Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Síða 14

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Síða 14
Tímabær reglugerð um reykköfun Ný reglugerð um reykköfun sem tók gildi 13. nóvember í fyrra var orðin tímabær en gamla reglugerðin var frá 1984 og byggði á enn eldri lögum. Markmið nýju reglugerðarinnar er að auka öryggi þeirra sem stunda reykköfun. Hún nær yfir reykköfun hjá slökkviliðum við slökkvistörf, mengunarslys og æfingar. Einnig gildir hún um reykköfunarbúnað, menntun, þjálfun og skyldur reykkafara og um almennt öryggi við reykköfun. Lárus Kristinn Guðmundsson skrifar Reykkafarar þurfa að hafa náð 20 ára aldri og hafa lokið námi í reykköfun hjá Mannvirkjastofnun. Þeir þurfa að viðhalda þjálfun sinni með æfingum og standast þrekpróf og læknisskoðun samkvæmt reglugerðum þar um. Mannvirkjastofnun hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar. Stofnuninni er heimilt að láta skoða reykköfunarbúnað og framkvæmd reykköfunaraðgerða hjá slökkviliðum án fyrirvara. Strangari kröfur Nýja reglugerðin er í takti við nýja tíma. Skráning og eftirlit með búnaði hefur verið aukið. Eftirlitsskylda slökkviliða er því orðin strangari en áður. Nú þurfa slökkvilið að halda viðhaldskerfi um reykköfunarbúnað sinn svo hægt sé að rekja viðhaldið og þjónustu við hann aftur í tímann. Reykköfunartæki skulu sérstaklega yfirfarin á 12 mánaða fresti og af þjón- ustuaðila brunavarna sbr. reglugerð 1067/2011 um þjónustuaðila bruna- varna. Kröfur um áfyllingu á lofthylki hafa verið auknar og strangari kröfur eru nú gerðar um gæði og eftirlit við áfyllingar varðandi loftgæði. Minnst sex æfingar á ári Fjöldi verklegra æfinga í reykköfun hjá slökkviliðum skal vera að lágmarki sex á hverju ári og tímalengd þeirra að lágmarki samtals 25 klukkustundir. Af sex æfingum skulu þrjár þeirra vera reykköfunaræfingar, þar af ein heit reykköfunaræfing. Þá skulu þrjár æfingar vera efnaköfunaræfingar, þar af ein með hættulegum efnum. Æfingar í reykköfun skulu endurspegla helstu áhættur eins og þær eru skilgreindar í brunavarnaáætlun viðkomandi sveitarfélags. Við æfingar í reykköfun skulu tveir leiðbeinendur tilnefndir til að stjórna æfingunni. Þeir skulu hafa náð 25 ára aldri, hafa að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu sem reykkafarar og eiga að baki að minnsta kosti 125 klukku- stundir í reykköfun og reykköfunaræf- ingum. Skal annar leiðbeinandinn hafa reykköfunarréttindi í gildi. Heitar æfingar og æfingar með hættulegum efnum skulu fara fram á æfingasvæði sem er útbúið fyrir slíkar æfingar og heilbrigðisnefnd hefur veitt starfsleyfi fyrir í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Þó er heimilt að nýta hús til æfinga hafi aðfærsla vatns og öryggi allra viðstaddra verið tryggt sem og tilskilin leyfi fengin í samræmi við viðeigandi lög. Reykkafarar geta sótt æfingar hjá öðrum slökkviliðum eða æfingasvæðum náist um það sam- komulag milli slökkviliðsstjóra. Reykköfunarnám Kennsla í reykköfun skal vera viður- kennd af Mannvirkjastofnun og skal ætíð leggja fyrir stofnunina til sam- þykktar kennsluáætlun og skrá yfir búnað til kennslu. Leiðbeinendur við kennslu skulu vera að minnsta kosti tveir og upp- fylla sömu skilyrði og stjórnendur við æfingar í reykköfun, sbr. 3. mgr. 12. gr. Skulu þeir halda skrá yfir nemendur í reykköfun. Nemendur í reykköfun skulu slysa- tryggðir af vinnuveitanda og hafa til umráða reykköfunarbúnað, þar með talinn hlífðarbúnað, í samræmi við reglugerð um hlífðarbúnað slökkviliðs- manna. Nemendur skulu einnig stand- ast læknisskoðun í samræmi við 15. gr. og leggja fram heilbrigðisvottorð frá lækni því til staðfestingar, ekki eldra en fjögurra vikna. Slökkviliðsstjóri skal árlega senda Mannvirkjastofnun upplýsingar um þá slökkviliðsmenn sem uppfylla skilyrði 11. gr. og eru skráðir sem reykkafarar. Tilkynningu til Mannvirkjastofnunar skal fylgja: Vottorð um nám í reykköfun, sbr. 13. gr. Sé um að ræða sambærilegt nám skal leggja fram vottorð eða prófskír- teini um námið og lýsingu á náminu. Upplýsingar samkvæmt þessum lið þarf einungis að senda þegar reykkaf- ari hefur störf. Staðfesting slökkviliðsstjóra á að viðkomandi uppfylli heilbrigðiskröfur skv. 15. gr. Mannvirkjastofnun heldur skrá um þá slökkviliðsmenn sem slökkviliðs- stjórar hafa tilkynnt um að séu skráðir sem reykkafarar. Árleg læknisskoðun og þrekpróf Árlega skulu slökkviliðsmenn fara í læknisskoðun og standast þær heil- brigðiskröfur sem settar hafa verið. Jafnframt skuli þeir árlega gangast 14 Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.