Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201952 GRÓÐUR&DÝRALÍF Í FRAMANDI LÖNDUM Ungur rakst ég á „Ömmu Dreka“ í sögu Guðrúnar Helgadóttur „Jón Oddur og Jón Bjarni“. Líklega var það með fyrstu drekum sem ég rakst á um ævina. En haustið 2015 var ég svo heppinn að heim- sækja grasagarð í Singapúr, hvar ég óvænt rakst á myndarlegasta dreka! Ásamt gróðri má nefnilega finna þar ágætasta samansafn dýra (þ.m.t. skordýra) en þó átti ég ekki von á að rekast þar á dreka! Sérlega fal- legar drekaflugur voru þarna víða, en nei, drekinn sem ég rakst á var sem betur fer ekki fljúgandi. Lúpínan borgar flugið Ferðin til Singapúr er auðvitað heldur lengra ferðalag en að skjótast til Egilsstaða eða Kaupmannahafnar og þeir eru ekkert mjög margir dagarnir sem maður getur eytt í Singapúr þar til manni fer að leið- ast. Við hins vegar vorum í minni- háttar Asíureisu og því tilvalið að líta þarna við og mæli ég einmitt helst með sambærilegri heimsókn, sé fólk á þessum slóðum, eða ef millilent er í Singapúr. Svona langt flug kostar auðvitað bæði tíma og peninga, en nútildags er það einnig líklegt til að toga aðeins í samvisku þeirra sem fylgjast náið með sínu kolefnisbókhaldi. Fljótt á litið sýnist mér flug fram og til baka þurfa í kringum 30 tré til að jafna þetta út. Núorðið vitum við að lúpína á Suðurlandi bindur meira en birkiskógur af sömu stærð á sama svæði, en bindingin þó til skemmri tíma. Ef þið komist ekki í gróðursetningu trjáplantna strax, þá er auðvitað hægt að sá bara dug- lega af lúpínu í millitíðinni. Frekar óumdeild planta sem fellur aldrei í grýttan jarðveg nema þá helst til að vaxa þar. Framandi gróður og skordýr í fuglastærð Ýmislegt áhugavert og fallegt var þarna að finna, nefna mætti til dæmis samansafn plantna af for- sögulegum ættum, raðað skemmti- lega upp ásamt viðeigandi lista- verkum til að kenna gestum lítillega um þróun plantna. Sérstakt svæði er tileinkað plöntum af engifer og nærliggjandi ættum (Zingiberales) og elsti hluti garðsins þekur svo nokkra hektara af framandi regn- skógi. Eini hluti garðsins sem rukkað er aðgangsgjald fyrir er svæðið sem hýsir heimsins stærsta safn orkídea. Eins og ætla mætti útfrá land- fræðilegri legu voru plönturnar almennt meira í trópíska kantinum, miðað við það sem maður er vanur og margt þarna sem maður sér ekki oft utan gróðurhúsa. Skordýralífið hér var líka alveg gríðarlega áhuga- vert, en um leið kannski ekki besti staðurinn fyrir pöddufælna. Risavaxnar vespur sem voru jafnt þær langstærstu sem og hávær- ustu sem ég man eftir að hafa rekist á sveimuðu þarna um og flugu oft það nálægt að manni stóð ekki á sama. Sem betur fer sá maður fljótt að þær höfðu alls engan áhuga á manni. Þó stoltið væri óneitanlega sært, gat maður þá varpað öndinni léttar og fylgst aðeins með þeim. Lætin í vespunum bliknuðu þó í samanburði við suðið úr tifum (cicadas). Þær voru þarna í miklum fjölda á trjánum og þó maður sæi þær nú sjaldnast, þá létu þær heldur betur vita af sér. Í miðri náttúrunni voru lætin eins og maður væri á stóru byggingarsvæði í miðri stór- borg á háannatíma. Á þeim tíma hafði maður vart kynnst öðru eins og ætlaði varla að trúa því að tifurn- ar litlu væru í raun og veru svona svakalega háværar. Því miður náði ég ekki að festa þær á filmu. Þegar drekinn birtist! Lífið fær sko aldeilis að njóta sín þarna í garðinum. Fiskar synda þarna kátir innan um vaðfugla og endur. Smáfuglar flögra um gróðurinn og stærri fuglar láta sig ekki vanta. Íkornar þjóta upp og niður trén, safna mat, leika sér og fylgjast með öllu saman. Ef maður staldrar við og fylgist með lífinu í smá stund, þá er hætt við að manni bregði í brún þegar maður sér skyndilega útundan sér dreka röltandi í átt að manni, ekki meira en 10 metra í burtu! Þar sem ég sá hann svo stoppa og horfa á mig, fletti heilinn upp í hinum ýmsu dýralífsþáttum og rifjaði upp hinn ógurlega dreka sem á ensku er kallaður „Komodo Dragon“ (Varanus komodoens- is) en heitir alveg örugglega ekki kommóðu dreki á íslensku. Drekinn sá er kjötæta, stærsta lifandi eðlu- tegund í heimi, getur orðið yfir 3 metra langur og tæp 170 kíló að þyngd. Þeir bíta og borða bráð sína, eru með eiturkirtla í munni og hafa menn og dýr einnig látist af eituráhrifum eða sýkingu í sárið sem fylgir bitinu. Þeir geta stað- ið uppréttir, klifrað í trjám, synt í vatni, kafað í næstum 5 metra dýpt og hlaupið á í kringum 20 kílómetra hraða á kluttustund. Manni er því ekki alveg sama þegar maður sér slíkan nærri sér á framandi slóðum og opið graslendi á milli. Hann stóð þarna og horfði aðeins í átt að mér, leit svo í kring og horfði aðeins út í loftið. Sem betur fer virtist þetta ekki vera árásargjarnt eða æst dýr sem ég mætti þarna. Skömmu síðar röltir hann svo letilega tilbaka í átt að vatninu og stoppar nokkrum sinnum í gróðrinum sem hann hafði óvænt Árás drekanna og tröllvaxnar vespur! Kristján Friðbertsson. Myndir / Kristján Friðbertsson Risavaxnar vespur sveimuðu þarna um og var þessi með þeim smærri. Fagrar drekaflugur sveima þarna víða, áhyggjulausar um kolefnisjöfnun á sínu flugi, enda löngu búnar að græja það í gegnum Kolvið. Dvergvaxin Ylang-ylang (Cananga odorata var. fruticosa) skartar sínum fögru gulu blómum. Notuð í ilmefna- framleiðslu, líkt og sú fullvaxta, enda ilmurinn svipaður, þó öllu daufari. Hér blómstrar fögur planta af baunaætt (Fabaceae) og er því skyld ýmsu sem við þekkjum vel, svo sem auðvitað hinar ýmsu baunir, en ekki síður má nefna jarðhnetur, sópana fögru og auðvitað lúpínuna sem bætir vort land jafnt næringarlega sem og fagurfræðilega. Sumum kemur á óvart að jarðhnetur séu af baunaætt, en þar má t.d. hafa í huga að enska heitið er jú samansett af orðinu baun (pea) og hneta (nut) og veitir því vísbendingu nokkra. Þessi tiltekni ættingi þeirra sem hér er myndaður er kenndur við páfugla, líkt og margar aðrar plöntur, hefur því verið nefndur hreinlega páfuglsblóm. Á ensku heldur hann bauna forskeytinu (pea) en breytir hnetu í hana og nefnist því Peacock flower (Caesalpinia pulcherrima). Blómstradi Strophanthus preussii. Plantan hefur verið nýtt til meðferð- ar við lekanda, en einnig sem eitur á örvarbrodda, svo líklega liggur beinast við að kalla hana „blóm fyr- ir broddinn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.