Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Side 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Side 28
Kristín Jónsdóttir og Lilja Þorgeirsdóttir: 25. þing Sjálfsbjargar Landssambands fatlaðra 25. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, var haldið dag- ana 21.—23. júní sl., og fór í fyrsta sinn fram í nýjum samkomusal í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12. Þingforseti var Trausti Sigur- laugsson sem vann þar eitt síðasta verk sitt fyrir samtök fatlaðra. Réttri viku eftir þinglok var hann allur. Aðalmál þingsins voru að þessu sinni tvö. Annað varendurskoðun laga um málefni fatlaðra sem nú er unnið að. Hitt varðaði húsnæðismál. Tvö framsöguerindi voru flutt um endurskoðun á lögum um málefni fatl- aðra. Annað flutti Bragi Guðbrandsson félagsmálastjóri Kópavogs, en hann erformaðurnefndarinnarogkom m.a. fram í máli hans að nefndin hefur skipt verkefni sínu niður í eftirfarandi hluta: Réttfatlaðra til almennrarþjón- ustu; stoðþjónustu og stofnanaþjón- ustu; ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga; skilgreiningu á fötlun; yfirstjórn og samræminguráðuneyta; stjómamefnd ogframkvæmdasjóð; og loks hlutverk svæðisstjóma og starfsliðs þeirra. Hitt erindið flutti Eggert Jóhannes- son framkvæmdastjóri svæðisstjórnar á Suðurlandi. Eggert fjallaði einkum um aðdragandann að setningu nú- gildandi laga um málefni fatlaðra og framkvæmd þeirra. Kom fram í máli hans að lögin væru ómetanlegt framlag til hagsmuna fatlaðra, en hann benti jafnframt á að samtök fatlaðra þyrftu að halda vöku sinni svo fatlaðir yrðu ekki úti í þeim miklu breytingum sem fyrirsjáanlegar eru á þj óðfélagsháttum á komandi tímum. Annað aðalmál þingsins voru hús- næðismál og um þau fjallaði Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri Búseta. Árið 1986 mótaði Sjálfsbjörg heildarstefnu í húsnæðismálum sem unnið hefur verið eftir í samvinnu við ýmis önnur almannasamtök, en hópur Lilja Þorgeirsdóttir. þessi hefur starfað undir heitinu „Þak yfir höfuðið“. Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir skipaði endurskoðunamefnd til að endurskoða félagslega íbúðakerfið og í framhaldi af þeirri vinnu lagði Jóhanna fram frumvarp til laga um félagslega hús- næðiskerfið og var það samþykkt í þinglok, þ.e. í maí 1990. Með nýrri löggjöf um félagslega íbúðakerfið sl. vorvarlagðurgrunnur að endurbótum á fyrirkomulagi fé- lagslega íbúðakerfisins og ráðstöfun- um til að aukaframboð leiguhúsnæðis. Kristín Jónsdóttir. Helstu atriði laganna eru þessi: — Jafnræði milli eigna og leigu. Jafnræði — öryggi — val. — Aukin áhersla lögð á sveitarfélög og félagasamtök að sinna hús- næðismálum til að tryggja öllum húsnæði. — Lánshlutfall hækkað í 90% úr 70—85% og lánstími lengdur, ef um leigu- eða félagslegar íbúðir er að ræða, þ.e. í allt að 50 ár. — Tekið sérstaklega tillit til viðbótarkostnaðar v/sambýla og íbúða fyrir öryrkja og aldraða. Frá setningu þingsins. 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.