Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 8

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 8
sveitarfélaga. Hún snýst um það hvernig þjónustu og öryggi slökkviliðum landsins er ætlað að sinna," sagði Sverrir Björn. Reglugerð um slökkvilið Hann minnti á að verið væri að skrifa langþráða reglugerð um slökkvilið og kallaði eftir því að þeirri vinnu yrði lokið sem fyrst. Slökkviliðsmenn biðu að sögn Sverris Björns í tíu ár eftir reglugerð um reykköfun sem gefin var út í nóvember á síðasta ári en hann taldi að standa þyrfti miklu betur að kynningu á þeim breytingum sem reglugerðin hefur í för með sér. Hann benti á þá víðtæku kynningu sem byggingar- reglugerð hefði fengið um allt land og hefði síðan leitt til endurskoðunar á henni. Reglugerðin um reykköfun hefði hins vegar ekki einu sinni verið kynnt fyrir starfsmönnum slökkviliðanna. Sverrir Björn sagðist telja að leggja þyrfti meiri áherslu á málefni slökkviliðanna hjá Mannvirkjastofnun og ráða þangað sérfræðinga sem hefðu reynslu af því að starfa sem slökkviliðsmenn. „Það er gott starfsfólk hjá Mannvirkjastofnun en það vantar sérfræðing í málefnum slökkviliða landsins sem veit hvernig störfum slökkviliðanna er háttað. í Sandö skól- anum voru tvær tegundir kennara, það voru fræðingarnir og gamlir aðalvarðstjórar slökkviliðanna. Einhverra hluta vegna voru gömlu aðalvarðstjórarnir vinsælli á meðal okkar nemendanna. Þeir voru nefnilega sérfræðingar í slökkvilið- um og slökkviliðsmönnum. Þannig sérfræðinga vantar inn á Mannvirkjastofnun. Þeir gætu til dæmis unnið að þróun náms fyrir stéttina inn í framtíðina. Það er eitt af helstu verkefnum næstu mánaða að koma fram með breytingar við reglugerð 792/2001 um Brunamálaskólann, menntun, rétt- indi og skyldur. Með breytingum á reglugerðinni gæti verið hægt að byggja undir nám slökkviliðsmanna á flugvöllum landsins," sagði Sverrir Björn. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í einkennisklæðnaði fá 10% afslátt af matseðli Opiðallan sólarhringinn: Fitjum Njarðvík Ártúnshöfða Hringbraut Gildir ekki með öðrum tilboðum.

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.