Bændablaðið - 05.12.2019, Page 55

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 55 Frístunda- og atvinnufatnaður frá REGATTA Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna RAFÓS rafverktakar e h f Tökum að okkur öll verkefni sem við kemur raflögnum, hvort sem er viðhald, viðbætur eða nýlagnir fyrir fyrirtæki, iðnað eða almennan notanda. Rafós er löggiltur rafverktaki með reynslu í óháðri ráðgjöf og uppsetningu hleðslustöðva. Setjum upp allar gerðir hleðslustöðva fyrir einstaklinga, sameignir og fyrirtæki. Ef búnaður er ekki fyrir hendi, þá veitum við ráðgjöf við val á búnaði miðað við þarfir. RAFÓS rafverktakar e h f Freyjunesi 10, 603 Akureyri Sími: 777 1802 Email: rafos@rafos.is Erum einnig á facebook Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KEÐJUR OG KEÐJUVIÐGERÐAREFNI GOTT ÚRVAL Överaasen DLS-270 Skekkjanleg kasttönn fyrir dráttarvél og hjólaskóflu Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | www.wendel.is Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is LESENDABÁS Skuggalega langir biðlistar Ég hef um skeið notið þjónustu heilbrigðisstarfsfólks á höfuð- borgarsvæðinu og veit hversu mikið álag er á því. Biðlistar myndast og eru skuggalega langir á svo til öllum sviðum og bráða- móttaka full út á gang öðru hvoru. Tilskipun kom frá ESB um að hver sá er tæki að sér vörslu og umsýslu dýra skuli fara á námskeið svo hægt sé að meta hvort viðkom- andi sé andlega og líkamlega fær um að annast verkið. Ég veit að ef bóndi léti vera svo þröngt á bústofni þeim er hann bæri vörsluábyrgð á væri honum snarlega settur stóllinn fyrir dyrnar og gert að bæta úr snarlega eða hætta. Núverandi heilbrigðisráð- herra ber ekki einn ábyrgð á núver- andi ástandi því fyrirrennarar hans söfnuðu á biðlista. Fjármálaráðherra viðurkenndi í útvarpsviðtali að hafa átt aflands- reikning en aldrei notað hann. Til hvers að fá sér eitthvað og nota ekki? Fjármálaráðherra þyrfti að vera vel að sér í fjárþörf heilbrigðiskerfisins svo honum sé ljóst að það eru tómir reikningar sem þarf að leggja inn á eftir langar vaktir bæði daga og nætur. Sumir undrast að hjúkrunar- fólk sæki í önnur betur launuð störf, ekki ég. Nú blasir það við þeim sem vilja sjá og vilja vita að öryrkjar og aldr- aðir eru illa haldnir ef þeir verða að treysta á ríkisframfæri. Á þessu ástandi bera alþingismenn fyrr og nú ábyrgð. Enginn hefur tapað emb- ætti þó skjólstæðingarnir séu lítið betur haldnir en þeir verst höldnu er MAST lítur eftir. Umgengnin um landið Allir vilja fara vel með landið, það er vel en þegar kemur að því að laga troðið og illa farið svæði þá er gjaldtaka takmörkuð svo erfitt er að bæta úr skaða. Ferðamenn njóta íslenskrar næringar er þeir dvelja hér og þar af leiðandi þurfa þeir að losa sig við það sem líkaminn nýtir ekki. Umhverfisráðherra gekk á Ok og á þeirri leið var örugglega hreinna en er meðfram þeim veggjum og skjólbeltum sem myndir hafa birst af og sýna afgang þann sem ferða- mennirnir skildu eftir. Ég hef kíkt inn í náðhús við þjóð- veg 1 og vegna þess að mér er ekki klígjugjarnt slapp ég nokkuð vel. Þessi hús þyrfti að þjónusta betur. Óværa berst með innflutningi Ýmisleg óværa kemur til landsins t.d. í mold í blómapottum og með bifreiðum sem ekið er í skip í út- löndum og úr skipi hér og beint á fjöll. Ástralir og Ný-sjálendingar hreinsa öll ökutæki er koma til þeirra. Hér er í besta lagi gáð að eiturlyfjum. Plöntur dreifa sér hér á landi sjálfar með bifreiðum samanber kerfillinn sem er kominn lang- leiðina á Þingvöll. Ég er ekki viss um að hægt sé að eyða honum í þjóð- garðinum með því að setja nokkur svín í garðinn. Umhverfisráðherra veit áreiðanlega hvað ofbeit er, það er þegar gras er bitið hraðar en það sprettur. Ég hef grun um að friðlandið á Hornströndum sé ofnýtt. Framkvæmdastjóri Refasetursins taldi í útvarpsviðtali að yrðlingar hefðu misfarist vegna ónæðis af myndatöku við greni og læðan þar af leiðandi orðið mismjalta og fengið júgurbólgu og mun læðan hafa misst aftur í vor. Ég trúi illa því að mynda- taka á dálitlu færi raski ró grenlægju að ráði. Ég hef eftir starfsmanni Landhelgisgæslunnar að þegar þeir voru að þjónusta vitana þarna norð- ur frá hafi tófa nærri því náð kaffi- brauðinu þeirra. Kolefnisspor af innflutningi Kolefnissporin eru mörg og sum óþörf. Að flytja til landsins ísmola kostar nokkur spor, að flytja inn græn- meti sem auðvelt er að rækta hér með rafmagni og heitu vatni kostar ennþá fleiri spor og svo í viðbót margnotað endurunnið vatn í gosrykkjum t.d. frá Bretlandi (Costco). Það hefur verið lagður á skattur af minna tilefni. Umhverfisráðherra hlýtur að sækjast eftir að græða landið með öllu sem til fellur til uppgræðslu án friðunar, t.d. ónýtar heyrúllur. Bændur komast ekki yfir að vinna úr þeim alls staðar vegna fjarlægðar frá stöðum þar sem þörfin er mest. Raunþekking gefur skilning á því hvernig lífsbaráttan er í raun og veru. Fyrrverandi landbúnaðarráðherra hélt ræðu á aðalfundi L.S. og hældi borg- arbörnunum starfsmönnum sínum hversu góðir starfsmenn þeir væru. Sjálfsagt hlýðnir en þekkingin tak- mörkuð því að ríkisjarðir sem fóru úr ábúð átti ekki að leigja aftur fyrr en á næsta ári. Einnig kærði hún eiganda hests er geltur hafði verið fyrir ári, fyrir að sýna merunum hennar dóna- skap. Hún hefur umgengist hross nokkuð lengi en sá þó ekki að hest- inn vantaði töluvert upp á frjósemi. Núverandi landbúnaðarráð- herra hefur reynslu úr heilbrigðis- ráðuneytinu og hlýtur því að hafa góðan skilning á þörf góðra varnar- girðinga svo sauðfjársjúkdómar dreifist ekki um allt ef upp kæmu og ef t.d. nýir sjúkdómar bærust hingað. Landbúnaðarráðherra ætti að fá umhverfisráðherra í lið með sér til að taka upp gamlar girðingar meðfram núverandi varnarlínum og gamlar varnarlínur sem eru mönnum til leiðinda og skepnum hættulegar. Ég hætti hér að ausa úr skálum mínum en vona að skvetturnar úr þeim komi einhverjum til að hugsa um sín störf og annarra. Ég vona að þeir sem ráða leiti sér raunþekkingar sem víðast en gleypi ekki það sem auðveldast er að gleypa frá þeim sem hæst láta. Gunnar Þórisson Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 19. desember

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.