Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 27
Gísli Helgason deildarstjóri:
Nokkrir umferðarþankar á hausti
Hér á dögunum var skýrt frá þ ví að
ný tegund hljóðmerkja hefði verið
sett á gangbrautarljósin á homi Stakka-
hlíðar og Miklubrautar í Reykjavík.
Þetta hljóðmerki er þannig að lágt píp
heyrist ávallt og vísar blindu eða sjón-
skertu fólki á ljósin. Þegar ýtt er á
hnapp og græna Ijósið kemur, verður
hljóðmerkið tíðara. A öllum öðrum
gangbrautarljósumheyristhljóðmerk-
ið þegar grænt ljós kemur.
Þegar farið var að setja ljós á
nokkrar gangbrautir í Reykj avík í by rj -
un áttunda áratugarins, þótti það mikil
framför og sérstaklega hljóðmerkin.
Blindrafélagið benti fljótlega á að þetta
væri ekki nóg, setja þyrfti hljóðmerki
á öll umferðarljós borgarinnar. Gang-
andi vegfarendur þyrftu iðulega að
notfæra sér umferðarljósin og kæmu
þau að litlu gagni fyrir þá sem væru
illa eða lítt sjáandi. M.a. var þetta
áréttað kröftuglega á ráðstefnu sem
Blindrafélagið hélt um umferðarmál
og umhverfi fyrir fjórtán árum.
Umferðarfrömuðir borgarinnar dauf-
heyrðust við þessum tilmælum, senni-
lega af því að þeir töldu gangbrautar-
Ijósin fullnægjandi, en staðreyndin er
því miður sú, að Reykjavíkurborg er
komin langt aftur úr öðrum stórborg-
um hinna Norðurlandanna hvað þetta
snertir.
Þegar lítt sjáandi maður kemur að
umferðarljósum, byrjar hann á því að
rýna í ljósin og stundum tekst honum
að sjáhvortrautteðagrænt ljós sé, það
fer allt eftir birtuskilyrðum. Ef
hljóðmerki segði til um hvort rautt
eða grænt ljós væri, myndi það skapa
Gísli Helgason.
aukið umferðaröryggi, bæði fyrir þá
sem sjá lítið og eins fyrir aðra veg-
farendur, sem gætu þá einnig farið
eftir þessum hljóðmerkjum.
Mér er í fersku minni að einn
eftirmiðdag fyrir tveimur áratugum
var undirritaður, þá ungur og hress, á
leið niður Laugaveginn, kom við í
hljómplötuverslun og keypti sér
Bítlaplötu. Með hljómplötuna undir
annarri hendi rölti hann sér niður
Laugaveginn. Ekkert sérstakt bar til
tíðinda fyrr en undirritaður, sem var
þá frekar léttur á sér miðað við nú,
heyrði óskaplegt bremsuhljóð, bílflaut
og öskur. Hann tókst á loft og hafnaði
á gangstétt hinum megin við götu,
sem hann var þá kominn út á.
(Hljómplatan var hins vegar mun
léttari á sér, hélt áfram fluginu og
hefur ekki sést síðan). Þessi gata var
Skólavörðustígurinn og undirritaður
hafnaði beint í fanginu á lögregluþjóni
sem spurði skelfingu lostinn því hann
gerði svona bölvaða vitleysu að vaða
yfir á rauðu ljósi. Undirritaður skalf á
beinunum og tjáði lögregluþjóninum
að hann hefði verið svo utan við sig að
hann hefði ekki veitt ljósunum athygli.
Auk þess væru birtuskilyrði þannig
að erfitt væri að sjá þau. Lögreglu-
þjónninn gaf mér áminningu og bætti
við að það hlyti að vera hægt að setja
einhverskonarhljóðmerki áþessi ljós
svo að menn eins og ég og aðrir
rugludallar færum okkur ekki að voða.
Fyrir nokkru átti ég leið um erlenda
stórborg. Þar voru hljóðmerki á
flestum umferðarljósum. Einnig höfðu
Ijósin sjálf verið stækkuð og voru ekki
sett eins hátt upp á staurana og hér á
landi. Þau sáust mun betur fyrir vikið
og hljóðmerki gerði gangendum mjög
auðvelt um að ferðast.
Það er von mín, að þeir sem ráða
umferðarmálum Reykvíkinga, geri
áætlun um að setja hljóðmerki á öll
umferðarljós borgarinnar. I rauninni
finnst mér að ætti að leiða í lög að
hljóðmerki væru á öllum umferðar-
ljósum. Eg hef heyrt að í umferðar-
nefnd Reykjavíkur hafi komið fram
tillaga þessa efnis og er það vel. Því
gæti hins vegar verið borið við að
þessi hljóðbúnaður sé svo dýr. En ætli
hann myndi ekki borga sig fljótt upp
með færri slysum á gangendum? Menn
skyldu einnig hafa í huga að það sem
gert er til hagsbóta fötluðum í
umhverfinu, kemur hinum ófötluðu í
618% tilvika mun meira til góða.
Reykjavík, 4. september 1990,
Gísli Helgason.
VISSIR ÞÚAÐ...
Kyntáknið James Dean missti
framtennurnar í slysi þegar hann var
10 ára gamall. Hann var því með
falskar í efri góm og tók þær oft út úr
sér til að skjóta aðdáendum sínum
skelk í bringu.
Mynd málarans Matisse, „Le Bateau“
hékk uppi á vegg í Listasafninu í Ne w
York (The Museum of Modern Art),
áður en einhver tók eftir því að myndin
var á haus.
DáðastisönglagahöfundurBandaríkj-
anna, Irving Berlin, lærði aldrei að
lesa né skrifa nótur...
Dóttir Byrons lávarðar var stórgáfaður
stærðfræðingur og átti þátt í að finna
upp fyrstu tölvuna.
Bandaríski þingmaðurinn Edward
Kennedy var rekinn frá Harvard
háskóla fyrir að svindla á prófi.
Arið 1837 gekk í Bretlandi dómur
sem heimilaði konum að bíta nefið af
mönnum er kysstu þær í leyfisleysi.
Leonardo da Vinci fann upp fallhlífina
árið 1480, en enginn sá ástæðu til að
nota hana fyrr en 400 árum síðar.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
27