Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Side 34
I BRENNIDEPLI
Síðasta þing þessa kjörtímabils
er að hefjast. Aldrei er betur
fylgst með af fólki hvað
þingmenn taka sér fyrir hendur,
hvemig frá málum er gengið, en
einmitt þá. Mér er málið skylt frá fyrri
tíð og í hverri kosningahríð bar hæst
þau mál er höfðu hljómað hæst frá
þingsölum síðasta þings.
Stundum er sagt að þá vilji þing-
menn ólmir bæta fyrir allt sem áður
var illa gert eða ógert og vissulega
þokast ýmis stórmál betur fram á síð-
asta þingi kjörtímabils.
Stjómvöld hvers tíma þurfa sann-
arlega að vera enn betur á verði þá en
endranær og sýna í verki fyrir kosn-
ingar það sem þeim þykir mestu skipta
í stað lagasetningar einnar með fyr-
irheitum inn í framtíðina.
Þaðverðurfjárlagagerðin, semeins
og venjulega segir skýrast til um
áherzlur allar og raunverulegan vilja.
Nú hljóta samtök fatlaðra að fá
það fullreynt, hver vilji er til að rétta
hlut þeirra, sem skarðastan hlut bera í
dag. Og spurt er, vegnaþess að tölumar
vísa veginn, hvernig sem valdastólar
verða skipaðir að kosningum loknum:
Hver verða rekstrarframlög til fatlaðra
ánæstaári? Hvert verðurríkisframlag-
ið til Framkvæmdasjóðs fatlaðra?
Hverjar verða bótaupphæðir almanna-
trygginga? Verða lagfæringar á
tryggingalöggjöf og þá ráð fyrir þeim
gert í fjárlögum? Þannig mætti svo
sem endalaust áfram spyrja. En þetta
eru þó þær tölur, sem sköpum skipta.
Með fjárlagagerð nú og framlögum
öllum verður fylgzt grannt og það
mega stjórnvöld og þingmenn gjarnan
vita. Hins vegar skal það undirstrikað
enn einu sinni og mælt af ríkri reynslu,
að hvað sem líður öllu hjali í „mein-
hornum“ og „þjóðarsál“ þá er það vit-
að, að góð mál eiga oftast atfylgi alls
þingheims, ef á reynir og nú mun ein-
mitt á það reyna.
Það er því fyllsta ástæða til
nokkurrar bjartsýni nú, þó ýmislegt sé
á annan veg í okkar ríkisfjármálum en
svo að útgjaldahvetjandi sé. Hins vegar
mættu allir munaþað nú, að ávinningar
efnahagsmálanna hafa fengist með
fómum fólksins í landinu, ekki sízt
aldraðra og öryrkja, sem fómuðu
mestu af minnstu. Mál er að ávinn-
ingurinn megi skila sér þar sem þörfin
er brýnust.
*
Skattamál eru lúin mál og lang-
rædd“, sagði góðvinur minn einn
á dögunum. „Þau eru æ vinlega skoðuð
af bæjarhlaði hvers og eins og reyndar
æ vinlegakíkt yfir á bæjarhlöð annarra
öfundsverðra í leiðinni“. Það má allt
satt vera og eins er það með öryrkjana
að þeir koma gjarnan með kvartanir
sínar og vísa um leið til ýmissa atriða
hjáhinum heilbrigða og bera sig saman
við þá. Auðvitað er líka um innbyrðis
samanburð eins og alls staðar gerist.
Hins vegar eru ýmsar skuggahliðar
skattamála hjá öryrkjum, sem áður
hefur verið bent á og enginn gert betur
en Bragi Halldórsson á Akureyri.
A aðeins tvennu skal tæpt, sem
virðist ætla að eiga býsna örðuga leið
þangað upp sem ákvarðanir em teknar.
Hvom tvegga er með beinum eða
óbeinum hætti tengt blessaðri stað-
greiðslunni marglofaðri en að mínum
dómi miskunnarlausri um leið a.m.k.
fyrir margan öryrkjann.
Eg nefni al veg sér í lagi uppbótina,
sem er hiklaust skattlögð þrátt fyrir
eðli hennar, ef öryrkinn slysast nú
með öllu og öllu upp fyrir skattleysis-
mörkin í tekjum. Uppbótin er þó þess
eðlis, að hún er því aðeins greidd, að
óhjákvæmilegur aukakostnaður
öryrkjans umfram hinn heilbrigða sé
slíkur að rétt teljist að bæta honum
það upp frá tryggingakerfinu að hluta.
Ég hygg að engan þeirra, sem komu
þessari uppbót á, hafi órað fyrir því að
þessi uppbót yrði skattlögð að fullu
eins og aðrar tekjur.
I öðru lagi nefni ég enn einu sinni
benzínpeningana, sem einnig em
tekjubundnir, ef þeir eiga að greiðast
og eru beinlínis til þess að auðvelda
hinum hreyfihamlaða og tekjulága
öryrkja um leið að komast ferða sinna
til atvinnu, náms eða annars. Sem sagt
greiðsla upp í óhjákvæmilegan
aukakostnað öryrkjans og hann á þess
enga von að geta sent neina aksturs-
reikninga eða annað slíkt til frádráttar.
Skattinn skal hann bera af fullum
þunga, ef hann þessara greiðslna vegna
lendir yfir tekjur skattleysismarkanna.
Svo einfalt en önugt er nú það. Ég held
óhjákvæmilegt sé fyrir samtök fatlaðra
að knýja á um ákveðnar skattaleiðrétt-
ingar á þessu þingi. Raunar verður að
segja það sem meginskoðun fatlaðra,
sem á við mikil rök að styðjast, að
tryggingabætur eigi ekki að skattleggja
með sama vægðarlausa hættinum og
aðrar tekjur, en þá erum við komin
óþægilega nærri hinum mikla og oft
undarlega samjöfnuði alls staðar um
það hvaða tekjur og hvaða tekjur ekki
skuli skattlagðar. Þar þykjast margir
eiga tilkall til ákveðinna fríðinda eða
vægari meðferðar í skattlagningu m.a.
það fólk sem leggur nótt við dag í
erfiðisvinnu til að afla sér og sínum
34