Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 17
hérbragarbótá. Hins vegar var Karvel, í samtali við ritstjóra, ekki ýkja bjartsýnn á það, að slík breyting til afturvirkni komist í gegn miðað við þá undarlegu tregðu, sem gilt hefði um allt þetta mál, þegar það var til meðferðar á Alþingi. Það ereinmittþettafólk, sem árum saman hefur beðið bótalaust, sem mest hringir hingað og sem á einhvern veg verður að koma til móts við. Löggjafinn verður að sjá sóma sinn í þessu máli. Megingrundvöllur þessa máls er réttlæti þeim til handa, er harðast hafa orðið úti fyrir mistök - sannanleg og ótvíræð eins og hlýtur að henda jafnt hj á he i I brigðisstéttum sem öðrum starfshópum í þjóðfélaginu. Sem bezt og fullkomnust löggjöf þeim til réttaröryggis hlýtur að vera þingheimi kappsmál. Og dagsetn- ingar undirskrifta eiga ekki öllu að ráða. Viðsjáumhvað seturogfylgjumst svo sannarlega með þeirri framvindu sem verður. Reglur um sjúklingatryggingu 1) Hinn tryggði fyllir út sérstakt tilkynningareyðublað um meintan tryggingaratburð og sendir Tryggingastofnun ríkisins. 2. Hinn tryggði er kallaður til viðtals hjátryggingayfirlækni og slysatryggingadeild, þar sem aflað er frekari upplýsinga áður en gagnaöflun hefst. 3. Tryggingayfirlæknir annast gagnaöflun í samráði við slysatryggingadeild og leitar umsagna sérfræðinga ef við á. 4. Að gagnaöflun lokinni sendir tryggingayfirlæknir málið til umsagnar landlæknis. Jafnframt vinnur tryggingayfirlæknir álitsgerð um læknisfræðilegt orsakasamband. 5. Að fenginni álitsgerð tryggingayfirlæknis, landlæknis og mögulegum umsögnum annarra sérfræðinga, úrskurðar slysatryggingadeild um bótaskyldu á grundvelli fyrirliggjandi gagna. 6. Við úrskurð um bótaskyldu skulu eftirfarandi reglur hafðar að leiðarljósi: Heilsutjón þarf að vera unnt að rekja til: a) Rannsókna, meðferðar eða athafnaleysis við rannsóknir eða meðferð. b) Smits, ígerðar eða síðbúinna afleiðinga, sem líklegt má telja að hlotist hafi í sambandi við rannsóknir, meðferð eða aðrar svipaðar aðgerðir, sem sjúklingurinn gekkst undir. c) Óhapps (slysni) á heilbrigðisstofnun. I) sem tengist rannsóknum, meðferð eða öðrum svipuðum aðgerðum, sem sjúklingur gekkst undir. II) sem leiðir til áverka eða annars heilsutjóns. III) sem rekja má til bilunar í búnaði eða tækjum. 7. ) Sé tilvikið bótaskylt metur tryggingayfirlæknir örorku hins tryggða. 8. ) Rísi ágreiningur sbr. 5. tl. skal vísa honum til tryggingaráðs til úrskurðar. Hins vegar er rétt að taka fram að þegar er hafin greiðsla bóta samkvæmt Iögum þessum og reglum og ber að fagna því. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.