Bændablaðið - 05.12.2019, Side 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201944
Umhverfisverðlaun Eyjafjarðar
sveitar voru veitt á dögunum og
að þessu sinni voru tvenn verð
laun veitt, fyrir bújörð og atvinnu
starfsemi annars vegar og íbúðar
hús og nærumhverfi hins vegar.
Umhverfisnefnd fór í vettvangs
ferð um sveitarfélagið og gerði sér
ferð upp að hverju húsi.
Litli Garður – hrossarækt og
tamningastöð hlaut verðlaunin
í flokknum bújörð og atvinnu-
starfsemi. Ábúendur eru Herdís
Ármannsdóttir og Stefán Birgir
Stefánsson. Í umsögn dómnefndar
sem birt er á vef Eyjafjarðarsveitar
segir að falleg ásýnd sé að bænum
þar sem tún og bæjarhús eru afmörk-
uð með trjágóðri. Almenn góð
umgengni er á svæðinu, nýlega
máluð útihús og íbúðarhús í stíl.
Festaklettur hlaut umhverfisverð-
laun í flokki íbúðarhúsa og nærum-
hverfis en þar búa Nína Þórðardóttir
og Tómas Ingi Olrich.
„Reisulegt íbúðarhús með fal-
legri verönd og vel hirtum beðum
í kring. Húsið og nærumhverfi þess
er í skjóli fjölbreytts trjágróðurs,
heimreið afar smekkleg og aðkoma
að húsinu til fyrirmyndar,“ segir í
umsögn um Festaklett. /MÞÞ
MENNTUN&MENNING
Garðyrkjuskólinn að Reykjum 80 ára
Garðyrkjuskólinn að Reykjum í
Ölfusi fagnar 80 ára starfsafmæli
sínu á þessu ári. Það er langur tími
hvort sem það er í lífi einstaklings
eða skóla. Langar mig að minnast
þessara tímamóta hér.
Búnaðarskólinn í Ólafsdal
Fyrst ætla ég þó að skreppa með þig,
lesandi góður, vestur í Dalasýslu í
Ólafsdal í Gilsfirði. Þar stofnaði
Torfi Bjarnason, ásamt eiginkonu
sinni, Guðlaugu Sakaríasdóttur,
fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, árið
1880. Búnaðarskólinn í Ólafsdal
starfaði til ársins 1907 eða í 27 ár.
Saga þessa skóla er mjög merkileg.
Saga áræðni, hugvits og óbilandi
hugsjóna við erfiðar aðstæður.
Fyrsta starfsárið voru teknir inn
sex nemendur í skólann en seinna
voru þeir yfirleitt 12–14 og var
námstíminn tvö ár. Námið var mjög
metnaðarfullt, bæði verklegt og
bóklegt. Lagði Torfi mikla áherslu
á að nemendur hans yrðu góðir
þjóðfélagsþegnar að námi loknu.
Mér er þessi saga kær, því afi
minn var nemandi þar árin 1891-
1893. Hann byrjaði að skrifa dag-
bók þegar hann hóf nám í skólanum
og lýsir skólavist sinni hvern dag
allan námstímann. Þar er einstæð
lýsing á skólastarfinu og daglegu
lífi í Ólafsdal frá sjónarhóli nem-
andans. Hann hélt síðan áfram að
skrifa dagbók allt sitt líf.
Þegar Torfa naut ekki lengur við
vegna heilsubrests, lagðist skólinn
niður. Smátt og smátt fennti yfir
sporin og skólinn gleymdist. Áhrif
hans á samfélagið lifðu hins vegar
áfram, þótt margir geri sér ekki
grein fyrir því í dag hvaðan þau
komu.
Skógræktarmenn ættu að minn-
ast Torfa því ljárinn sem hann hann-
aði og lét framleiða í Skotlandi,
Torfaljárinn, bjargaði sennilega
síðustu skógarleifunum á Íslandi.
Járnið í honum var svo gott að mun
minna þurfti að dengja hann til að
halda biti. Þar með þurfti að fella
færri tré til kolagerðar. Ostagerði
í Dalasýslu væri líklega ekki jafn
gróskuleg og hún er í dag, því í
Ólafsdal var unnið brautryðjenda-
starf í nútímaostagerð og svo mætti
lengi telja.
Það líða síðan um 100 ár þang-
að til langafabörn Torfa stofna
Ólafsdalsfélagið til að endur-
reisa minningu skólans. Nú hefur
Minjavernd tekið við keflinu og
uppbygging hafin af fullum krafti.
Ég segi þessa sögu til að minna
okkur á að tíminn getur verið fljótur
að afmá gott starf frumkvöðlanna úr
huga okkar.
Stofnun Garðyrkjuskóla ríkisins
Færum okkur nú suður yfir heiðar
og hugum að afmælisbarninu.
Garðyrkjuskóli ríkisins tók til starfa
að Reykjum í Ölfusi þann 1. apríl
1939 og var settur formlega sumar-
daginn fyrsta það ár. Sá dagur hefur
æ síðan verið sérstakur hátíðisdagur
á Reykjum. Þá er skólinn opnaður
fyrir almenningi og haldin hátíð.
Þúsundir landsmanna heimsækja
nú skólann ár hvert á þessum degi,
þar sem nemendur kynna nám sitt og
atvinnulífið störfin í faginu.
Mikil samsvörun er milli
Búnaðarskólans í Ólafsdal og
Garðyrkjuskólans. Báðir eru stofn-
aðir vegna þess að knýjandi þörf var
fyrir menntun í þessum greinum.
Landbúnaðurinn að stíga inn í nýja
öld og garðyrkjan á Íslandi að stíga
sín fyrstu skref.
Upp úr aldamótunum 1900
fóru einstaklingar og áhugafélög
að gera ýmsar ræktunartilraunir.
Áhuginn var mikill. Farið var að
huga að möguleikum á nýtingu
hveravatnsins til upphitunar gróð-
urhúsa. Hverirnir höfðu annars
frekar verið litnir hornauga, voru
bara slysagildra fyrir fólk og fénað.
Erlendir garðyrkjumenn, menntaðir
í nágrannalöndum okkar komu til
landsins og sáu þá möguleika sem
heita vatnið gaf. Þeir unnu braut-
ryðjendastarf og Íslendingar lærðu
af þeim.
Næstu áratugina fóru að rísa
garðyrkjustöðvar þar sem heitt vatn
var að fá. Í Mosfellsdal, Ölfusinu,
uppsveitum Árnessýslu, Borgarfirði
og víðar. Þessar stöðvar þurftu á
garðyrkjumenntuðu fólki að halda.
Ríkið hafði keypt svokallaða
Reykjatorfu í Ölfusi og reist þar
berklahæli árið 1931. Um 1934
hefjast umræður um nauðsyn þess
að stofna garðyrkjuskóla á Íslandi.
Berklahælið á Reykjum var aflagt
árið 1938 en þar hafði verið stundað-
ur hefðbundinn búskapur og byggð
upp gróðrarstöð sem nýtt var fyrir
hælið. Árið 1936 eru síðan samþykkt
lög á Alþingi um skólann þar sem
staðsetning hans að Reykjum er
ákveðin. Skólinn skuli vera sjálfstæð
stofnun á ábyrgð ríkisins. Næstu
tvö árin er samin reglugerð þar sem
kveðið er á um kennslutilhögun og
starfshætti. Unnsteinn Ólafsson
var síðan ráðinn fyrsti skólastjóri
Garðyrkjuskóla ríkisins.
Starfsmenntanám í garðyrkju
Fyrstu árin var námið eins hjá
öllum nemendum skólans en
árið 1967 kom skrúðgarðyrkjan
til sögunnar sem sérbraut við
skólann. Síðar bættust við garð-
plöntubraut, blómaskreytingar,
umhverfisbraut og skógræktar-
braut (sem seinna sameinuðust
í braut skógar og náttúru) og á
nýjustu braut skólans er hægt að
læra lífræna ræktun matjurta.
Garðyrkjuskólinn hraðaði
mjög þróun garðyrkjunnar á
Íslandi. Á fyrstu sex starfsárum
skólans útskrifuðust 47 garð-
yrkjufræðingar frá skólanum. Í
dag útskrifast um 30-40 nemend-
ur frá skólanum annað hvert ár.
Ræktunin á Reykjum varð
fljótt gríðarlega fjölbreytt.
Gróðurhúsum fjölgaði og til-
raunir gerðar með ýmsar
tegundir blóma, grænmetis og
ávaxta. Síðar var byggt full-
komið tilraunahús á Reykjum,
með aðkomu garðyrkjubænda
sem studdu við bygginguna með
veglegum hætti, bæði með fjár-
magni og búnaði. Hlutverk þess
er að styðja enn betur við þróun
garðyrkjunnar á Íslandi og hafa
garðyrkjubændur lagt tilraunum
lið með fé og fagþekkingu í gegn-
um árin.
Námið við Garðyrkjuskólann
er skilgreint sem starfsmennta-
nám á framhaldsskólastigi.
Nemendum gefst tækifæri til
að afla sér verklegrar færni og
þekkingar á mismunandi starfs-
vettvangi sem tengist þeirra námi.
Það er grundvöllur samstarfs
skólans við atvinnulífið.
Hlutverk Garðyrkjuskólans við
að mennta hæft starfsfólk hefur
aldrei verið mikilvægara. Á því
byggist meðal annars framtíð
okkar í nýtingu þeirra auðlinda
sem landið býður upp á. Í skólan-
um er mikill mannauður, sem vel
þarf að hlúa að. Þar er fjöreggið.
Látum það ekki gerast að óvarlega
verið farið með það. Munum eftir
skessunum úr þjóðsögunum sem
hentu því á milli sín þar til það
brotnaði.
Sameining í LbhÍ
– hvernig tókst til?
Fyrir 15 árum var Garðyrkjuskólinn
að Reykjum sameinaður inn í
Landbúnaðarháskóla Íslands.
Það reyndist óheillaspor. Starfs-
menntanám og háskóla nám fer
ekki vel saman. Aðvörunarorðum
hagsmunaaðila og velunnara skól-
ans var ekki sinnt.
Sameiningin var skref í þá átt að
leggja starfsmenntanámið niður á
Reykjum og flytja það á Hvanneyri.
Allt í nafni hagræðingar sem enn
hefur ekki verið útskýrð á sann-
færandi hátt. Á þessum 15 árum
sem liðin eru, hefur viðhaldi á
byggingum skólans nánast ekkert
verið sinnt. Starfsfólk og kennarar
hafa hins vegar sýnt með frábæru
skólastarfi að skóli er miklu meira
en þak og veggir.
Garðyrkjuskólinn á Reykjum
þarf á því að halda að vel sé
haldið utan um það starf sem
þar er unnið. Þetta er sérstaklega
mikilvægt í ljósi þeirra gífurlegu
tækifæra sem felast í aukinni
garðyrkju á Íslandi, hvort sem
um er að ræða mótun og fegrun
umhverfis, uppeldi skógarplantna
og garðagróðurs, framleiðslu og
notkun íslenskra blóma eða mat
vælaframleiðslu.
Fljótt fennir í sporin, eins
og saga Ólafsdalsskólans sýnir.
Látum það ekki gerast á Reykjum.
Vernharður Gunnarsson,
formaður Félags garð-
plöntuframleiðenda
Vernharður Gunnarsson. Garðyrkjuskólinn að Reykjum.
LÍF& STARF
Verðlaunahafar umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar 2019, þau Tómas Ingi Olrich og Nína Þórðardóttir, Herdís
Ármannsdóttir og Stefán Birgir Stefánsson standa fremst, en fulltrúar í umhverfisnefnd fyrir aftan.
Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar:
Litli Garður og Festaklettur hlutu viðurkenningu
Bænda
19. desember