Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Síða 13
Sigurður Lárus Fossberg skrifar
Auka má öryggi
slökkviliðsmanna
í upphafi síðustu aldar urðu stór-
brunar hér á landi. Árin 1901 og 1906 á
Akureyri, 1915 og 1935 í Reykjavík og
mannskæðasti eldsvoðinn hér á landi
varð í Keflavík 1935. Þetta kallaði á
brunavarnir. Búnaður til slökkvistarfa
var í anda þess tíma fábrotinn og ekki
öflugur. Það átti einnig við urn hlífðar-
búnað slökkviliðsmanna en þegar leið
á öldina breyttist þetta til hins betra
og bæði tækjabúnaður og hlífðarfatn-
aður voru í stöðugri þróun. Með bættu
lagaumhverfi og reglugerðum hafa
öryggismál slökkviliðsmanna batnað
til muna og má þar á meðal nefna
nýútkoma reglugerð um reykköfun og
reykköfunarbúnað. Einnig reglugerð
um Brunamálaskólann og réttindi og
skyldur slökkviliðsmanna og reglugerð
um hlffðarbúnað slökkviliðsmanna.
Allar þessar reglugerðir styðjast við
lög um brunavarnir nr. 75/2000. LSS
hefur komið að gerð þeirra með einum
eða öðrum hætti. Félagsmaðurinn
kemur með hugmyndir sem fara inn í
deildarstarfið til umræðu. Þaðan fara
hugmyndirnar til stjórnar eða beint
inn á þing LSS. Á þingum LSS eru
málin rædd og svo koma ályktanir í
kjölfarið á því sem stjórnin vinnur með.
Einnig hafa verið kallaðir saman þver-
faglegir hópar til að fara yfir og veita
umsögn um lagafrumvörp og drög að
reglugerðum. Það er nauðsynlegt að fá
upplýsingar frá grasrótinni um hvað
þarf að bæta og hvernig gott er að haga
hlutunum.
Fimm menn í áhöfn
LSS kom inn í kjarasamning ákvæðum
um læknisskoðun og þrek- og styrktar-
próf.
Mannvirkjastofnun gaf út viðmiðun-
arreglur um læknisskoðun og þrek- og
styrktarpróf fyrir slökkviliðsmenn. LSS
telur að prófin þurfi að vera stöðluð
þannig að hægt sé að bera saman
árangur á milli ára. Þegar reglugerð
um reykköfun var gefin út eftir margra
ára bið var eins og framkvæmdavaldið
hefði aldrei heyrt neitt frá fagaðil-
unum um málið. Hjá LSS hafa menn
áhyggjur af að vinnulag við reglugerð
um slökkvilið verði sambærilegt. Vinna
við reglugerðina hefur verið í gangi um
tíma en LSS hefur enn ekki verið boðið
að koma að henni.
Það er og hefur verið krafa LSS að
það verði að lágmarki fimm slökkvi-
liðsmenn í áhöfn dælubíla. Varðstjóri,
bílstjóri, reykkafarar I og II og stjórn-
andi reykkafara. Það yrði til mikilla
bóta ef stjórnandi reykkafara væri með
að minnsta kosti fimm ára reynslu og
125 klukkustundir í reykköfun eða
reykköfunaræfingum samkvæmt 17.
grein reglugerðar um reykköfun.
Förum við eftir reglunum?
Öryggið snýst ekki bara um vinnu á
vettvangi. Það á einnig við um slökkvi-
stöðvarnar og tækin sem við vinnum á
og með, lög um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum, reglugerð
um neyðarakstur og fleira. En erum
við að nýta okkur lög og reglugerðir
og fara eftir þeim? Það stoðar lítið að
leggja mikla vinnu í að knýja fram
reglur og fá að hafa eitthvað um þær að
segja ef ekki er síðan farið eftir þeim.
Á þessum tímum hraða og tækni
erum við í störfum okkar undir eftir-
liti öllum stundum, frá fjölmiðlum,
almenningi, netmiðlum, meðal annars
okkar eigin. Myndir af vettvangi og
störfum okkar birtast allan sólar-
hringinn og er oft og tíðum miður að
sjá hvernig við stöndum að verki. Ef
við stöndum ekki rétt að verki í okkar
störfum og förum eftir þeim reglum
sem við köllum eftir þá er lítil stoð í
þeim ef við slösum okkur við störf.
Sigurður Lárus Fossberg
formaður fagdeildar slökkviliðsmanm
Slökkvilið
Stykkishólms og
raágjireiniiniSs
■Mm*
/w\
Slökkviliðsmaðurinn 13