Bændablaðið - 05.12.2019, Page 42

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201942 HROSS&HESTAMENNSKA „Gleði og glaumur hefur fylgt starfinu í öll þessi ár“ Hestamannafélagið Sleipnir var stofnað 9. júní 1929 en á því ári var mikil gróska í Árnessýslu, Flóaáveitan var sett af stað og Mjólkurbú Flóamanna var stofn- að. Allt þetta hefur eflaust haft áhrif á samtakamátt samfélagsins á þeim tíma. Hestamannafélagið var hugs- að sem sýslufélag, sem sagt fyrir alla Árnessýslu. Það voru bændur í Hraungerðis- og Villingaholtshreppi sem stóðu að stofnuninni. Markmið félagsins í dag er að efla áhuga á hestum og hestaíþróttum og jafn- framt að gæta hagsmuna félaga sinna á því sviði og stuðla að réttri og góðri meðferð hesta. Magnús Ólafsson er formaður Sleipnis. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðsins í til- efni af 90 ár afmælinu. – Fyrstu árin, hvernig voru þau og hvað var helst verið að gera í félaginu? „Fyrstu árin hélt félagið kapp- reiðar og síðar var farið að fara í skemmtiferðalög og starfsemin þroskaðist til frekari verka, svo sem skrautreiða, sem Sleipnir var fyrsta hestamannafélagið til að koma af stað. Formaður Sleipnis ritaði bréf til formanns Fáks 1940 þar sem þess er farið á leit að hestamanna- félagið Fákur standi fyrir samkomu á Þingvöllum sumarið 1941. Þetta varð til þess að hestamannafélögin hrinda af stað þeirri hugmynd að mynda Landssamtök hestamanna- félaga, LH. Jafnframt varð Sleipnir til þess að Hrossaræktarsamband Suðurlands var stofnað. Þannig að Sleipnismenn hafa haft mikil áhrif í þessari hreyfingu. Segja má að Sleipnir hafi verið í forystu í þessari hreyfingu til dagsins í dag.“ – Hvernig hefur Sleipnir þróast í gegnum árin og hver er staða félags- ins í dag? „Gleði og glaumur hefur einkennt starfið, vinnusemi félaga allt frá því að kappreiðavöllurinn í Hróarsholti var gerður og til þessa dags að félagsmenn horfa til svæðisins á Brávöllum og Sleipnishallarinnar. Fræðslumálin hafa ætíð skipað drjúgan sess í starfi félagsins og nú er æskulýðsstarf í miklum blóma hjá Sleipni. Starf Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur haft margháttuð áhrif á unga félagsmenn og öll þau fjölmörgu hrossaræktarbú sem eru á Suðurlandi og hafa skapað atvinnu- tækifæri fyrir unga fólkið sem stend- ur í fremstu línu.“ – Hvaðan koma félagsmenn Sleipnis, ykkur hefur fjölgað mikið síðustu árin? „Já, félagssvæði Sleipnis nær yfir Flóann, sem er Árborg og Flóahreppur, sem áður voru margir hreppar og því mikil framsýni stofnenda að hafa svæðið yfir allan Flóann. Okkur hefur fjölgað gríðar- lega síðustu ár. Félagatalið var yfir- leitt um 250 félagar en síðustu 10 árin hefur okkur fjölgað í um 560 félaga sem er tvöföldun og mér reiknast til að vera um 6% allra íbúa á svæðinu sem er mjög hátt hlutfall. Ég þakka það virkum félagsmönn- um sem drífa starfið áfram og þá koma inn margfeldisáhrif þegar vel gengur þá vilja fleiri vera með, þannig styður allt hvað annað,“ segir Magnús. – Aðstaðan á Selfossi sem þið hafið, hvernig er hún og hvernig metur þú hana? „Um síðustu aldamót fékk Sleipnir úthlutað nýju vallarsvæði norðan við núverandi hesthús til að byggja upp nýja og betri vallaraðstöðu. Undirritaður ásamt þáverandi stjórn Sleipnis hannaði vallarsvæðið í sam- ráði við knapa félagsins til að svæðið yrði sem best með tilliti til sýninga. Mönin varð til úr uppgröfnu efni úr grunnum og fráveituskurðum, upp- grafið hraun var notað til að byggja upp hringvelli og skeiðbraut. Síðan var fínna efni keyrt í efri lög vall- anna. Á Brávöllum eru mót félags- ins haldin, við héldum Íslandsmót 2011 og 2016. Við byrjuðum á byggingu Reiðhallar félagsins 2009. Landbúnaðarráðuneytið lagði fram stofnfé, 25 milljónir líkt og gert var annars staðar á landinu. Safnað var framlögum hjá félagsmönnum og bæjarbúum sem gekk vel. Þar var fyrstur að gefa Guðjón í Uppsölum sem gaf 1 milljón og systir hans 200 þúsund. Síðan komu aðrir á eftir.“ Allt unnið í sjálfboðavinnu Magnús segir að öll vinna í kringum Sleipnishöllina hafi verið unnin í sjálfboðavinnu. „Það var ekki greitt fyrir eina ein- ustu vinnustund frá því sökklar voru steyptir upp. Fyrirtæki á svæðinu gáfu þjónustu sína og félagsmenn lögðu til vinnu sína. Með þessum samtakamætti tókst okkur að ljúka verkinu, þó oft hafi blásið á móti og ýmislegt komið upp sem hefði verið gott að sleppa við. Þessi mikla sjálfboðavinna leiddi til þess að við gátum selt auglýsingar á veggi og tíma í reiðhöll sem varð til þess að Sleipnishöllin var orðin skuldlaus árið 2016. Síðan höfum við verið að bæta við höllina að innan og safna í framkvæmdasjóð til að fara í við- bygginguna, sem byrjað var á nú í byrjun október og sökklar verða steyptir í lok þessa mánaðar.“ – Já, talandi um reiðhöllina, hún – segir Magnús Ólafsson, formaður félagsins, sem lætur senn af formennsku eftir 6 ár og 11 ára stjórnarsetu Baðreiðtúr í sjóinn á Stokkseyri á vorin er árlegur viðburður hjá Sleipni. Þar láta menn hestana sundríða og njóta þess að fara með góðum félögum í slíkan túr. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi fagnar 90 ára afmæli: Magnús Ólafsson, formaður Hestamannafélagsins Sleipnis. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikill kraftur er í æskulýðsstarfi Sleipnis þar sem börn og unglingar fara á kostum með góðum leiðbeinendum. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.