Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Síða 21
iiiiiiiiiiiiiimiiiinin iii iii miiini!iiii iii iii iii m mimim iii iii mniii iii iii iiiiiiiimiii iiiiiiiiiiiii!iii iii miiiiiimiiiii iii iiniii iii iii iiiiiiii iii iii iii iiii iii íiiiiii m iiiiniMii iii iiiiiiiiiiiiiiniiiii iii iii niiiiiiii! iii miiiii iii iiiiiiiiiiiiiiiiii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiii
Allt skipulag mun
betra nú en áðurfyrr
■ ■ Sigurgeir Jónsson
Við tókum tali tvo félaga í
Slökkviliði Vestmannaeyja,
þá Stefán Jónsson aðstoðar-
slökkviliðsstjóra og ívar Atlason
slökkviliðsmann. Stefán er sextugur
og ívar 49 ára en báðir gengu þeir í
slökkviliðið 19 ára gamlir. Stefán hélt
því upp á 40 ára starfsafmæli sitt í
fyrra og ívar á 30 ára starfsafmæli á
þessu ári. ívar er tæknifræðingur hjá
HS-veitum en Stefán er lærður ketil-
og plötusmiður og er yfirverkstjóri
hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum.
Varð slökkviliðsmaður í gosinu
„Já, ég man vel eftir því þegar ég gekk
í slökkviliðið," segir Ivar. „Addi Bald
(Elías Baldvinsson) var þá nýtekinn
við sem slökkviliðsstjóri. Ég vann hjá
honum í Áhaldahúsinu og hann bað
mig um að koma í slökkviliðið. Ég held
að það hafi verið fyrsta embættisverkið
hans í því starfi."
„Ég gekk í slökkviliðið í febrúar
1973, í miðju gosi," segir Stefán.
„Ástæðan var sú að það var eina leiðin
til að fá að fara til Vestmannaeyja. Við
vorum nokkrir Eyjapeyjar sem rákumst
á auglýsingu niðri í Hafnarbúðum
þar sem auglýst var eftir slökkviliðs-
mönnum til starfa í Vestmannaeyjum,
sóttum um og vorum ráðnir. Byrjuðum
á að fara á vikunámskeið suður á
Keflavíkurvelli, svo beint um borð í
Herjólf og til Eyja."
„Við vorum tveir sem gengum í
slökkviliðið á sama tíma, ég og Jói
Ragg, sonur Ragnars, núverandi
slökkviliðsstjóra," segir fvar. „Ég man
að fyrsta árið fór í það að kynnast
liðinu og læra á hlutina. Auðberg Óli
Valtýsson heitinn kenndi mér til dæmis
á bílana en á þeim tíma þurfti ekki að
hafa meirapróf til að komast í liðið.
Svo, einhvern tíma síðar, vorum við
tveir sendir til Reykjavíkur á þriggja
daga námskeið um borð í Sæbjörgu
til að læra reykköfun og fleira, bæði
bóklegt og verklegt nám."
„Já, ég man að við vorum sendir
reglulega til Reykjavíkur í þjálfun og
líka upp á Keflavíkurvöll," bætir Stefán
við.
Addi Bald valdi í liðið
eftir vinnustöðum
Báðir eru þeir sammála um að í
dag sé mun meiri fjölbreytileiki í
þjálfun slökkviliðsmanna og meiri fag-
mennska. „í dag er þetta allt með betra
skipulagi en var áður fyrr. Nú ganga
menn í gegnum ákveðin stig, sem
Brunavörður 1, 2 og 3," segja þeir og
ívar og Stefdn eiga bdðir að baki langanferil i'Slökkviliði Vestmannaeyja. Stefdn gekk íliðið ígosinu enda var það eina leiðinfyrir hann til aðfd aðfara
til Eyja.
Slökkviliðsmaðurinn 21
Óskar Pétur Friðriksson