Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 43
Rafvirki virkjana
hjá Orku náttúrunnar
Umsóknarfrestur er til 29. maí 2020 Allar nánari upplýsingar má finna á: starf.on.is
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um*
Vilt þú vera hluti af lausninni?
Teymið sinnir rekstri, eftirliti, nýframkvæmdum, viðhaldi í virkjunum
og spennistöðvum á virkjanasvæðum okkar.
Ef þú ert með sveinspróf í rafvirkjun og býrð yfir öryggisvitund,
samskiptafærni, frumkvæði, umbótahugsun og reynslu af almennri
rafvirkjun þá viljum við heyra frá þér.
Próf í rafiðnfræði er kostur, eins er kostur að vera með reynslu af
iðnaðarrafmagni, smáspennu- og háspennurafvirkjun.
Orka náttúrunnar á og rekur þrjár virkjanir sem okkur þykir mjög
vænt um. Þær eru jarðgufuvirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum
og vatnsaflsvirkjunin í Andakíl, Borgarfirði. Við framleiðum og seljum
rafmagn til allra landsmanna, auk þess að framleiða heitt vatn.
Við ætlum okkur að verða kolefnishluthlaus fyrir árið 2030.
Leiðarljós okkar er sporlaus vinnsla.
*Þar sem konur eru í miklum minnihluta starfsfólks hjá virkjunum ON hvetjum við þær
sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
nr. 10/2008, til að sækja um.
Reykjavíkurborg auglýsir 450 ný sumarstörf fyrir
námsmenn 18 ára og eldri.
Um er að ræða skapandi og fjölbreytt störf sem snerta
daglegt líf borgarbúa með ýmsum hætti.
Sjá nánari upplýsingar um störfin á reykjavik.is/sumarstorf
NÝ SUMARSTÖRF
Umsóknarfrestur er til 25. maí nk.
Sálfræðingur
Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða sálfræðing í 50%
starf skólaárið 2020-2021.
Hæfnikröfur:
• Háskólapróf í klínískri sálfræði og starfsréttindi.
• Reynsla af skólastarfi er kostur.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ráðgjöf og fræðsla til nemenda skólans vegna mála sem
tengjast þeirra persónulegu líðan.
• Aðstoða nemendur sem þurfa að komast í
sérhæfðari úrræði.
• Samstarf við náms- og starfsráðgjafa vegna mála er
tengjast líðan nemenda skólans.
• Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna skólans vegna mála
sem tengjast persónulegri líðan nemenda.
• Fræðsla til nemenda skólans t.d. í lífsleikni.
• Þátttaka í áfallateymi skólans.
• Kynna sálfræðiþjónustu skólans, t.d. á kynningarfundum
með foreldrum.
Við bjóðum:
• Góða vinnuaðstöðu.
• Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen
starfsmanna – og þróunarstjóri.
Umsóknarfrestur er til 22. maí og skal senda umsóknir
ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 940 nemendur. Skólinn
er bekkjarskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta
og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt lögum um
framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til
starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningar-
laga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 1 6 . M A Í 2 0 2 0