Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Page 7
Hvað um Fréttabréfið?
Leitað svara um þróun og efnisumfjöllun
Ég varpaði fram til nokkurra
félaga spumingunni um Fréttabréfið,
hvernig fólki hefði þótt það þróast,
hvað ætti að vera öðruvísi o.s.frv.
Hér koma svör annars vegar
tveggja stjómarkvenna í MS, þeirra
Gyðu Olafsdóttur og Sigurbjargar
Armannsdóttur og svo hins reynda
félagsmálamanns VigfúsarGunn-
arssonar fyrrum stjórnarmanns í
Ö.B.Í.
Á öðrum stað eru s vo ágústþank-
ar Sigrúnar Báru sem andsvar við
samaerindi:
Þá fyrst þær Gyða og S igurbjörg.
Kæri Helgi!
Hér færðu svörin við spumingum
þínum varðandiÖ.B.I.-blaðið:
1) Okkur finnst blaðið hafa þróast
í þá átt, að vera mikilvægt upp-
lýsingarit um réttindi og lög er varða
fatlaða, þar sem hið opinbera otar
ekki þessari nauðsynlegu vitneskju
aðhinum fatlaða.
Það eru svo margir sem vita ekki
um réttindi sín eða þá aðstoð sem
þjóðfélagiðgeturveitt.
Vonumst við til að þessari stefnu
verði haldið.
2) Hvað okkar félag varðar, hafa
því verið gerð mjög góð skil og
starfsemi bæði félagsins og
dagvistarinnar verið kynnt og viljum
við sérstaklega þakka það. Slíkar
kynningar teljum við eðlilegan þátt
í þjónustu við aðildarfélög Ö.B.Í.
Efni blaðsins teljum við vera
fjölbreytt og gott og ritstjóranum og
hans mönnum til hins mesta sóma.
Með vinsemd og félagskveðju
GyðaÓlafsdóttir,
Sigurbjörg Ármannsdóttir.
Og svo kemur Vigfús Gunnarsson:
Heill og sæll Helgi!
Ég þakka þér fyrir góða ritstjóm á
Fréttabréfi Ö.B.Í. Það er mjög
Sigurbjörg Ármannsdóttir.
Vigfús Gunnarsson.
þýðingarmikið málgagn fatlaðra hér á
landi.
N ú þegar frumbemskan er að baki,
er verðugt verkefni að velta fyrir sér
markmiðunum með útgáfu bréfsins.
Þar geta lesendur lagt sitt af mörkum
og komið með hugmyndir og mótað
stéfnuna, m.a.:
Hvað eru æskilegar úrbætur í
málefnum fatlaðra, sem þarf að
hrinda í framkvæmd, t.d. á næstu
fjórum árum?
Ég tel, að um þetta efni ætti að
Gyða Ólafsdóttir.
fjalla í fyrsta bréfi 1991, sem þá yrði
að raunverulegri handbók fyrir
sveitarstjórnar- og alþingismenn og
jafnvel okkur kjósendur líka.
Hækkum seglin, skerpum
baráttuna, fyrir stafni eru mörg
markmið sem við með samvinnu
getum náð.
Kær kveðja
Vigfús Gunnarsson.
Ritstjóri er auðvitað ánægður, enda
létu þær Gyða og Sigurbjörg þetta
fylgja:
Þetta bréf er eigi skjall,
því ritstjórinn er besti kall.
Og það er nú það
H.S.
Ritstjóri hvetur félaga óspart að
senda honum línu, gera athuga-
semdir, finna að, veita uppörvun,
benda á efni og ekki síður leggja
það til, því alltaf er þörf ferskra og
frjórra sjónarmiða. Betur sjá augu
en auga segir þar og það gildir um
Fréttabréfið ekki síður en annað.
Upp með pennann, þið eigið leikinn
svo gripið sé til skáldamáls til hálfs.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
7