Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Side 13
Ljóö Olafs Þorsteinssonar
Þ R Ö S T U R
Ólafur Þorsteinsson.
N O T T
Nú er sólin sofnuö
sefur vært um nætur.
Blómin njóta náöar.
Náttmyrkriö þaö grætur.
Yfir öllu hvílir
unaöslegur friður.
Draumar sækja á dýrin.
Döggin fellur niður.
Friöurinn er fundinn
í faömi dimmra nátta,
ef þreyta beygir bakiö
best er þá að hátta.
Ólafur Þorsteinsson.
Ég sit á kvisti og syng mín Ijóö
um sumarið bjarta, ástin góö,
þaö var svo ósköp gaman.
Hreiður ég byggi handa þér
hérna úr stráum sem vera ber
og síðan viö búum saman.
Þá koma eggin eitt og eitt,
ormana sæki ég vítt og breitt
í matinn handa þér, mamma.
Þú iiggur á eggjunum ósköp góð,
ungarnir lifna, mitt kæra fljóö,
að ári verður þú amma.
Ungarnir hoppa út um mó
áfram lifum í friöi og ró
í leyni liggja þó hættur.
Því krummi flýgur og kisa er
aö koma og veiða handa sér
í matinn um miöjar nætur.
Lífið er ekki leikur þeim
þótt Ijómi dagur vítt um geim,
er veöur harðna í vetur.
Frost og kuldi og freðin jörö,
fannir liggja um holt og börö,
þá herðir að hvaö þú getur.
Lítill þröstur leitar skjóls
í lautu að baki næsta hóls
og kúrir á köldu svelli.
Lífið er ekki alltaf sól,
auminginn litli nærri kól.
Hart er aö halda velli.
Er vorsólin skín og vermir jörö
þá vaknar líf um holt og börð
og allt veröur aftur gaman.
Lækirnir skoppa og leika sér,
lífiö er fagurt sem vera ber
og síðan viö búum saman.
Ólafur Þorsteinsson.
Eftirmáli ritstjóra:
Margir leita á vit ljóðagyðjunnar, en fara leynt með það og vilja sízt af öllu,
að það sem á hugann leitar og á blað er fest verði öðrum til sýnis en sjálfum
þeim.
Einn þeirra, sem svo er ástatt um, er Olafur Þorsteinsson, MS-sjúklingur,
sem hér á tvö ljóð í Fréttabréfinu. Kvæðin sýna og sanna, hversu vel
liðtækur Olafur er á Ijóðavelli og eru honum færðar beztu þakkir fyrir.
Punktar frá síöasta sumri
Það væri að æra óstöðugan að
tíunda öll þau dæmi, sem hér berast á
borð eftir árlega útsendingu álagning-
arseðla um mánaðamótin júlí-ágúst.
Lakasta mistakadæmið, sem hér
kom upp varðaði slysabætur til öryrkja
— eingreiðslubæturnar svokölluðu,
sem voru skattlagðar að fullu, þó
Tryggingastofnun ríkisins hefði að
sjálfsögðu ekki tekið neina stað-
greiðsluskatta af bótunum.
Nú eru alveg skýr fyrirmæli um
það, að þessar bætur skv. 4. mgr. 34.
gr. laga um almannatryggingar eru
skattfrjálsarog m.a. verið nýlega ítrek-
uð í bréfi ríkisskattstjóra.
Á launamiða viðkomandi öryrkja
stóð aðeins: Eingreiðslur, sem skýring
bóta og máske hefur glöggum athug-
anda á skattstofunni ekki verið merk-
ing þess orðs Ijós.
N ú hefði mátt ætla að framteljanda
hefði kannski skjátlast með að setja
upphæð þessara bóta í kórréttan dálk,
en hann fékk ágætan starfsmann á
skattsofunni til þess verks með sér að
gera skattaskýrsluna, svo ekki var
skýringin þar. Mistök — mannleg
mistök eiga þarna hlut að máli, en þau
eru þó mjög alvarleg því þarna er
beinlínis verið að leggja á af van-
þekkingu — einhver ekki nógu vel að
sér yfirfarið skattframtalið og haldið
sig finna mjög væna matarholu hjá
öryrkjanum.
Öryrkinn sjálfur var mjög miður
sín, því með réttu átti hann að fá
greiddar 20 þús. 1. ágúst, en fékk
skuld upp á 240 þús. sem a.m.k. varð
valdandi að einni andvökunótt meðan
áttum var náð á ný.
En því miður — eitt dæmi aðeins
af alltof mörgum.
Leiðrétting
I síðasta Fréttabréfi voru listilega
samdar gátur eftir Ingibjörgu Sig-
fúsdóttur frá Refsteinsstöðum. Ráðn-
ingar fylgdu með. Fyrsta gátan
reyndist víst torveldust, enda auðskil-
ið, þegar þess er gætt að þar stóð:
Garðar flipa fyrstan tel. Þar átti
auðvitað að standa: Jarðar flipa
fyrstan tel. Og þá er ráðningin auðskilj -
anlegri einnig þ.e. Torfi.
Eru allir hlutaðeigendur beðnir
velvirðingar á þessu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
13