Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 7
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn aföllu landinu fjölmenntu að venju áþing LSS.
innleiðingu starfsmats samkvæmt síð-
asta samningi við sveitarfélögin. Hann
sagði að þegar kerfið sem nota átti var
kynnt fyrir LSS virtist það geta gengið
fyrir öll störf innan slökkviliða en
annað hafi komið á daginn. Hins vegar
væri unnið að endurbótum á kerfinu
og sagðist Sverrir Björn vona að það
skilaði viðunandi niðurstöðu.
Hann gagnrýndi eindregið hug-
myndir um að hækka lífeyrisaldur og
sagði:
„Þetta eru réttindi sem ákveðnir
aðilar vilja jafna út. Heyrst hefur að
hækka eigi lífeyrisaldurinn úr 67 árum
í 70 ár. Þetta á að gera vegna þess að
þessi þjóð hefur það svo gott á sínum
efri árum? Þessar hugmyndir eru
meðal annars ástæða þess að ekkert
hefur gengið í þeirri vinnu að félags-
menn í LSS fari fyrr á lífeyri en nú
er. Við þurfum nú þegar að vinna
mörgum árum lengur en félagar okkar
í nágrannalöndunum. Hvað þá ef fara á
þá leið sem boðuð er. Félagar í LSS eru
ekki að sliga lífeyriskerfið. Það þykir
gott að geta haldið upp á sjötugsaf-
mælið sitt."
Menntun slökkviliðsmanna
Sverrir Björn fjallaði um menntun
slökkviliðsmanna í ræðu sinni og sagð-
ist telja að meta ætti námið til eininga
á háskólastigi því krafist væri loka-
prófs úr framhaldsskóla til að hljóta
inngöngu. Námið ætti því að vera á
svipuðu stigi og nám í tækniháskólum.
Hins vegar væru inntökuskilyrði til
náms í Sjúkraflutningaskólanum aðeins
60 einingar á framhaldsskólastigi og
því mætti meta það nám til eininga á
framhaldsskólastigi.
Hann átaldi hins vegar ríki og
sveitarfélög fyrir að ráða fólk til starfa
án tilskilinnar menntunar og benti
á að dæmi væru um að 40 prósent
yfirmanna í slökkviliðum á tilteknum
svæðum uppfylltu ekki kröfur.
„Þessi vinnubrögð sveitarfélaganna
eru að minnsta kosti ámælisverð,"
sagði Sverrir Björn.
Hann varpaði fram þeirri spurningu
hvort sveitarfélögin væru of mörg og of
smá til að halda uppi eðlilegri þjónustu
og jafnframt hvort ástæða væri til
að hafa færri og öflugri slökkvilið í
landinu. Vísaði hann meðal annars til
reynslu Norðmanna og Finna í þessu
sambandi.
„Norðmenn eru að tala um að
fækka slökkviliðum. Hafa einungis
19 slökkvilið í öllu landinu. Algerlega
óháð sveitarfélögum að því er mér
skilst. Finnar fóru þessa leið fyrir
nokkrum árum en eru að hugsa um
að ganga lengra og fækka niður í 11
slökkvilið í öllu Finnlandi.
Er þetta það sem getur lagað
málin hjá okkur? Þetta þarf að ræða
og komast að niðurstöðu. Spurningin
snýst ekki fyrst og fremst um fjölda
Ný stjórn LSS
Ný stjórn LSS var kjörin á þinginu
í apríl. Sverrir Björn Björnsson var
endurkjörinn formaður til tveggja
ára en aðrir í stjórn eru:
Finnur Hilmarsson, varaformaður
Ingvar Georgsson
Kristján Carlsson Granz
Njáll Pálsson, formaður fagdeildar
sjúkraflutningamanna
Sigurður L. Sigurðsson, formaður
fagdeildar slökkviliðsmanna
Pétur Arnarsson, formaður
fagdeildar slökkviliðsstjóra
Kristján, Njáll, Sigurður og Pétur eru
nýir í stjórn. Fagdeildirnar eiga fast
sæti í stjórn og varastjórn en fagdeild
slökkviliðsmanna á nú í fyrsta sinn
fulltrúa í stjórn frá því hún var
stofnuð fyrir tveimur árum.
Varamenn eru:
Gauti Þór Grétarsson
Borgar Valgeirsson
Hermann Marinó Maggýjarson,
fagdeild sjúkraflutningamanna
Smári Birnir Smárason, fagdeild
slökkviliðsmanna
Bjarni Kr. Þorsteinsson, fagdeild
slökkviliðsstjóra
Hermann, Smári og Bjarni eru nýir
í varastjórn en Bjarni var áður í
aðalstjórn.
Slökkviliðsmaðurinn 7