Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 5
Trausti Sigurlaugsson KVEÐJA F. 19. júlí 1934 — D. 30. júní 1990 Það er erfitt að átta sig á því að þeir skuli ekki vera lengur á meðal okkar samherjamir og vinirnir Trausti Sig- urlaugsson, Theodór Jónsson, Sigur- sveinn Kristinsson og Eiríkur Ein- arsson, en þeir hafa allir látist á und- anfömum 16 mánuðum. Saga þeirra fjórmenninga er svo samofin sögu Sjálfsbjargar að þar verður ekki greint á milli. Trausti Sigurlaugsson var fæddur og að mestu uppalinn á Isafirði, sonur hjónanna Karitasar Rósinkarsdóttur og Sigurlaugs Sigurlaugssonar. Hann var einn af stofnendum og fyrsti formaður Sjálfsbj argar á Isafirði sem er þriðja elsta Sjálfsbjargarfélag- ið, stofnað 29. september 1958. Það var mikilvirkur hópur sem þar hóf brautryðjendastörf og var fyrsta vinnustofa Sjálfsbjargar stofnuð þar í formannstíð Trausta. En dvölin á Isafirði varð ekki löng eftir þetta, því að síðla árs 1960 var hann fenginn til þess að veita forstöðu nýstofnaðri skrifstofu landssambands Sjálfsbjargar í Reykjavík. Því starfi gegndi hann til dauðadags, lengst af sem framkvæmdastjóri. Það var í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjóra samtaka sem voru í jafn örum vexti og Sjálfsbjörg. Þar sem fjárráð voru mjög takmörkuð var fáliðað á skrifstofunni lengi vel, en starfsfólkið var samhent. Eitt viðfangsefni var Trausta öðr- um hugleiknara, en það var bygging Sjálfsbjargarhúss í Reykjavík. Hann átti sæti í byggingarnefnd, lengst af sem formaður, frá því hún var sett á laggirnar árið 1966 og þar ti 1 hún lauk störfum í byrjun árs 1983. Fundimir urðu 165 talsins, yfirleitt haldnir á kvöldin eins og flestir fundir í þá daga. Trausti naut sín einkar vel í þessu starfi enda hafði hann glöggt smiðsauga. Trausti varformaðurSjálfsbjargar félagsfatlaðraíReykjavíkárin 1983— 1989. Þar beitti hann sér meðal annars fyrir því erfiða verkefni að koma upp vemduðum vinnustað í Reykjavík á vegum félagsins. Sá róður sóttist seint og reyndi það vissulega mikið á Trausta, sem gjörði sér ljósa grein fyrir mikilvægi vinnunnar fyrir fatlað fólk, en sá þáttur hefur frá fyrstu tíð verið eitt af grundvallarbaráttumálum samtakanna. Hér er aðeins stiklað á stóru varð- andi þau margvíslegu störf sem Trausti innti af höndum fyrir samtökin. Hann var sæmdur gullmerki Sjálfsbjargar árið 1988. Eitt af síðustu verkum Trausta var að stjóma 25. þingi Sjálfsbjargar. Hann var ákaflega góðurfundarstjóri og vel að sér í fundarsköpum. Viku síðar var hann allur. Þeir sem stóðu að stofnun Sjálfs- bjargar áttu þá sameiginlegu hugsjón að búafötluðum lífsskilyrði sem væru sambærileg við kjör annarra þegna landsins. Það er ómetanlegt að hafa átt þess kost að taka þátt í slíku frum- herjastarfi, allir unnu saman sem einn maður og þá skipti ekki máli tíminn sem til þess var varið. Trausti vareinn af frumherjunum. Hann hafði flest það til að bera sem að gagni gat komið, áhuga, bjartsýni, félagslyndi, glaðværð og þor. Við minnumst og söknum góðs vinar og samherja, sem kvaddi svo langt fyrir aldur fram. Ólöf Ríkarðsdóttir. Starfsfólk Öryrkjabandalags Islands tekur heils hugar undir orð varaformanns síns um hinn gengna frumherja Sjálfsbjargar. Trausti var í fulltrúaráði Öryrkjabandalagsins og var þar sem í öðru hinn áhugasami og tillögugóði félagi. Hann var í senn ljúfur og einarður, glaðvær alvörumaður og gegn baráttumaður. Aðstandendum eru færðar einlægar samúðarkveðjur um leið og hinum látna eru færðar alúð- arþakkir fyrir ötult starf um áratugi í öryrkjanna þágu. Þar var hann fremstur meðal jafn- ingja,farsæll, trúrogtraustur. Minning hans mun lifa þeim sem þekktu hann bezt. H.S. Punktar frá síðasta sumri Einhver bezta réttarbót, sem fólk á landsbyggðinni hefur fengið varðandi kostnað sinn af sjúkdómum var án efa þegar endurgreiðsla ferða á sjúkrahús eða til sérfræðings í fjarlægum landshluta var lögleidd. Átakalaust gekk það ekki og er undirrituðum minnisstætt hve mikilli tortryggni um misnotkun þettamætti þegar hann flutti málið fyrst á þingi og þá alveg sérstaklega íblessuðu kerfinu okkar. Þessi tortryggni kom svo greinilega fram eftir lagasetninguna, þegar tryggingaráð setti reglur um endurgreiðsluna, sem þrengdu svo að sem frekast var unnt. Þar var tekin upp þriggja ferða reglan svokallaða, að þá fyrst fengju menn greitt, þegar farin hafði verið þriðja ferðin og það á tiltölulega skömmu tímabili eða á 12 mánuðum. Fleira var til þrengingar einnig. Þriggja ferða reglan skapaði óþolandi mismunun. M.a. voru mörg dæmi þess að þegar fólk hafði fengið neitun á endurgreiðslu — ekki einu sinni, heldur tvisvar—gáfust hreinlega margir upp, þó þriðja ferðin væri svo farin á tímabilinu sem gilli. I sannleika sagt voru þessar reglur ekki í anda laganna og var gagnrýnt á þingi, en allt sat við það sama. Velviljaðir læknar sem sáu ranglætið kölluðu svo fólk einfaldlega í þriðju ferðina til eftirlits oft án brýnustu nauðsynjar, sakir þess að annars fékk fólk ekkert endurgreitt af sínum tveim dýru ferðum. Dæmi er um sjúkling að austan (dýrustu ferðirnar), sem fór 8 ferðir á 5 ára tímabili, en fékk enga endurgreidda sakir hinna heimskulegu reglna. Að frumk væði Guðrúnar Agnarsdóttur ítryggingaráði varendurskoðun reglnanna samþykkt og hún ásamt fleirum lagði svo fram tillögu að nýjum reglum, sem nú hafa verið samþy kktar. Þessu ber að fagna sérstaklega og þakka Guðrúnu hennar góða framlag í þessum efnum. Reglumar verða svo birtar hér í Frétta- bréfinu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.