Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 19
Vígslan sjálf. Biskup íslands, ásamt nývígðum presti og vígsluvottum. í sinni réttindabaráttu. Ég hef unnið mikið með öldruðum, senr hafa gefið mérríkulega af reynslu sinni og opnað augu mín fyrir þeirri brýnu þörf að fólk leggi eyrun við og hlusti á þá sem eiga sama rétt til alls og það sjálft. Það hvarflaði því varla að mér að leggja leið mína í hefðbundið prestakall. Ég tel að krafta mína megi betur virkja og nýta innan viss hóps s.s. fatlaðra því að ég ermjög mikil réttindamanneskja og tel að allir eigi að sitja við sama borð. Kristinn boðskapur er réttinda- boðskapur og því liggur beinast við að fylga Orðinu eftir á þessum vettvangi. Hverjar eru meginhugmy ndir þínar varðandi væntanlegt starf þitt? Meginhugmyndir mínar eru réttindamálin, það að allir geti setið við sama borð. I því sambandi er mál til komið að fólk setjist niður og hlusti á hvað fatlaðir sjálfir hafa að segja, hvað þeir vilja gera í kirkjunnar mál- um, hvemig þeim líkar guðsþjónustu- formið, hvernig þeir vilja haga helgihaldinu og gefa þeim tækifæri á að iðka trú sína í húsi Guðs. Hvernig leggst það í þig að hefja svona ómótað starf, sem nær allt þarf að byggja upp frá grunni? Starfið leggst mjög vel í mig, mér finnst ég vel eiga heima hér með því fólki sem ég ólst upp með. Vissulega er starfið ómótað og ýmislegt þarf að Nývígðir klerkar ásamt biskupnum. byggja upp frá grunni, en ég ætla ekki að vinna ein að þeirri uppbyggingu. Ég vona að fatlaðir sjálfir sjái sér fært að vera með í þessu starfi, starfi sem við byggjum upp saman. Starfið byggjum við upp eins og kirkju Krists, sem er byggð upp af fólki sem elskar hann og treystir honum í þeirri von að hann muni vel fyrir sjá. Þetta munum við hafa að leiðarljósi, þann réttinda- boðskap sem Kristur býður okkur öll- um. Hvernig vildirðu sjá þjónustu Þjóðkirkjunnar við fatlaða í framtíðinni? Ég vil sjá þjónustu Þjóðkirkjunnar við fatlaða fyrst og fremst sem sömu þjónustu og ófatlaðir njóta. Á því byggjum við að allir sitji við sama borð. Við komumst samt aldrei hjá því að sleppa algerlega sértækri þjónustu og því tel ég hana eiga rétt á sér í þeim tilvikum sem almenn þjónusta skilar einstaklingnum ekki því sama og hún gerir þeim ófatlaða. I því sambandi þarf þó að hafa í huga að einstaklingurinn einangrist ekki frá samfélaginu heldur sé honum veitt sértæk þjónusta innan hinnar almennu. Með þessu á ég t.d. við að gott aðgengi sé að kirkjum landsins, ölturum þeirra, kirkjubekkjum o.þ.h. Að fatlaðir geti tekið þátt í helgihaldinu með sínu tilbeiðsluformi, miðlað af reynslu sinni og fundið að þeir hafi sömu tækifæri og aðrir innan kirkjunnar. Einnig tel ég að allir ættu að hafa jafnan rétt til náms í trúfræðslu. Þar á ég sérstaklega við barna- og æskulýðsstarfsemi svo og fermingarundirbúning. Einhver orð til okkar að lokum? Ég vil að lokum þakka það að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessu samstarfi Þjóðkirkjunnar, Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalagsins. Ég vona að við eigum eftir að vinna vel saman að réttindamálum fatlaðra og það gerum við ef við höfum boðskap Krists að leiðarljósi. I bréfi Páls postula til Galatamannaeru sannleikskom sem eru ágætis veganesti er við göngum sameinuð til verks: „Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú. Allir þér, senr eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.