita nýrra leiða til að koma þeim málum í viðunandi far­ veg. Þá þarf að byggja upp öflugt atvinnulíf á svæðinu þar sem sér­ tækur byggðakvóti gæti komið til sögunnar sem og fjarvinnslustörf og störf í ferðaþjónustu. Þá þurfi að vinna að því að gera ímynd Bakkafjarðar aðlaðandi auk þess að leggja drög að skapandi mannlífi á svæðinu. Mannlífið byggðist á fiskveiðum og vinnslu sjávarfangs Ólafur Áki segir að lífið á Bakkafirði hafi frá fyrstu tíð að mestu snúist um fiskveiðar og vinnslu sjávarfangs, það sé sá grunnur sem mannlífið í plássinu hafi byggt á um ára­ raðir. Áfall varð fyrir samfélagið í Bakkafirði á vordögum þegar Toppfiskur, sem verið hafði stóri atvinnurekandinn á svæðinu, varð gjaldþrota. Það fyrirtæki tók til starfa á Bakkafirði snemma árs 2008 og tók þá við keflinu af Gunnólfi sem áður hafði skipað þann sess. Örlög þess félags voru líkt og Toppfisks að sigla í strand. Nokkurn veginn sama staða hefur því verið uppi í samfélaginu á Bakkafirði og var fyrir rúmum áratug. Íslandsbanki leysti eignir Toppfisks til sín en aðilar sem tengjast byggðarlaginu hafa nú keypt húsin. Enn liggur ekki fyrir hvaða starfsemi verður í þeim en hann telur líklegt að hluti húsanna verði nýttur undir vinnslu sjávarafurða. Stutt að róa út á gjöful fiskimið Ólafur Áki segir það vissulega hafa verið þung raun fyrir byggðarlagið að missa aðalatvinnurekenda staðar­ ins úr rekstri og ekki önnur störf tiltæk fyrir það fólk sem missti at­ vinnu sína. „Þetta var ansi stór biti fyrir byggðarlagið,“ segir hann. Enn er nokkur fjöldi minni báta gerður út frá Bakkafirði og segir Ólafur Áki kjörið frá náttúrunnar hendi að gera út smábáta frá staðnum, stutt sé að róa út á gjöful fiskimið. Strandveiðitímabilið er yfirleitt líf­ legt á Bakkafirði og eins gera menn þaðan út á grásleppu. Afli er seldur á fiskmarkaði. „Það hafa verið og eru miklar breytingar í sjávarútvegi, nú er stað­ an þannig að það eru stóru fyrir­ tækin sem eru alls ráðandi og harla fá smærri félög eftir. Sjávarútvegur byggir orðið svo mikið á hátækni sem krefst þess að félögin hafi tölu­ verða burði og séu stöndug til að geta fylgst með þeirri öru þróun sem er í greininni. Það er ekki á allra færi og því heltast minni fyrirtækin gjarnan úr lestinni, þau standa einfaldlega ekki undir þeim fjárfestingum sem nauðsynlegar eru til að fyrirtæki geti starfað í takt við nútíma kröfur,“ segir Ólafur Áki. „Þetta er fallegur staður og gott samfélag, sem á að hafa burði til að vaxa og dafna. Líkt og víða annars staðar hefur viðvarandi fólksfækk­ un verið hér á svæðinu og íbúar Bakkafjarðar eru vel innan við 100. Þetta verkefni sem við nú erum að ýta úr vör hefur það að markmiði að snúa þeirri þróun við sem kostur er,“ segir Ólafur Áki. Vilja byggja upp veitinga-, pöntunar- og gistiþjónustu Íbúar á Bakkafirði hafa sín á milli rætt hugmyndir og tillögur varðandi uppbyggingu og eitt af því sem menn horfa til er að byggja upp veitinga­ og pöntunarþjónustu í verslunarhúsi sem fyrir er á staðnum. Þar horfa menn til þess að hægt verði að koma upp eins konar samfélagsmiðstöð, þar sem fólk getur hist og spjallað. Þá vonast menn einnig til þess að hægt verði að byggja upp gistiþjónusturekstur í skólahúsinu. Samgöngu­ og sveitarstjórnarráðuneyti hefur samþykkt að styrkja þau áform. Ólafur Áki segir að aukin ferðaþjónusta sé eitt þeirra atriða sem heimamenn horfi til, en um sé að ræða stærstu atvinnugrein landsins og margvíslegir möguleikar fyrir hendi á svæðinu umhverfis Bakkafjörð. „Við munum leggja mikla áherslu á þau tækifæri, fram til þessa hefur ferðaþjónusta ekki verið stór hluti af atvinnulífinu á svæðinu en við teljum okkur eiga þar heilmikið inni,“ segir hann. Ljósleiðari skapar tækifæri Fyrri í haust var hafist handa við að leggja ljósleiðara í Bakkafirði og var þátttaka íbúa góð, um 30 hús í þorp­ inu og 8 í sveitinni tóku ljósleiðara inn í sínar fasteignir. Ólafur Áki segir það miklu skipta að fá ljósleiðara og í því felist tækifæri til framtíðar. „Menn eru sem betur fer að vakna við það að það þarf ekki endilega að koma öllum fyrir í húsi í 101. Mörg störf eru þess eðlis að hægt er að vinna þau hvar sem er ef góðar tengingar eru fyrir hendi. Það má því setja spurningarmerki við þær fyrirætlanir að nota umtalsverða fjár­ muni, fleiri milljarða, í það verkefni að koma fólki akandi á einkabílum úr úthverfum höfuðborgarinnar og niður í miðborgina,“ segir Ólafur Áki. Æ fleiri vilji komast út úr hr­ ingiðunni, í meiri kyrrð og næði og hafa þannig meiri tíma fyrir sig og fjölskyldu sína. Ýmislegt þarf þó að vera fyrir hendi segir hann til að fólk vilji flytja búferlum frá t.d. höfuðborg og í dreifbýli. „Innviðir eins og leik­ og grunnskóli þarf að vera til staðar, fólk vill hafa verslun í sínu byggðarlagi og yngri kynslóðin vill eiga þess kost að fara út, t.d. á kaffihús. Fólk leggur líka mikla áherslu á að samgöngur séu góðar. Þetta og fleira til þarf að koma til svo hægt sé að selja fólki þá hugmynd að gott sé að búa á stað eins og Bakkafirði,“ segir Ólafur Áki. BYGGÐAMÁL&FRAMTÍÐARSÝN Betri Bakkafjörður hluti af verkefninu Brothættar byggðir hjá Byggðastofnun: Væntum þess að ná árangri í baráttu okkar fyrir þetta byggðarlag – segir Ólafur Áki Ragnarsson verkefnastjóri eftir vel heppnaðan íbúafund Ferðaþjónusta hefur ekki verið fyrirferðarmikil á svæðinu umhverfis Bakkafjörð og telur Ólafur að svæðið eigi heilmikið inni í þeim efnum. Í þeirri framtíðarsýn sem menn sjá fyrir sér og miða við árið 2025 er gert ráð fyrir að tekist hafi að stöðva hnignun undangenginna ára og staða samfélagsins sé sterkari en nú, m.a. með því að tryggja stöðugleika í sjávarútvegi, með fjarvinnslu og störfum án staðsetningar þar sem markviss stuðningur stjórnvalda kemur til. Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri verkefnisins Betri Bakkafjörður. Sjávarútvegur hefur frá fyrstu tíð verið helsti atvinnuvegurinn á Bakkafirði. Ekki blæs nægilega byrlega fyrir honum um þessar mundir en nokkrir bátar eru þó gerðir út þaðan og iðulega líflegt í kringum grásleppu- og strandveiðar. Á myndinni sést yfir nýju smábátahöfnina sem er skammt innan við þorpið. Mynd / HKr. Gamla höfnin á Bakkafirði. Þar er ekki mikið skjól þegar hvessir og sjór gerist úfinn. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.