Bændablaðið - 05.12.2019, Page 59

Bændablaðið - 05.12.2019, Page 59
Bændablaðið | Fimmtudagur 5. desember 2019 59 Ólykt í ruslageymslunni ? Okkar þekking nýtist þér.. Ólykt í ruslageymslunni ? ACT‐3000 er öflugur og  umhverfisvænn kostur sem eyðir  ólykt t.d úr ruslageymslum á snöggan  og skilvirkan hátt.  Eyðir mygluörverum. Rauðagerði 25   108 Reykjavík  Sími 440 1800  www.kaelitaekni.is Þann 1. mars 2020 kemur Tímarit Bændablaðsins út samhliða setningu Búnaðarþings. Tímaritið er prentað í 8.000 eintökum og dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Lengd ritsins er yfir 100 síður og það er prentað á glanstímaritapappír í stærðinni A4. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í Tímariti Bændablaðsins en í seinni hluta þess er pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. Nánari upplýsingar í síma 563-0303 og í gegnum netfangið gudrunhulda@bondi.is TÍMARIT BÆNDABLAÐSINS 2020 TRYGGÐU ÞÉR AUGLÝSINGA PLÁSS Í TÍMA Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 19. desember Eigin þurrk- og afurðastöð Jianyu búið er með það umfangs- mikla framleiðslu að búið rekur eigin þurrkstöð sem raunar er með það mikla afkastagetu að hægt er að þurrka hrísgrjón frá öðrum bændum í henni einnig. Eftir þurrkunina fara hrísgrjón- in svo í vinnslusal búsins en þar eru vélar sem fjarlægja hismið af grjónunum og svo fara þau í gegn- um hálfgerða vélpússun en ópússuð hrísgrjón eru brúnleit og seljast ekki vel. Fólk vill hvít grjón og sá litur getur fengist með því að þvo grjónin upp úr sérstökum efnum en það má ekki í lífrænt vottaðri hrísgrjóna- framleiðslu. Það eru því notaðar sér- stakar vélar sem slípa til yfirborð hrísgrjónanna þannig að þau verða fallega hvít. Þeim er svo pakkað í lofttæmdar eins kílóa umbúðir og seldar í sérstökum gjafaöskjum, 5 í hverri pakkningu og er slík pakkn- ing seld á 150 RMB eða um 2.600 íslenskar krónur. Kílóaverðið á hrís- grjónunum hefur því fimmfaldast við það að fara í gegnum vinnslu- stöðina! Mjaltaþjónabú við alþjóðaflugvöllinn Síðasta búið sem var sótt heim í þessari ferð var eitt af fáum kúabúum í Kína sem nota mjaltaþjóna. Búið, sem er með um 1.200 kýr, stendur rétt við alþjóðaflugvöllinn Pudong við Sjanghæ og er nánast umkringt þéttbýli. Eigandi búsins, Jin De Hua, greindi frá því að búið hefði áður verið í eigu hins opinbera og að hann hefði sjálfur byrjað að vinna á búinu sem verkamaður en haldið svo til náms í Bandaríkjunum og eftir heimkomuna keypti hann búið af ríkinu og hefur síðan búið þarna og stundað mjólkurframleiðslu. Í Kína getur enginn átt landið sjálft en gerir langtíma leigusamning um það við hið opinbera. Leiguverð fer svo eftir samkeppnisstöðunni á svæðinu og þar sem búið stendur nánast í þéttbýlinu við Sjanghæ er leiguverðið hátt. Þá sagði hann að það væri erfitt að fá fólk í vinnu vegna nábýlisins við þéttbýlið og einnig áskorun að stunda kúabúskap svona nálægt byggð. Þetta nábýli gerði það að verk- um að launakröfur verkafólks væru miklar og einfaldlega mikið um áhugaverðari störf en einmitt að vinna á kúabúi og það var megin ástæðan fyrir því að hann fékk sér mjaltaþjóna. Tæknivæddasta bú Kína Í dag er búið með átta mjaltaþjóna frá DeLaval en mun fleiri kýr en þeir ráða við og því er enn líka mjólkað á búinu með hefðbundnum hætti. Hann sagðist þó vera að hugsa um að panta átta mjaltaþjóna í viðbót og klára þannig mjaltaþjónavæð- ingu búsins en 16 mjaltaþjónar eiga að geta sinnt um 1.000 kúm sem passar við fjölda kúnna á bú- inu, en hinar 200 eru í geldstöðu á hverjum tíma að jafnaði. Þá hefur hann einnig þróað eigin fóðurstöð, þ.e. blandar allt fóður í gripina sína með einni nánast sjálfvirkri fóður- stöð sem keyrir sjálfkrafa fóðrinu inn á fóðurganginn en búið er með einn mjóan miðstæðan fóðurgang sem allir gripir komast að og er eins og gefur að skilja um óhemju langt fjós að ræða enda rúmar það um 2.500 gripi í það heila. Hátt afurðastöðvaverð Í Kína eru svona fjárfestingar í mik- illi tæknivæðingu afar óvenjulegar en skýringin á því fékkst m.a. þegar spurt var um afurðastöðverðið en Jin fær 5 RMB fyrir hvert framleitt kíló mjólkur eða um 87 íslenskar krónur. Þetta er nærri 20 íslenskum krónum hærra en kínverskir kúa- bændur eru almennt að fá fyrir sína mjólk en skýringin felst í mikilli samkeppni um mjólkina sem er framleidd í nánd við Shanghæ. Fyrir vikið er gott borð fyrir báru og hægt að fjárfesta í tæknivæðingu búsins. Sjanghæ ótrúleg borg Tveir síðustu dagar ferðarinnar voru svo nýttir til þess að njóta Sjanghæ með ýmsum hætti og var þar gert ótal margt til dundurs eins og t.d. að sigla á ánni Bund og njóta þar einstaks útsýnis yfir ljósum prýddar byggingar, fara í skoðunarferð um gamla bæjarhluta borgarinnar þar sem stunduð er mikil ferðaþjónusta. Þá var haldið upp í hinn 468 metra háa sjónvarpsturn sem kallast Austurlanda Perlan og þar upp var notið ótrúlegs útsýnis yfir stóran hluta af borginni, en í allar áttir frá þessari kínversku Perlu var þéttbýli svo langt sem augað eygði og þorri bygginganna gríðarleg háhýsi! Svo var að sjálfsögðu farið á kínverska fjöllistasýningu, ekki annað hægt þegar fólk er á annað borð í Kína og þá var einnig farið í skoðunarferð og siglingu í hinu forna vatna- þorpi Zhujiajiao sem oft er kölluð „Feneyjar“ Kína, enda er allt þorpið umlukið vatni. Frá Kína flaug svo hópurinn til Kaupmannahafnar og hafði þar einnar nætur viðkomu áður en haldið var heim til Íslands og lauk þannig þessari viðburðaríku fagferð íslenskra bænda til Kína. Sjanghæ að næturlagi. Mynd / Björn Birkisson Íslensku gestirnir nutu sín vel í siglingu í vatnaþorpinu. Mynd / SS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.