Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 4
Leiðarinn
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Sveinbjörn Berentsson
aðstoðarvarðstjóri og bráðatæknir SHS
fyrrverandi formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna
Stöðug krafa um fagmennsku
í starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er stöðug krafa
um fagmennsku. Að við vinnum störf okkar fullkomlega
og fumlaust undir álagi. Að við séum stöðugt til staðar fyrir
fólkið í landinu þegar á bjátar og aðstoðar er þörf. Þessir
málaflokkar hafa lengi verið olnbogabörn stjórnsýslunnar,
hvort sem litið er til ríkis eða sveitarfélaga. Stöðug hag-
ræðingarkrafa á rekstrareiningar til fjölda ára dregur mátt úr
starfsmönnum.
Of mörg sveitarfélög virðast ekki hafa nokkurn skilning
á því hvað lögbundið hlutverk þeirra í brunavörnum þýðir.
Mannvirkjastofnun er máttlítil, þaðan koma fáar ákvarðanir
sem tryggja öryggi starfsmanna og það sem þó kemur þaðan
er svo loðið og óskýrt að ekki er fyrir nokkurn mann að
skilja.
Sjúkraflutningar á horriminni
Lágmarksmannskapur, gömul útkallstæki og búnaður
eru staðreynd. Ríkið rekur sjúkraflutninga á horriminni
og virðist halda að með því að þröngva Rauða krossinum
til að kaupa slatta af litlum sjúkrabflum og skilyrða hluta
fjármagns menntunar vettvangshjálparliða komi til með
að leysa vanda sjúkraflutninga. Vinnuhópar á vegum
fagráðuneytisins gáfu út skýrslur 2008 og 2012 um endur-
bætur og skipulag. Sárafáar tillögur úr þeim hafa komist
til framkvæmda, að því er virðist vegna innri tregðu í
ráðuneytinu.
Það er jákvæð staðreynd að eldsvoðum hefur fækkað. Þar
eiga forvarnir og eldvarnaeftirlit stóran þátt. Það þýðir þó
ekki að hægt sé að fækka svo í útkallseiningum og minnka
möguleika til æfinga og menntunar að þær geti ekki sinnt
starfi sínu þegar útkallið kemur.
Verkefnum fjölgar
Verkefnum sjúkraflutninga hefur fjölgað, bæði stofn-
anaflutningum og neyðarflutningum. Niðurskurður og
fækkun heilbrigðisstofnana á stærstan þátt í því. Að lengja
vegalengdir milli heilbrigðisstofnana, takmarka aðgengi og
flýta útskrift sjúklinga fjölgar verkefnum sjúkraflutninga.
Sjúkraflutningamenn í hlutastarfi verða fyrir auknum
þrýstingi frá atvinnurekendum þeirra í aðalstarfi vegna
fjarvista. Starfsmenn hafa hætt og nýliðun er erfiðleikum
háð. Endurmenntun þeirra er skorin við nögl ef einhver
er. Þessir starfsmenn eru oftar en ekki einnig í slökkvilið-
inu og björgunarsveitinni og er þá hver sem þrír menn í
almannavarnaskipulaginu.
Ekki hefur verið fjölgað í atvinnuliðunum þrátt fyrir
fjölgun verkefna og aukið álag. Takmarkað fjármagn sveitar-
félaga til sinna verkefna og tregða ríkisins til að viðurkenna
kostnaðarauka vegna fjölgunar sjúkra- og neyðarflutninga er
sá veruleiki sem starfsemin býr við.
Höfum áhrif
Sérstakir sérfræðingar ríkisins segjast sjá tækifæri til þess
að yfirtaka rekstur sjúkraflutninga fyrir fjármagn sem rétt
nægir fyrir launakostnaði. Sérfræðingarnir gera meðal
annars ráð fyrir því að verðandi starfsmenn komi hlaupandi
af spenningi til þeirra sömu og skipuleggja heilbrigðiskerfið
okkar. Núverandi rekstrareiningar þurfa áfram starfsmenn
þótt aðskilnaður verði. Einhverjir munu koma úr öðrum
einingum sem skapar skort og vandræði á þeirra svæðum
ásamt kostnaðarauka.
Það er okkar sem fagmanna að hafa áhrif á
starfsumhverfið. Það er ekki nóg að klæða sig í galla og
setja á sig hjálm eða vera í merktum samfestingi. Við
verðum að taka þátt til að hafa áhrif. Sí- og endurmenntun
er ekki eingöngu á ábyrgð vinnuveitanda. Þátttaka í starfi
stéttarfélagsins er ekki á ábyrgð fárra. Til þess að umhverfið
okkar verði eins og best verður á kosið þurfa allir að axla
byrðarnar og gera sitt til þess að knýja á um breytingar.
Margt hefur áunnist en mikið er eftir.
l>1 BLIKKÁS-FUNI
4 Slökkviliösmaöurinn