Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2014, Side 22
eru sammála um að núverandi skipu-
lag sé gott. „Svo er líka allt öðruvísi
staðið að læknisskoðun og þrekprófun
núna en áður var," segir Ivar. „Það er
vel fylgst með því að þeir hlutir séu í
lagi."
„Ég man eftir því að eftir gos
mannaði Addi Bald slökkviliðið
mikið eftir vinnustöðum," segir Stefán.
„Uppistaðan í slökkviliðinu hefur alltaf
verið iðnaðarmenn og hann valdi í
liðið nokkra frá stórum vinnustöðum;
stöðum þar sem var meiri eldhætta en
annars staðar. Til dæmis vorum við
fimm frá Skipalyftunni sem vorum í
slökkviliðinu. Ég held að þetta hafi
verið viturleg ráðstöfun og ég er viss
um að þetta kom oft í veg fyrir stór-
bruna í Skipalyftunni."
„Ef þú finnur gaslykt, þá
hlauptu burt!"
Þeir segja félagsandann góðan innan
slökkviliðsins. „Við erum allir félagar
í Brunavarðafélagi Vestmannaeyja og
greiðum félagsgjöld þar. Erum líka í
Landssambandi slökkviliðsmanna en
um nokkurra ára skeið stóðum við
utan þess sambands og sömdum sjálfir
um okkar kjör. En við erum mun betur
settir að vera í sambandinu, til dæmis í
sambandi við tryggingar ef slys verða,"
segja þeir.
„Við höfum líka farið á sýningar
erlendis," segir ívar. „Ég man eftir að
minnsta kosti tveimur slíkum sýning-
um sem ég hef sótt." „Og svo tökum
við alltaf þátt í hinu árlega golfmóti
slökkviliðsmanna og höfum oft staðið
okkur vel þar," bætir Stefán við.
I lokin voru þeir félagar spurðir
hvað væri eftirminnilegast úr starfi
þeirra hjá Slökkviliði Vestmannaeyja
og þar voru þeir sammála um að
ísfélagsbruninn árið 2000 stæði upp
úr enda mesti eldsvoði sem Slökkvilið
Vestmannaeyja hefði komið að.
„En líklega stendur þó uppúr hjá
mér minning úr gosinu 1973," segir
Stefán. „Þá var staðin vakt uppi í svo-
nefndu Dauðagili, rétt fyrir ofan
Skansinn. Oftast vorum við tveir á
vakt en stundum var maður bara einn
og það gat tekið á í myrkrinu að horfa
á þunnfljótandi hraunið fljóta niður
eftir rétt við hliðina á manni. Þarna
var hætta á gaseitrun og skipunin sem
við fengum var þessi: „Ef þú finnur
gaslykt, þá hlauptu burt!" Svo var
það spurningin hvert maður hefði átt
að hlaupa. Þetta situr nokkuð djúpt í
minningunni," sagði Stefán að lokum.
Heiðraðir fyrir björgunarafrek
Slökkvilið Vestmannaeyja hefur ekki einvörðungu sinnt slökkvistörfum
gegnum tíðina heldur margoft verið kallað á vettvang til aðstoðar og björg-
unarstarfa. Slökkviliðið hefur gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við
Björgunarfélag Vestmannaeyja.
Þegar belgíska togarann Pelagus rak upp í Nýja hraunið þann 21. janúar
1982, eftir að dráttartaug frá honum í togarann Amandine hafði slitnað, komu
félagar úr Björgunarfélaginu, Slökkviliðinu og Hjálparsveit skáta að björgun
áhafnarinnar. Aðstæður voru mjög erfiðar og drukknuðu tveir úr áhöfninni
auk tveggja björgunarmanna. Þrír björgunarmanna, Kristinn Sigurðsson,
slökkviliðsstjóri, Guðmundur Ólafsson og Pálmar Magnússon voru sæmdir
æðstu heiðursorðu Belga fyrir björgun belgísku skipbrotsmannanna, sem og
þeir sem fórnuðu lífi sínu við björgunarstörfin, Hannes Óskarsson og Kristján
Víkingsson, læknir.
22 Slökkviliðsmaðurinn