Bændablaðið - 05.12.2019, Side 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 45
Ævintýri íslenskra fjárhunda
Skemmtilegar bækur um íslenska fjárhundinn
Hófí og vini hennar.
Fást í öllum helstu bókabúðum landsins
og netverslun www.hofi.is
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
HÁSKÓLINN Á HÓLUM AUGLÝSIR
EFTIRFARANDI HROSS TIL SÖLU
1. Ferna IS2006258309 (BLUP 127 AE: 8.61)
fengin við Apollo frá Haukholtum
2. Rispa frá Hólum IS2013258308 (BLUP 126 AE: 8.50)
Skrifleg tilboð þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi
17. desember nk. Merkt: Háskólinn á Hólum,
Guðmundur Eyþórsson – tilboð í hross.
Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum.
Sjá nánar á holar.is og worldfengur.com.
Frekari upplýsingar hjá sveinn@holar.is.
Tómatatilraun með mismunandi
LED meðferðum er farin af stað
Fullnægjandi leiðbeiningar vegna
vetrarræktunar á tómötum undir
LED topplýsingu og millilýsingu
og HPS lampa með rafeinda-
straumfestu (electronic ballast)
eru ekki til á Íslandi. Þess vegnar
hefur farið af stað tómatatilraun
með mismunandi LED meðferðum
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
á Reykjum í haust 2019 og þessi
tilraun mun standa til vors 2020.
Því ætlum við, sem störfum við
tilraunir, að kynna uppsetningu
tilraunar.
Miðað við fyrri tilraunir var
ákveðið að að skipta út gömlu HPS
lömpunum með vírundinstraum-
festu (electromagnetic ballast)
út fyrir nýja HPS lampa með raf-
eindastraumfestu (electronic ball-
ast, mynd 1). Með þessum lömpum
er samkvæmt framleiðenda hægt
að spara rafmagn. Miðað við það
sjónarmið að raforkukostnaður er
stór þáttur í rekstrarkostnaði hjá
garðyrkjubændum og niðurgreiðslu-
hlutfall fer lækkandi gæti það verið
mjög mikilvægt fyrir þá garðyrkju-
bændur sem eru að hugsa aðeins um
HPS ljós en ekki LED ljós og þurfa
að endurnýja ljósabúnað að skoða
þennan möguleika.
Eins og í fyrri LED tilraunum
með jarðarber er einn ræktunar-
klefi með háþrýsti-natríumlömpum
(HPS ljós sem viðmið, mynd 1) og
einn með LED ljós (mynd 2) með
hagkvæmari orkunýtingu og orku-
sparnað í huga. Í báðum klefum er þá
ljósið fyrir ofan laufþekju sem topp-
lýsing. En þessi meðferð felur í sér
að blöð sem eru neðar fá takmarkað
ljós. Þar sem það er þekkt að neðri
blöðin geta líka aðlagast á mjög virk-
an hátt, bendir það til að betri nýting
geti orðið með því að nota millilýs-
ingu (lampar milli plönturaða) í við-
bót við topplýsingu. Þess vegna var
tveimur klefum bætt við með LED
millilýsingu. Einn klefi er með HPS
topplýsingu og LED millilýsingu
(mynd 3). Og í hinum klefanum er
Hybrid topplýsing (blandað HPS +
LED topplýsingu) með LED milli-
lýsingu (mynd 4).
Markmið tilraunarinnar er að
rannsaka áhrif LED topplýsingar og
LED millilýsingar á vöxt, uppskeru
og gæði gróðurhúsatómata og hvort
það væri hagkvæmt. Verkefnisstjóri
er Christina Stadler og Börkur
Halldór Bl Hrafnkelsson og Elías
Óskarsson hafa daglega umsjón með
tilrauninni. Helgi Jóhannesson hjá
RML sér um ráðgjöf á meðan að
tilraun stendur. Verkefnið er unnið
í samstarfi við tómatabændur og
var þeim boðið í heimsókn í byrjun
tilraunar. Fleiri heimsóknir verða á
dagskrá og með því verður þekk-
ingar við lýsingu aflað og miðlað.
Tilraun er styrkt af Framleiðnisjóði
landbúnaðarins, Þróunarsjóði garð-
yrkjunnar og Samtök sunnlenskra
sveitarfélaga. LED topplýsing
og LED millilýsing var útvegað
að kostnaðarlausu af fyrirtækinu
Signify (áður Philips) sem er líka
ráðgefandi varðandi LED lýsingu í
þessari tilraun.
Tilraunin hefur núna staðið í um
tvo mánuði og fyrstu niðurstöður
gefa til kynna að vöxtur milli klef-
anna er mjög mismunandi. Fyrsta
uppskera er fljótlega væntanleg.
Í lok tilraunar verða niðurstöður
kynntar í Bændablaðinu.
Christina Stadler,
Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson
og Elías Óskarsson,
Landbúnaðarháskóla Íslands,
Reykjum, 810 Hveragerði
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS
Mynd 1: HPS lampar með rafeinda-
straumfestu fyrir ofan tómataplöntur.
Mynd 2: LED lampar fyrir ofan
tómataplöntur.
Mynd 3: HPS topplýsing og LED
millilýsing hjá tómataplöntum.
Mynd 4: Hybrid topplýsing
(HPS+LED) og LED millilýsing hjá
tómataplöntum.
Led húsnúmer
Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum
· Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli
Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer
Einnig hægt að hringa í sími 775 6080
· Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni
· Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli
· Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer
Led húsnúmerinn er einnig hægt að
skoða og versla hjá Skómeistaranum í Smáralind