Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Síða 33
yfir. Bakið réttinn í 200° C heitum ofni í 10 mín. KRYDDKAKA MEÐ TÓMATSÓSU (Hér eru notuð amerísk bollamál. 1 slíkur bolli jafngildir 21/2 dl). 750 g hveiti 375 g sykur 11/2 tsk. lyftiduft 11/2 tsk. kanill 3/4 tsk. negull 3/4 tsk. múskat 3/4 tsk. allrahanda 3/4 tsk salt 1 dós Hunt's tómatsósa 11/2 tsk. matarsódi 2 egg, þeytt með gaffli 3/4 bolli matarolía 1 bolli saxaðar hnetur (valhnetur, ristaðar, afhýddar heslihnetur eða möndlur) 1 bolli rúsínur (má sleppa) 1/2 bolli appelsínusafi Smyrjið hringform, 25 cm í þvermál, með smjöri. Stillið ofninn á 175° C. Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, kryddi og salti í stórri skál. Blandið saman tómatsósu og matarsóda í lítilli skál; blandið saman við þurrefnin. Hrærið eggjunum, olíunni, hnetunum, rúsínunum og appelsínusafanum saman við. Hrærið deigið bara þannig að það rétt blandist vel saman, ef það er hrært of mikið verður kakan seig. Hellið deiginu í hringformið og jafnið vel. Bakið kökuna í u.þ.b. 45—55 mín. Látið hana kólna í mótinu í 15 mín. áður en henni er hvolft úr mótinu á kökurist. Staðarborg í Breiðdal. Bóndi Ijóðar í Breiðdal Góðvinur ritstjóra Gísli Björgvinsson bóndi í Þrastarhlíð eystra hefur áður komið við sögu Fréttabréfsins með snjöllum stökum sínum. Að beiðni ritstjóra sendi þessi ágæti hagyrðingur nokkrar stökur, nýjar sem gamlar og fá lesendur Fréttabréfsins fáein sýnishorn: Þegar rætt var sem oftar um nauðsyn þess að fækka bændum kvað Gísli: Fláðu stríð við eld og ís unnu sigra stóra. Nú er þjóðarvoði vís verði þeim leyft að tóra. Sagt var frá því í DV að stúlka hefði alið barn, sem hún taldi hafa orðið til í svefni: Undarlegt tilfelli, reynist það rétt, en rannsókna er þörf í því efni. Úr borginni Davíðs nú birtist sú frétt, að börn séu getin í svefni. Út af starfsaldursstyttingu flugumferðarstjóra: Að loftferðastjórinn sé verðbólguvaldur verður betur að kanna. En stjórnin ákvað að stytt'onum aldur og starfið að nýju manna. Þessi limra þarfnast ekki skýringa: Konulausum bæ, ef kem ég að kuldann finn ég leggja út á hlað. Þó bóndinn krásir brasi og bjóði lögg úr glasi. Það kemur ekki konunnar í stað. Um bílaval framámanna. Ef að þú stefnir í embætti hæst og almenningshylli vilt njóta. Kauptu þá dýrasta fólksbíl sem fæst, en forðastu að stíga upp í Skoda. Og svo í lokin þessar tvær: Allir þeir sem elska Frón einróma því heiti: Að aldrei finnist oftar Jón í okkar ráðuneyti. Bænir mínar ber ég fram í bljúgum tóni. Vættir góðir vaki á Fróni og verndi okkur fyrir Jóni. Hafi Gísli hugheila þökk. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.