Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 12
víða horfir til vandræða. Verkefnin
framundan eru því næg.
A sl. vetri festi félagið kaup á 4.
hæð í Brautarholti 4, um 200 ferm.,
með það í huga að stækka Vinnustof-
una As. Biðlisti eftir vinnu þar hefur
aldrei verið lengri en nú.
A þessu sumri hefur verið unnið
að endurbótum á húsnæðinu og hefur
þeim miðað vel.
Þá hófust nú í sumar framkvæmdir
við stækkun Lyngáss. Er hér um að
ræða viðbyggingu, sem verður um
160 ferm. Verður hún fokheld nú í
haust og væntanlega fæst fjármagn
sem fyrst til áframhaldandi fram-
kvæmda. Mun þessi stækkun bæta
mjög úrbrýnni þörf, en heimilið hefur
búið við mikil húsnæðisþrengsli á
liðnum árum.
Eins og fram kom hér að framan
fjölgar fjölfötluðum börnum mjög í
Lyngásiogkallarþaðáaukiðhúsrými,
m.a. til geymslu á ýmiss konar hjálp-
artækjum.
A uk annarra verkefna í næstu fram-
tíð má nefna nauðsyn á enn frekari
fbúðakaupum á vegum félagsins, svo
og möguleikum öryrkja í því sam-
bandi, sem opnuðustmeð nýjum lána-
reglum Húsnæðisstofnunarríkisins 1.
september 1986.
Ymsir þeirra, sem nú dvelja á
sambýlum félagsins hafa lýst áhuga á
að flytja í íbúðir og sækja jafnvel um
lántilslíkssjálfirmeðaðstoðfélagsins.
Engin tök verða hér að gera grein
fyrir annarri starfsemi á vegum félags-
ins, en þó skal það nefnt, að mikil
áhersla hefur verið lögð á það
undanfarin ár að allir skjólstæðingar
þess ættu kost á skipulagðri sumar-
dvöl. Á þessu sumri hafa t.d. verið
farnar fimm ferðir erlendis, auk
fjölmargra ferða víðs vegar um landið.
Þátttakendur sjálfir greiða að lang-
mestu leyti allan kostnað, en félagið
með góðum stuðningi Öryrkjabanda-
lagsinshefurgreittfargjaldfararstjóra.
Styrktarfélag vangefinna er aðili
að þessum samtökum: Öryrkjabanda-
lagi Islands, Landssamtökunum
Þroskahjálp og Bandalagi kvenna í
Reykjavík. Skrifstofa félagsins er að
Háteigsvegi 6. Félagið hefur tekjur af
happdrætti, sölu jóla- og minningar-
korta og frjálsum framlögum almenn-
ings.
I aðalstjórn sitja 7 manns:
Magnús Kristinsson, formaður,
Hafliði Hjartarson, varaformaður,
Gunnlaug Emilsdóttir, gjaldkeri,
Ragnheiður Jónsdóttir, ritari,
Hörður Sigþórsson, meðstjóm-
andi,
Davíð Kr. Jensson, meðstjómandi,
Pétur Haraldsson, meðstjórnandi.
Varamenn eru:
Magnús Lárusson, Helga
Hjörleifsdóttir og Guðlaug
Sveinbjamardóttir.
Tómas Sturlaugsson.
Mínum gamla félaga og skóla-
bróður eru þökkuð þessi greinar-
góðu skrif og skýra úttekt, en þess
svo getiðaðTómaserframkvæmda-
stjóri Styrktarfélags vangefinna og
má segja að í formennsku og fram-
kvæmdastjórn þess félags felist
mikið félagslán.
H.S.
HLERAÐ í HORNUM
Forsetar Alþingis voru með rússneska
þingmenn á ferðalagi. Forseti
Rússanna stakk upp á söngkeppni milli
þjóða og var sungið lengi og mikið og
jafntefli var talið sanngjarnt í lokin.
Einn landinn söng sýnu hæst og
kröftugast, enda kórvanur.
I hádeginu næsta dag er borin fram
ilmandi súpa og þá snýr sá rússneski
sér að Helga Seljan, sem sat næst
honum með túlk á móti sér og segir:
„Nú skulum við borða mikla súpu.
Súpa bætir og mýkir söngröddina,
segjum við“. Svo bendir hann á þann
sem hæst söng og segir: „Þessi ætti
ekki að borða súpu. Hann er búinn að
borða nóg fyrir lífstíð“. Túlkurinn
hvíslaði þessu svo að Helga milli
hláturshviðanna.
*
Klerkur einn var að k veðja sóknarböm
sín, þar sem hann var að flytja í
fjarlægan landshluta. M.a. kom hann
til aldurhnigins bónda, sem sagði í
lokin við klerk. „Já, ekki verður þú nú
til að jarða mig, eins og ég hafði nú
vonað“. „Og því ekki það“, segir
klerkur. „Þú leggur nú ekki í langferð
til þess eins að jarðsyngja mig“. „Jú,
jú“, segir klerkur. „Eg hefði bara svo
gaman af því“.
*
„Veiztu af hverju þú finnur alltaf það
sem þú leitar að í bókunum þínum í
síðustu bókinni“? „Nei“. „Af því að
þá þarftu ekki að leita lengur".
*
Upphaf á líkræðu prests þótti miður
heppilegt: „Við emm hér samankomin
til að kveðja þessa elskulegu systur
mitt í haustönnum og sláturtíð“.
*
Sami klerkur var að jarðsyngja mann
sem hafði þótt málgefinn með
afbrigðum: „Jæja, elsku vinur. Hér
liggur þú og ert undra hljóður“.
*
Kona ein tók svo til orða: „Ég var
alltaf að hugsa um það, en datt það
bara alls ekki í hug“.
*
Dagsönn er sú saga af Austurlandi,
þegar prestur einn, nú löngu látinn,
spurði eitt fermingarbama sinna, hvort
maðurinn lifði á brauði einu saman.
„Nei, svaraði strákur, „það erbetra að
hafa mjólk með“.
*
Þegar piltur þessi sem presti svaraði
svo vel, óx upp, gerðist hann með
kynlegustu kvistum sveitar sinnar.
Einu sinni sem oftar var hann
kaupamaður á bæ og var hafður til
þess að raka á engjum, því ekki kunni
hann að slá með orfi og ljá. Einn
morgun fór bóndinn, sem var
sláttumaður mikill, að hæla
kaupamanni sínum fyrir dugnað við
raksturinn og sagði að lokum: „Ég
held þú drepir mig nú alveg í dag“.
„Það væri betur, að ég gæti það“ sagði
piltur himinlifandi.
*
Náunganskærleikur getur verið ærið
misjafn, eins og sagaþessi sýnir: Bóndi
einn var að koma úr göngum og var
spurður tíðinda. „Jú, tvennt gerðist og
hvoru tveggja mjög slæmt. Jón á Gili
fótbrotnaði og Kalli áKeldum týndist,
en fannst því miður aftur".
12