Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 40

Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201940 Fátt er skemmtilegra en að hoss- ast í opnum og vel styrktum Land Rover um gresjur dýraverndar- svæða og skoða ljón, fíla, gíraffa og fleiri dýr í návígi. Reynsla af þessu tagi er ný fyrir mig því fram til þessa hef ég lagt áherslu á að heimsækja grasagarða en haft lítinn smekk fyrir dýragörðum. Á verndarsvæðum fyrir villt dýr fá dýrin að ganga frjáls innan girðinga verndarsvæðisins. Í Suður- Afríku er að finna mörg slík svæði sem bæði eru í einkaeigu eða rekin af hinu opinbera og kallast þá þjóð- garðar. Stærst þessara verndarsvæða er Kruger-þjóðgarðurinn. Að þessu sinni voru heimsótt þrjú minni dýraverndarsvæði sem öll bjóða upp á ólíka reynslu. Tvö þeirra eru í einkaeigu Garden Rout Game Lodge og Scholtía Safaris, en eitt er rekið fyrir opinbert fé, Addo Elephant National Park. Ólíkar áherslur Af einkagörðunum bauð Garden Rout Game Lodge upp á mest þægindi og þar mátti auk þess sjá blettatígur. Scholtía Safaris var aftur á móti að mínu mati skemmtilegri upplifun. Eins og nafnið gefur til kynna er Addo-þjóðgarðurinn upp- haflega hugsaður sem verndarsvæði fyrir fíla en í dag er þar að finna fjölda annarra dýra. Hin fimm stóru Í Afríku er iðulega talað um hin fimm stóru dýr. Ólíkt því sem ég hélt er ekki átt við stærð dýranna og gíraffar því ekki taldir með. Skilgreining hinna fimm stóru kemur úr máli skotveiðimanna og þar er átt við þau fimm dýr sem hættulegast er talið að veiða; ljón, hlébarðar, nashyrningar, fílar og buffalóar. Öll þessi dýr geta hæglega drepið menn, hvort sem er sem bráð eða ef dýrunum finnst þeim ógnað. Við sem fórum saman í ferðina vorum því vöruð við að sýna óþarfa snöggar hreyfingar og hvað þá að fara út úr bílum meðan á safaríferðunum stóð. Satt best að segja kom mér á óvart hversu nálægt dýrunum við gátum farið en að sögn landvarðanna sem stjórnuðu safaríinu eru dýrin orðin vön bílunum og vita að af þeim stafar ekki ógn og láta þá yfirleitt afskiptalausa. Helst eru það gamlir fílstarfar og nashyrningar sem láta til sín taka og fyrir kemur að þeir reyni að ráðast á bílana. Af saklausari dýrum og ekki saklausum dýrum sem sáust í skoðunarferðunum má nefna anti- lópur, vörtusvín, strúta, stökkhafur, krókódíla, gný og gíraffa auk fjölda fuglategunda. Fimm ára þurrkur Landslagið og gróðurinn á öllum verndarsvæðunum bar þess merki að stór svæði í Suður-Afríku hafa mátt þola þurrka undanfarin fimm ár. Ástandið í landinu er þannig að alls staðar er fólk beðið um að spara vatn og á köflum milli úrkomu þarf að færa dýrunum á sumum verndar- svæðunum vatn á tankbílum en á öðrum hefur verið borað eftir vatni og því dælt upp djúpt úr jörðu. Gróðurinn ber þess greinileg merki að úrkoma er ekki næg. Grasið er víða sölnað og helst próterur, akasíur og þyrnililjur eða aloa-tegundir með djúpar rætur sem standa upp úr þótt margar þeirra séu skrælnaðar af þurrki. Innfluttir fíkjukaktusar þola þurrkinn vel og fjölga sér hratt á verndarsvæðunum og er víðast litið á þá sem ágenga tegund sem reynt er að halda í skefj- um. Dag- og nætursafarí Þrátt fyrir að upplifunin í görðunum hafi verið ólík var þema þeirra það sama, eða safaríferð þar sem ekið er um og leituð uppi þau dýr sem hvert verndarsvæði hefur upp á að bjóða. Á báðum einkasvæðunum var boðið upp á morgun- og næturferðir þar sem ólík dýr eru á ferð á ólíkum tímum. Fyrstu dýrin sem fyrir augu bar í þessum safaríferðum voru flóð- hestar marandi upp að haus í vatni og skömmu síðar hvítir nashyrningar. Litlum sögum fer af flóðhestunum í þeirri ferð en hvítir nashyrningar sem sáust eru ótrúleg dýr að sjá í sínu náttúrulega umhverfi þar sem þeir reika um gresjurnar og bíta gras. Þeir eru, eins og flest dýrin sem maður hefur séð í venjulegu sjónvarpi, stærri en maður ímyndar sér og geta karldýrin vegið allt að 2,3 tonn en kvendýrin eru minni og vega tæp tvö tonn. Nashyrningar eru með Á VILLIDÝRASLÓÐUM gini ljónsins Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Ljón eru letidýr. Myndir / Vilmundur Hansen Ljónynja með bráð. Blettatígurslæða með unga. Satt besta að segja finnur maður fyrir styrk fullorðins fílstarfs þegar hann gengur í áttina að manni. Fílafjölskylda, tarfur, kýr og kálfur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.