Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 10

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Blaðsíða 10
 i|B| 1 yfl Þingið samþykkti meðal annars ályktun um aðfæra starfslok slökkviliðsmanna íáfóngum niður (55 ár. Vilja samræma fatareglur Þingið telur að samræma skuli fatnað og fatareglur hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum í landinu. Undir þetta skal falla hlífðar- og einkennisfatnaður hvort heldur sem er við slökkvistörf, sjúkraflutninga eða æfingar. Jafnframt eru öll slökkvilið og rekstraraðilar sjúkraflutninga hvött til að fara eftir lögum og reglugerðum varðandi ör- yggis- og hlífðarfatnað. Auka þarf eftirlit með öryggisfatnaði á landsvísu (MVS) og samræmingu á landsvísu. Fræðslu- og þjálfunaraðstaða á einum stað Þingið felur stjórn Landssamband slökkviliðs- og sjúkra- flutningsmanna að beita sér fyrir því að koma á fræðslu- og þjálfunaraðstöðu á einum stað þar sem allir slysavarna- og björgunaraðilar koma að, það er að segja, slökkvilið, björg- unarsveitir, slysavarnadeildir, lögregla, Landhelgisgæslan, sjómenn/ sæfarendur, Almannavarnir og fleiri tengdir aðilar. Þar skuli verða unnið með þann besta búnað sem völ er á hverju sinni. Tryggður skuli jafn aðgangur allra björgunar- og slysavarnaðila á landsvísu með jöfnun ferðakostnaðar og þátttökugjalda. Hætti næturvöktum um fimmtugt Þingið skorar á LSS í næstu kjarasamningsviðræðum að ná fram breytingum á vaktavinnu eins og getið er um í kjarasamningi LSS um vaktavinnu 2.6.11. „Starfsmenn sem vinna reglubundna vaktavinnu skulu undanþegnir nætur- vöktum er þeir hafa náð 50 ára aldri, en halda þó að fullu vaktaálagi. A sama hátt skal slökkviliðsmaður sem hefur náð 50 ára aldri vera undanþeginn skyldu til reykköfunar og sjúkraflutningum, nema í „sérstökum" neyðartilfellum." (Sérstökum = Síðasti bíll úr húsi)." Minni kröfur til eldri starfsmanna Þingið skorar á Mannvirkjastofnun að minnka kröfur til eldri starfsmanna varðandi gönguhraða í þrekprófum til reykköfunar í takt við aldur starfsmanna. Mikill munur er milli tvítugs og fimmtugs starfsmanns er varðar slit á skrokknum, liðþófum, vöðvarýrnun o.s.frv. Ekki telst rétt- mætt að sama álag sé sett á eldri starfsmenn þar sem reynsla eldri starfsmanns til vinnu vegur þyngra á eldstað en þrek eingöngu. Lengri sumarorlofstíma Þingið skorar á LSS í næstu kjarasamningaviðræðum að reyna að ná fram breytingum á sumarorlofstíma. Sumarorlofstíminn fari í 25. maí-15. september. Starfsmenntunarsjóður Þingið skorar á skrifstofu LSS og starfsmenntunarsjóð að safna saman upplýsingum um möguleg námskeið og fjármögnunarleiðir til þess að senda slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn á námskeið hérlendis og erlendis. Þingið skorar einnig á starfsmenntunarsjóð að opna betur og einfalda úthlutunarreglur. 10 Slökkviliösmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.