Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 9
Frá sumarferðalagi.
en bókin kom út á jólaföstu 1988. Er
óhætt að segja að í bókinni fái foreldrar
svar við ýmsum spumingum sem
brenna á þeim, er það uppgötvast að
bam þeirra er heymarskert.
Strax í upphafi var komið á styrkt-
arfélagakerfi og hefur það reynst
félaginu traust stoð og árviss tekju-
stofn.
Önnur af tekjulindum félagsins er
og hefur verið basar sem félagskonur
halda a.m.k. einu sinni á ári. A fyrstu
árunum var basarinn alltaf haldinn í
byrjun nóvember og uppistaðan var
handavinna alls konar og filt- og
jólavörur, sem konurnar unnu sjálfar
að. Það var föst regla að hittast alltaf
einu sinni í viku á útmánuðum og
síðan tvisvar í viku á haustmánuðum
fyrir basarinn. Það má nærri geta að
þetta var mikil vinna, en samstarfið
efldi líka samstöðu og kynni meðal
kvennanna og það sem þýðingarmest
var, að þær eldri gátu miðlað hinum
yngri af reynslu sinni í umgengni við
heymardaufu börnin og leiðbeint
þeim, hvernig best væri að bregðast
við ýmsum aðstæðum og eins gátu
mæðurnar borið sig saman og fundu
að þær voru ekki einangrað tilfelli
með sitt heymarskerta barn. Það er
hægt að orða þetta þannig að konumar
hafi sjálfar verið „félagsráðgjafar"
hver fyrir aðra, því að ekkert slíkt var
boðið upp á á þessum tíma og eflaust
hefur sú „félagsráðgjöf ‘ sem þama
fór fram gert mörgu foreldrinu lífið
léttbærara.
Foreldrafélagið hefur alltfrá stofn-
un leitast við að styðja og styrkja
félagsstarf heyrnarlausra.
/
Ifyrstu byrjaði Foreldrafélagið að
reka skrifstofu upp úr 1970 í
húsnæði Fleymarhjálpar og var sú
starfsemi smá í sniðum í fyrstu og
byggð á sjálfboðavinnu eingöngu.
Síðar ráku Foreldrafélagið og Félag
heyrnarlausra sameiginlega skrifstofu
í nokkur ár, en núna síðustu árin hefur
Foreldrafélagið skrifstofuaðstöðu í
húsnæði Félags heyrnarlausra að
Klapparstíg 28, Reykjavík. Á fimmta
starfsári félagsins 1971 efndi það til
ráðstefnu með heyrnardaufu fólki víða
aðaflandinu.Fengustþarupplýsingar
um hagi þess og afkomu og er þetta
trúlega fyrsta könnunin á högum
heymarlausra. Þetta var liður í viðleitni
félagsins að efla kynni við heyrn-
ardauft fólk. Önnur könnun var svo
gerð 1975 afdönskumheymleysingja-
ráðgjafa Agnete Munkesö. Af þeirri
könnun mátti ráða að brýn nauðsyn er
á að starfandi sé hér félagsráðgjafi
fyrir heyrnarlausa. Árið 1975 var
stofnuð samstarfsnefnd, þar sem áttu
sæti fulltrúar frá Foreldrafélaginu og
Félagi heymarlausra og hafa félögin
mikla samvinnu um ýmis mál. Núna í
vor bauð Félag heyrnarlausra
Foreldrafélaginu að taka þátt í útgáfu
mánaðarlegs fréttabréfs heyrnarlausra
og hefur verið ákveðið að taka þessu
boði og mun það samstarf hefjast í
haust. Það hefur verið gæfa þeirra
þriggja félaga, Foreldrafélagsins,
Félags heyrnarlausra og Heyrnar-
hjálpar, sem vinna að málum heym-
arskertra og heymarlausra að sam-
vinna hefur alla tíð verið með miklum
ágætum, en starfsemi þeirra allra er
nú undir sama þaki.
Foreldrafélagið gerðist aðili að
Öryrkjabandalagi íslands árið
1973, fyrsti fulltrúi félagsins hjá
bandalaginu varJóhannBergþórsson,
en Jóna Sveinsdóttir hefur verið
fulltrúi þess frá árinu 1975. Það var
Foreldrafélaginu mikill styrkur að
gerast aðili að svo sterkum samtökum
fatlaðra, því að með því fengust
upplýsingar um allt það helsta sem
var að gerast í málefnum fatlaðra og
meiri líkur á stuðningi við okkar mál
og það hefur gengið eftir.
Félagið hefur lagt nokkuð af
mörkum árlega til kaupa á tómstunda-
og íþróttatækjum til Heyrnleysinga-
skólans og núna í seinni tíð hefur ver-
ið unnið að því að gefa og safna bókum
til að koma upp bókasafni í Heyrnley s-
ingjaskólanum og var það opnað fonn-
lega í desember 1986.
Það markverðasta frá í sumar var
að 23.—24. júní sl. voru stofnuð
samtök foreldrafélaga heyrnarlausra
barna í Evrópu og er Foreldra- og
styrktarfélag heymardaufra eitt af
stofnfélögunum. Um 20 lönd eru
stofnaðilar.
Foreldrafélagið hefur ávallt leitast
við að vinnaaðframgangi þeirramála,
er snerta heymardaufa og heyrnarlausa
og eins hefur það átt fulltrúa í flestum
nefndum, sem fjalla um mál þeirra.
Ég hef nú stiklað á nokkrum þáttum
úr sögu félagsins, en margt fleira hefði
mátt nefna.
Það er von mín að lesendur séu
nokkru fróðari um Foreldra- og
styrktarfélag heyrnardaufra og
baráttumál þess.
Jóna Sveinsdóttir.
Hinni b jartsýnu baráttukonu er
þökkuð afar vönduð og vel gerð
samantekt uni leið og héðan eru
sendar einlægar óskir um
árangursríkt starf félagsins hennar
Jónu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9