Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 30
lofti. Kemur þar einkum tvennt til:
„Annars vegar er vinnumarkaður-
inn að breytast í grundvallaratriðum.
Stjómvöld og atvinnurekendureru far-
in að gera sér grein fyrir því, að hag-
kerfi landsins þolir ekki lengur stjóm-
lausa uppbyggingu og atvinnurekstur
þar sem ómarkviss sjónarmið ráða
ferðinni... Hinn þátturinn, sem er þessu
nátengdur, eru bein og óbein tengsl
við endurskipan efnahagsmála í
Evrópu.
Fatlað fólk og ýmsir aðrir minni-
hlutahópar eru nú þegar að verða undir
á vinnumarkaði. Þegar fyrirtæki
endurskipuleggja starfsemi sína eða
jafnvel sameinast, þá hefur það í för
með sér fækkun á starfsfólki. Þessi
þróun er þegar hafin. Þau eru byrjuð
að undirbúa samkeppnina á Evrópu-
markaðnum. Þarna verður engin
miskunn á ferðinni. Fyrirtækin eiga
ekkert val. Þau verða að auka fram-
leiðni sína til jafns við keppinautana
og bæta reksturinn á öllum sviðum.
Þetta mun í sívaxandi mæli koma niður
á þeim, sem búa við skerta starfsorku,
það verður sá hópur sem fyrst missir
atvinnuna. Því er lífsnauðsyn að byrja
nú þegar að velta fyrir sér hugsanlegum
viðbrögðum“.
Auk þessara umræðna og ályktana
tóku hefðbundin þingstörf drjúgan
tíma. I lokin voru kosningar og var
Jóhann Pétur Sveinsson áfram kjörinn
formaður til næstu 2ja ára. Aðrir í
stjórn eru: Friðrik A. Magnússon,
Njarðvík, Pálína Snorradóttir,
Hveragerði, Valdimar Pétursson,
Akureyri og Guðríður Olafsdóttir,
Kópavogi.
Kristín Jónsdóttir og Lilja
Þorgeirsdóttir.
Þeim stöllum þökkum við kærlega.
Aðalfundur og
atvinnumálaráðstefna
AðalfundurÖryrkjabandalags-
ins verður haldinn fimmtudaginn
1 l.októbern.k. íBorgartúnió.Fund
þennan sitja að venju þrír fulltrúar
frá hverju aðildarfélagi bandalags-
ins. A fundinum fara fram venjuleg
aðalfundarstörf, að þessi sinni eru
ekki kosningar þar sem lögum sam-
kvæmt var kosið til tveggja ára á
síðastafundi.
Atvinnumál fatlaðra hafa verið
mikið í brennidepli í seinni tíð og
þess vegna ákvað stjórn Öryrkja-
bandalagsins aðhaldaráðstefnu um
atvinnumál fatlaðra og verður hún
haldin í framhaldi af aðalfundinum
föstudaginn 12. okt. n.k., einnig í
Borgartúni 6. Til þeirrar ráðstefnu
verður boðið öllu áhugafólki um
þau mál.
Þarmunm.a. MargrétMargeirs-
dóttir flytja erindi og segja frá niður-
stöðum starfshóps er kannaði
atvinnumál fatlaðra en sá starfshópur
var skipaður af félagsmálaráðherra
og hefur skilað niðurstöðum sínum
til ráðherra.
Tryggingayfirlæknir mun ræða
um atvinnumál fatlaðra og trygg-
ingakerfið.
Þá munu tala tveir fatlaðir ein-
staklingar um reynslu sína af
vinnumarkaðinum — annars vegar
af vernduðum vinnustað og hins
vegar af hinum almenna vinnumark-
aði.
Einnig munu tala aðilar frá rík-
isstofnunum og atvinnurekendum
öðrum en frá ríkisins hálfu um
atvinnumál fatlaðra út frá sínum
sjónarhóli.
Þá hafa verið fengnir fyrirlesarar
frá launþegasamtökunum, en svo
sem kunnugt er höfðu samtök fatl-
aðra töluvert samband við þá aðila í
tengslum við kjarasamninga.
Soffía Lárusdóttir mun tala um
atvinnumál fatlaðra á landsbyggð-
inni og Elísabet Guttormsdóttir um
atvinnuleit og atvinnumiðlun —
Guðrún Hannesdóttir mun ræða um
endurhæfingu til atvinnu út frá
sjónarhóli Starfsþjálfunar fatlaðra.
Þá mun einnig verða haldið erindi
um viðbrögð við breyttum aðstæðum
í þjóðfélaginu með tilliti til framtíðar-
stöðu fatlaðra á vinnumarkaðinum.
Erþað von stjórnarÖryrkjabanda-
lagsins að sem flestir áhugamenn um
þessi mál komi á ráðstefnuna og taki
þátt í umræðum og beri fram fyrir-
spurnir.
Asgerður Ingimarsdóttir.
30