Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Qupperneq 32
MATUR ER MANNSINS MEGIN Fyrir skömmu fékk ég sendar matreiðslubækur frá bandarísku fyr- irtæki sem m.a. framleiðirtómatvörur undir heitinu Hunt's. I þessum bókum voru ógrynnin öll af svo girnilegum, hentugum og góðum uppskriftum, að — án þess að ég sé neitt að auglýsa þetta fyrirtæki — sá ég mig tilneydda að stela nokkrum uppskriftum frá þeim og snúa yfir á íslensku! Ég prófaði uppskriftirnar sjálf og get lofað því að þær bragðast allar mjög vel. Þessar Hunts's tómatvörur fást í flestum stórmörkuðum, og eru ekki dýrar. Sunnudagskjöthleifur f. 6 600—700 gr. nautahakk 21/2 dl Rits kex-mylsna 1 lítill smátt saxaður laukur 1 lítil, smátt söxuð græn paprika 1 egg 1 dós Ilunt's tómatsósa 1/4 tsk pipar 1 tsk. oraganó 1/2 tsk. basil 1 tsk. sítrónupipar 1/2 dl vatn 1 msk. púðursykur Blandið samannautahakkinu, Rits kex-mylsnunni, lauknum, paprikunni, egginu, helmingnum af tómatsósunni og öllu kryddinu saman í skál. Mótið deigið í hleif og setjið hann í langt, eldfast mót. Bakið hleifinn í 175° C heitum ofni í 45 mín. Hellið fitunni úr mótinu. Bætið vatninu og púðursykrinum saman við afganginn af tómatsósunni og hellið blöndunni yfir kjöthleifinn. Bakið í 10 mín. í viðbót. Ausið sósunni í mótinu yfir kjöthleifinn fyrir framreiðslu. Berið kjöthleifinn fram með kartöflumús lagaðri með smjöri, eða með soðnum hrísgrjónum. Túnfiskur í fati með grænmeti og osti f. 6 1 dós túnfiskur í olíu 1 meðalstór laukur, smátt saxaður 2 sellerístönglar, smátt saxaðir 1 lítil, græn paprika, smátt söxuð 6 sneiðar nýtt franskbrauð Umsjón: / Iris Erlingsdóttir 3 msk majones 4 egg léttþeytt með gaffli 21/2 dl mjólk 1 dós Hunt's tómatsósa 1/4 tsk. kryddsalt (t.d. season all) 100 g rifinn Maribo ostur Hellið olíunni af túnfiskinum á litla eða meðalstóra pönnu. Setjið laukinn, selleríið og paprikuna á pönnuna og látið grænmetið krauma yfir meðalhita þar til það er mjúkt. Bætið túnfiskinum á pönnuna og blandið vel saman. Takið pönnuna af hitanum. Smyrjið franskbrauðsneiðarnar með majonesinu; skerið sneiðarnar í litlateninga. Smyrjið stórteldfastmót með smjöri. Setjið helminginn af brauðbitunum í mótið, síðan helm- inginn af túnfisk-grænmetis blöndunni yfir brauðið, svo helminginn af ost- inum yfirtúnfiskblönduna. Endurtak- ið, setjið brauðið yfir túnfiskblönduna og ostinn þar ofan á. Blandið eggjunum og mjólkinni saman, þeytið lítillega með gaffli. Hrærið Hunt 's tómatsósunni smátt og smátt saman við ásamt kryddsaltinu. Hellið tómatsósublöndunni yfir réttinn. Bakið í 175° heitum ofni í 45—60 mín. þar til rétturinn er fallega brúnaður. Bakaðir kartöflubátar með osti og tómatsósu f 4—6 2 msk. matarolía 1 lítil græn paprika, smátt söxuð 1 lítill laukur, smátt saxaður 2 sellerístilkar, smátt saxaðir 1 chilipipar, smátt saxaður, eða 1/8 tsk chiliduft 1/2 tsk salt 1 dós Hunt's tómatsósa með lauk 4 bökunarkartöflur, bakaðar og skornar til helminga 200 g Maribo ostur, rifinn Hitið olíuna á pönnu yfir meðalhita, látið paprikuna, laukinn, selleríið og chilipiparinn krauma þar til þetta er mjúkt. Bætið tómatsósunni ápönnuna ásamt saltinu og chiliduftinu ef það er notað í staðinn fyrir chilipipar. T akið innan úr kartöflunum með skeið, gætið þess að rífa ekki hýðið. Blandið kartöflukjötinu saman við tómatgræn- metisblönduna. Fyllið kartöfluhýðin með blöndunni og stráið rifnum osti 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.