Bændablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 201954
BÆKUR&MENNING
Sigurður frá Balaskarði heimsækir Hornstrandir:
Mér datt ekki í hug að hræðast
Ævisaga Sigurðar
Ingjalds sonar (1845–1933)
er hetjusaga alþýðumanns
þar sem segir frá miklum
mannhættum og erfið-
leikum til sjós og lands.
Þar njóta sín vel tilþrif og
frásagnargleði höfundar
sem kallaður hefur verið
Münchhausen Íslands.
Sigurður lýsir hversdags-
legum atburðum sinn-
ar tíðar af nákvæmni
naív istans sem slær hér
einstakan tón fegurðar
og tærleika í skrifum
sínum.
Í seinni hluta bókarinn-
ar er höfundur kominn til
Vesturheims. Lesandinn
fer þar með Sigurði bæ af
bæ og kynnist þjóð sem
ferðast með „treini“ eða
„kar“ en ber nöfn eins
og Borgfjörð, Dalmann,
Suðfjörð og Goodmann.
Sjálfur veiðir Sigurður
„rabita“ í skóginum en
„kattfiska“ í vötnum.
Bændablaðið gríp-
ur hér ofan í frásögn
Sigurðar af heimsókn
að bænum Horni á
Hornströndum en sögu-
hetjan er þá háseti á þilskipi.
Með flösku af víni að gefa karli
„Nú fórum við þrír í land, ég og tveir
aðrir, maðurinn sem var málkunn-
ugur karli, var einn. Skipstjórinn
fékk okkur flösku af víni til að gefa
karli. Við rerum í land og lentum í
stórri vör rétt fyrir neðan bæinn og
var hallandi brekka upp að bænum
og sáum við þrjá eða fjóra fiskihjalla
fulla af allslags fiskæti, fiski, há-
karli, lúðu, flökum, höfuðkinnum,
rafabeltum. Við vorum undrandi að
sjá þvílíka björg í einum stað, —
en þegar við komum heim á hlaðið
urðum við ekki síður undrandi að
sjá björgina þar. Þar voru fjölda
margir pokar af alls konar kornmat,
og svartfugl, þau ósköp, okkur datt
í hug að fólkið þyrfti ekki að vera
svangt. Ég hefi aldrei séð þvílíkt
bjargræði saman komið.
Gerðum við boð eftir Stíg
bónda, kom hann, en við heilsuð-
um honum kurteislega, og tók hann
því vel. Þegar ég virti þennan mann
fyrir mér, sá ég að ekki hafði verið
skrökvað að hann væri mikilmenni,
hann var hár en leyndi hæðinni, hann
var svo gildur og afar herðabreiður.
Ég hafði heyrt að hann væri mjög
fríður sýnum, en ekki fannst mér
hann vera það nema í meðal lagi,
enda var hann orðinn rosk-
inn.
Hann spurði okkur að
heiti og hvernig stæði á
ferðum okkar, og sögðum
við honum það allt greini-
lega, sögðumst hafa komið
að gamni okkar að sjá hann,
sagði hann að það væri ekki
svo nýtt að menn kæmu að
sjá gamla Stíg. [. . . ]
Sigið í Hornbjarg
Við sögðum skipstjóra og
öllum að karl vildi lofa
okkur að síga og hjálpa
allt sem hann gæti til þess
og yrðum við að fara í land
snemma daginn eftir. Allir
urðu glaðir yfir þessu, því
alla langaði í egg og til
að sjá hvernig þetta væri
allt lagað. Við vöknuðum
snemma um morguninn og
fórum í land; þegar í land
kom, var Stígur kominn
á fætur og tók vel á móti
okkur, og kallaði á marga
menn. [. . . ]
— Við vorum allir undr-
andi að sjá þennan óskapa
fuglafjölda og
voru þó sumir af okkur búnir að
vera við Drangey, en þeir sögðu, að
það væri enginn fugl þar hjá þessum
ósköpum.
Guð sé lof festi!
Þegar við vorum búnir að virða þetta
fyrir okkur, sögðu Strandamenn að
við skyldum gera bæn okkar, og
lögðust allir flatir á bjargsbrúnina
og báðust fyrir í hljóði og signdi
svo hver maður sig og festarnar og
buðu hver öðrum góðar stundir og
var sagt: „Guði sé lof festi“. Þetta
sögðu allir. Svo fóru sigmenn að
binda sig og útbúa; þegar það var
búið, fór hver flokkur út af fyrir
sig, bæði skipsmennirnir, og þeir
sem ég var með. Þeir voru 10, og
hét Jónatan þeirra sigmaður, og átti
heima í Furufirði á Ströndum. Var
það besti sigmaður og ákafamaður
mikill. Þetta fólk var allt aðkomandi,
og tvær stúlkur í þeim hóp. [. . . ]
Mikil er hýran ykkar!
Þegar sá tími var kominn að fólkið
vildi borða miðdegisverð,var sig-
maður dreginn upp og farið að
borða. Þá gaf það mér nógan mat,
egg, flatbrauð og smjör, því mig
minnir að ég hefði ekki mat með
mér. Þá spurði Jónatan
mig um margt, og hvað
„hýran“ (kaupið) okkar
væri mikil á skipinu.
„Já mikil er „hýran“
ykkar svo að við höfum
ekki heyrt annað eins,“
sögðu þeir. Margt var
það sem þetta fólk
spurði mig um, og gat
ég sagt því frá mörgu,
sem það vissi ekki um,
og þótti því vænt um
og sagðist hafa mikla
skemmtun af mér. Líka
hafði ég gaman af mál-
færinu þess. Mér fannst
það svo skrítið. Mér þótti
þessi dagur skemmti-
legur, það var glaða
sólskin og hiti, og gekk
vel að fá eggin, því sig-
maðurinn var svo góður.
Alltaf var fært sig suður
eftir bjarginu, það sagði að
eggjatekjan væri með sein-
asta móti, því fuglinn hefði
orpið svo seint af því vorið
hefði verið kalt. [. . . ]
Mér datt ekki í
hug að hræðast
Kom þá skipstjóri að máli
við mig og biður mig að fara
í land undir bjargið og skjóta nokkra
fugla, því ég hafði byssu mína með
mér og skotfæri, hafði hana þegar ég
gat. Ég hafði sagt þeim að ég kynni
að skjóta en þeir höfðu enga byssu.
Ég sagðist skyldi reyna þetta og var
settur út skipsbáturinn og sagði hann
tveimur mönnum að róa með mig í
land, og sagði að ég ætti að sitja
aftur á en þeir róa. Ég hlóð byssu
mína áður en við fórum, svo lögðum
við af stað. Skipið kastaði akkeri,
svo reru þeir. En ég sat aftur á og
heyrðum við að þeir á skipinu hlógu
svo mikið að okkur; ég þóttist vita
að þeir væru að hlæja að mér, héldu
að ég væri ekki mikil skytta. Nú
reru þeir eins og ég sagði þeim, og
voru stórir hópar af fugli á sjónum
en vont að skjóta fyrir kvikunni, ég
sagði þeim að stansa, sagðist ætla að
reyna að skjóta, og skaut og lágu þrír
fuglar. Við tókum þá og þá hættu
þeir á skipinu að hlæja.
Sagði ég þeim að róa upp undir
bjargið og var vont að lenda fyrir
brimi, ég lét annan manninn vera
í bátnum skammt frá landi en við
fórum fast upp að bjarginu, hlóð ég
byssuna og skaut á hillu skammt
frá, sem var full af fugli eins og
allar hillur voru. Ég hafði nokkra
í skoti, sem duttu niður. Ég hlóð,
en á meðan ég var að hlaða fylltist
hillan aftur, því allir flugu
við skotið, en þegar þeir
komu aftur, veltu þeir þeim
dauðu ofan.
Alltaf var maðurinn, sem
með mér var, á nálum, hann
var svo hræddur við hrun úr
bjarginu, og að þarna kæmi
steinn, við skyldum vara
okkur. Ég sagði það væri
þýðingarlaust að láta svona,
því ef það ætti að hitta okkur
steinn þá gerði hann það,
hvernig sem við reyndum að
forða okkur. Mér datt ekki í
hug að hræðast.“
Sagan öll í einu bindi
Bókin kom upphaflega út
frá hendi höfundar í þremur
bindum á árunum frá 1913 til
1933. Árið 1957 voru fyrstu
tvö bindin endurprentuð og
hafði Freysteinn Gunnarsson
umsjón með útgáfunni.
Sagan öll er nú í fyrsta
sinn prentuð í einni bók en
skrif þessi hafa í meira en
öld hlotið afburðadóma.
Útgefandi er Sæmundur.
/VHSigurður Ingjaldsson.
Íbúar í þéttbýli eiga því að
venjast að ef hringt er í 112 í
neyðartilvikum eru viðbragðs-
aðilar á borð við slökkvilið og
lögreglu mættir til aðstoðar eftir
fimm til sjö mínútur. Ef eldur
kemur upp á heimilum eru við-
bragðsaðilar snöggir á staðinn
og yfirleitt gengur vel að ráða
niðurlögum elds sem ekki hefur
náð að breiðast út að ráði. Þessu
er ekki að heilsa í dreifbýli. Þar
er viðbragðstími fremur mæld-
ur í stundarfjórðungum en mín-
útum. Því er afar mikilvægt að
fólk sem býr í dreifbýli hugi vel
að eldvörnum heimilisins og
geri sér grein fyrir hvernig hægt
er að undirbúa sem best komu
slökkviliðs á neyðarstundu.
Reykskynjarar
Í aðalatriðum gilda sömu lögmál
um eldvarnabúnað á heimilum til
sveita og í þéttbýli. Mikilvægast er
að tryggja að íbúar fái viðvörun ef
eldur kemur upp og allir komist út
heilir á húfi. Eldvarnabandalagið
mælir með því að reykskynjarar
séu settir upp í öllum rýmum. Þá
á að minnsta kosti að setja upp
framan við eða í hverri svefnálmu
og á hverri hæð á heimilinu. Í
langan gang skal setja skynjara
við báða enda.
Sömu reglur um notkun og
staðsetningu reykskynjara gilda
fyrir sumarhús. Sérstaklega ber
að huga að því að þeir sem sofa
á svefnlofti fái viðvörun svo að
þeir geti yfirgefið húsið ef eldur
kemur upp. Einnig þarf að gæta
þess að þeir hafi tvær flóttaleiðir
af loftinu.
Yfirleitt þarf að skipta um
rafhlöður í reykskynjurum ár
hvert og mælt er með því að
reykskynjarar séu prófaðir eigi
sjaldnar en árlega, helst oftar.
Flóttaleiðir og slökkvibúnaður
Nauðsynlegt er að fjölskyldan
geri áætlun um hvernig yfirgefa
á heimilið ef eldur kemur upp því
slík áætlun getur ráðið úrslitum
um hvort allir komast heilir út.
Mikilvægt er að allir á heimil-
inu þekki neyðarnúmerið, 112.
Að minnsta kosti tvær greiðar
flóttaleiðir eiga að vera út úr
húsinu og má tryggja það með
neyðarstiga þar sem þörf krefur.
Ráðlegt er að ákveða fyrirfram
stað þar sem allir hittast þegar
út er komið svo hægt verði að
staðfesta sem fyrst að allir hafi
komist út.
Slökkvitæki á að vera við
helstu flóttaleið. Slökkva má
minni háttar eld með slökkvitæki
en enginn á þó að setja sig í hættu
við slökkvistarf. Leiðbeiningar
um viðhald og endurnýjun eiga
að vera á tækinu og ber að fylgja
þeim.
Matseld er mjög algeng
orsök eldsvoða á heimilum og er
eldvarnateppi því ómissandi hluti
af eldhúsinu. Það á að hafa á vel
sýnilegum og aðgengilegum stað
í eldhúsi. Skvettið alls ekki vatni á
eld í olíu. Það veldur sprengingu.
Vatnstökustaðir
Þegar slökkvilið kemur á eld-
stað í þéttbýli er yfirleitt hægt
að treysta því að það hafi góðan
aðgang að slökkvivatni. Sú er
ekki endilega raunin í dreifbýli.
Því er mikilvægt að þeir sem búa
í dreifbýli þekki alla mögulega
vatnstökustaði sem nothæfir eru
til dælingar. Ef enginn nothæfur
vatnstökustaður er fyrir hendi þarf
að vera á hreinu hvar styst er að
fara til að ná í vatn á tankbíl. Víða
er hægt að útbúa vatnstökustað, til
dæmis í bæjarlæk. Vatnstökustaðir
nýtast að sjálfsögðu einnig vel ef
eldur kemur upp í útihúsum.
Um leið og við hvetjum fólk til
að hafa nauðsynlegan eldvarna-
búnað á heimilinu og gera ráð-
stafanir vegna slökkvistarfs
leggjum við ekki síður áherslu á
mikilvægi þess að fara varlega í
daglegri umgengni á heimilinu.
Þannig getum við dregið verulega
úr líkum á því að eldur komi upp.
Það er fyrir mestu.
Björn Karlson,
formaður stjórnar Eldvarna
bandalagsins og forstjóri
Mannvirkjastofnunar
Garðar H. Guðjónsson,
framkvæmdastjóri
Eldvarnabandalagsins
Í dreifbýli er viðbragðstími fremur mældur í stundarfjórðungum en
mínútum. Því er afar mikilvægt að fólk sem býr í dreifbýli hugi vel að
eldvörnum heimilisins.
Björn Karlsson.
Garðar H. Guðjónsson.
Eldvarnir á heimilum
í dreifbýli