Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Qupperneq 19

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Qupperneq 19
SLÖKKVILIÐ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Illlllllllllllllllllllllll IIIMIIIIIIIMIIIIMMIMIIIIIIIIIIMIIIIMMMMMIIIMMI.II1111111111111II111111II11II11II111111111II111111111IIII11 VESTMANNAEYJA Slökkvilið Vestmannaeyja er vel tækjum búið enda ekki vanþörf á því ekki er hægt að treysta á aðstoð frá nágrannasveitarfélögum vegna slökkvistarfs. Helstu tæki liðsins eru þessi: Lausar dælur 1. Rosenbauer 1.6001/mín. árgerð 1999. 2. Climax 900 1/mín. árgerð 1940. Lifter með Hondu-vél 1.300 1/mfn. árgerð 2005. Bílar 1. Dælu- og tækjabíll, Iveco 120-25 AW, árgerð 1990. 2.500 1 vatns- tankur, 200 1 froðutankur. Dæla: 4.500 1/mín. 2 slöngukerfi fyrir háþrýsting. 2. Dælu- og tækjabíll, M-Benz 1222, árgerð 1988. 2.500 1 vatns- tankur, 100 1 froðutankur. Dæla: 3.400 1/mfn. 1 slöngukerfi fyrir milliþrýsting. 3. Dælubíll, International árgerð 1965. 2.200 1 vatnstankur. Dæla: 2000 1/mín. Ástand nokkuð gott miðað við aldur. 4. Tankbíll, Scania 93M 360, árgerð 1985. Godiva dæla: 1.5001/mín. og 10.000 1 Vetter sundlaug. 5. Mannskaps og „snattbíll", Ford Explorer sport track, árgerð 2007. 6. „Sparibíllinn", Chevrolet árgerð 1929. Nýlega uppgerður. Auk þess er á Vestmannaeyjaflugvelli Flugvalla- og húsbrunabíll, Man 19.043 FAK, 400 hestöfl með 4.500 1 vatnstank og 5001 froðut- ank. Rosenbauer dæla (NH 30) afkastar 3000 1/mín. við 10 bar og háþrýstihlið skilar 400 1/mín. við 40 bar. Auk þess er um borð í Lóðsinum, hafnsögubát Vestmannaeyja, Rotax-Werk AG Wells dæla, afköst 4000 1/mín. Tengt dælunni er froðubúnaður með 200 1 forðageymi. Hafnarsjóður Vestmannaeyja hefur látið gera breytingar á búnaði Lóðsins með það að markmiði að koma sjó frá honum upp á bryggju og Slökkvilið Vestmannaeyja hefur látið gera tengi og greinastykki til að geta tekið á móti og nýtt sér allan dælukraft Lóðsins. Annar búnaður Auk þess sem að ofan er getið er slökkviliðið vel búið af slöngum, stútum og stigum sem og björgunarbúnaði, reykköfunarbúnaði og mengunarvarnabúnaði. Þá er rétt að geta þess að í hverju skipi í Eyjaflotanum eru yfirleitt tvö reykköfunartæki auk aukahylkja sem Slökkvilið Vestmannaeyja hefur fengið að Iáni ef þurft hefur. Flest skipin eru með Fenzy reykköfunartæki. að borða saltfisk. Einhver læti voru í strákunum og endaði með því að feitin helltist út á vaxdúkinn á borðinu. Þorbjörn sagðist hafa fylgst með því hvernig feitin breytti um farveg á borð- inu þegar kanturinn harðnaði. Þarna flaug honum í hug að yfirfæra þetta á eldgos og árangurinn þekkja allir. Við Vestmannaeyingar eigum þeim manni mikið að þakka," segir Ragnar og bætir við að margir hafi staðið sig með mik- illi prýði á þessum erfiða tíma. Bæjarstjórnin stóð eins og klettur að baki þeim sem unnu að björgunarstörfum og ekki síst bæjarstjórinn, Magnús Magnússon, sem gekk manna harðast fram í því að berja í okkur bjartsýni, ekki síst þegar útlitið var sem svartast og menn fundu fyrir vonleysi í þessari baráttu. Þá var Páll Zóphóníasson, tæknifræðingur bæjarins og síðar bæjarstjóri, betri en enginn og ótrúlegur dugnaður hans og eljusemi smitaði svo sannarlega út frá sér." Eitt af verkefnum slökkviliðsins í gosinu var að tappa af miðstöðvarkerfum húsa svo að þau frostspryngju ekki. „Eftir að gasið kom til sögunnar gat það verið stórhættulegt og við fórum ekki inn á slíka staði nema í reykköfunarbúnaði. Einhverju sinni vorum við Addi bróðir niðri í miðbæ og ætluðum að komast í fírkompuna í Kaupangi við Vestmannabraut þar sem Einar rakari var með rakarastofnuna. Fírkompan var í kjallaranum og við sáum að þar var gas. Nú vorum við ekki með reykköfunargræjurnar með okkur og í stað þess að fara og ná í þær datt Adda í hug að reyna að moka gasinu út. Slökkviliösmaðurinn 19

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.