Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Það er fullt í öllum hólfum hjá okkur núna og við finnum hvað fólk er orðið þyrst eftir afþreyingu. Við getum varla beðið eftir mánudeginum 25. maí en þá verður starfsemin eðlileg aftur. Þá munum við notast við 2 svæði og allt verður eins og það á að vera,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson (Jói), talsmaður Gleðipinna, og fagnar því að sjá fólk aftur í keilu. „Við lokuðum um það bil helmingi staðanna okkar á meðan 20 manna samkomubannið var ríkjandi. Þann 4. maí fór þetta að hressast og við gáum hólfað svæðin niður með merkingum, svipað og stórar verslanir hafa gert,“ útskýrir Jói. „Við fundum strax fyrir því að fólk var farið að sakna þess að geta ekki komið í keilu og fengið sér pizzu. Þann 4. maí urðu svo ákveðin kaflaskil í hugarfari landsmanna sem voru farnir að sakna mann- legra samskipta. Þegar við máttum hafa 50 manns í hverju rými breyttust allar aðstæður. Núna er orðið virkilega gaman í Keiluhöll- inni aftur,“ segir hann. Jóhannes bendir á að það hafi verið frábærar fréttir á miðviku- dag þegar tilkynnt var um enn frekari afléttingu 25. maí. „Allt verður eins og áður, nema fólk þarf að gæta sín áfram eins og það hefur gert. Það er bjart yfir komandi vikum. Viðburðirnir fara aftur á fullt fimmtudaginn 28. maí en þá verður Dr. Football Hjöbb Quiz á dagskrá. Frá þeim degi verður mjög þétt viðburðadagskrá út árið. Við erum að vinna með frá- bærum skemmti- kröftum og listamönnum, sem hafa líkt og aðrir ekki haft neitt að gera síðustu vikurnar. Við ætlum þess vegna að gefa allt í botn og fjölga viðburðum hjá okkur. Sumarið verður algjörlega geggjað í Keiluhöllinni.“ Gleðipinnar voru nýbúnir að hefja spennandi samstarf við lista- kokkinn og fjölmiðlakonuna Evu Laufeyju, áður en samgöngubann- ið hófst. „Eva Laufey er magnaður kokkur og mikill pizzuaðdáandi. Hugmyndin var að setja saman eina pizzu en hún leyfði okkur að smakka svo margar ómótstæði- legar að niðurstaðan var að búa til sérstakan Popp-Öpp mat- seðil með fjórum pizzum. Þarna er indversk pizza, Eva Masala, mexíkósk pizza, Eva Sombrero, sveppapizza sem ber nafnið Sveppi Krull og ævintýralega góð osta- pizza sem við ákváðum að kalla Ost við fyrstu sýn. Þessi Popp-Öpp matseðill er tímabundinn og því hvetjum við fólk til að koma og smakka sem fyrst. Það er auðvitað hægt að koma að borða á staðnum, en einnig er hægt að panta á shakeandpizza.is og taka með sér heim. Svo er hægt að fá sent heim með Hreyfli, en við höfum verið í frábæru samstarfi með þeim undan- farnar vikur. Það gildir um alla staði okkar Gleðipinna,“ bætir Jóhannes við. Á Hamborg- arafabrikkunni er líka glænýr borgari sem landsmenn ættu að leggja leið sína til að smakka. Það er sjálfur Laddinn, hamborgari allra lands- manna. „Þetta er afar einfaldur hamborgari en ofsalega bragð- góður. Uppskriftin er eftir Ladda sjálfan en Eyþór Rúnarsson, hinn landsþekkti sjónvarpskokkur, sá um að útfæra hann.“ Að sögn Jóa setti Laddi tvö skil- yrði fyrir samstarfinu. Í fyrsta lagi að það væru súrar gúrkur á ham- borgaranum og í öðru lagi að hann yrði borinn fram með kartöflu- salati í stað franskra. Jóhannes segir að undanfarin misseri hafi verið unnið mark- visst í gæðamálum staðanna með það að markmiði að gera gott enn betra. Nú er kominn nýr og virkilega spennandi matseðill á Saffran. „Landsliðskokkarnir Viktor Örn og Hinrik Lárusson eru búnir að gera ótrúlega magnaða hluti á Saffran. Virkilega spenn- andi nýir réttir komnir á matseðil. Mitt persónulega uppáhald er Kimchi kjúklingasalatið. Það er hreint út sagt ávanabindandi. Ég mæli með að skreppa í heimsókn á Saffran og prófa þessa nýju frá- bæru rétti,“ bætir Jói við. Saffran er nú opið á tveimur stöðum, í Glæsibæ og á Dalvegi. „Við erum fegin því að lífið er smátt og smátt farið að nálgast það að verða eðlilegt aftur. Við verðum að sjálfsögðu að fara varlega og við munum svo sannarlega gera það á okkar stöðum. Við förum eftir leið- beiningum almanna- varna og landlæknis,“ segir Jói. „Mér finnst mjög gaman að sjá lífið kvikna á ný í Reykjavík og við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar aftur. Við ætlum að eiga frábært sumar, fólk ætlar að njóta lífsins og hluti af því er að fara út að borða og í keilu,“ segir Jói. Á vefsíðu Gleðipinna má nálgast ýmsar upplýsingar gledipinnar.is BORÐA Á STAÐNUM SALUR C Shake&Pizza INNGANGUR SALUR C Shake&Pizza AÐALINNGANGUR SALERNI PANTA EÐA SÆKJA PANTA EÐA SÆKJA ÞESSA LEIÐ ÚT BORÐA Á STAÐNUM SALUR A Hólfaskipting í Keiluhöllinni og Shake&Pizza Keiluhöllinni er skipt niður í fjögur svæði. Á hverju svæði er leyfilegur fjöldi 50 manns. Við minnum fólk á að virða 2 m regluna. Borðaskipan Setið er á öðru hverju borði á veitingastað og spilað á annarri hverri braut til að viðhalda 2 m reglunni eins og kostur er. Hreinlæti Handspritt er aðgengilegt við alla afgreiðslukassa og á öllum keilubrautum. Við sótthreinsum alla sameiginlega snertifleti með reglubundum hætti. 2 m fjarlægðarmörkin Fjarlægðarmerkingar eru á gólfum til að tryggja 2 m fjarlægðarmörkin. Talið inn Talið er inn í hvert rými þegar það á við til að tryggja að fjöldatakmarkanir séu virtar. Merkingar Merkingar um handþvott og áminningar um 2 m fjarlægðarmörkin eru áberandi og aðgengilegar. Heimsending/heimtaka Hægt er að panta mat á Shake&Pizza á shakeandpizza.is og fá matinn sendan heim eða sækja hann til okkar. Ráðstafanir í Keiluhöllinni og Shake&Pizza vegna Covid-19 Við leggjum okkur fram um að tryggja öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks. Við förum eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis og höfum gert miklar ráðstafanir hjá okkur. KEILUHÖLIN MÓTTAKA BORÐA Á STAÐNUM SALUR B KEILUSALURINN SALUR D Shake&Pizza MÓTTAKA Framhald af forsíðu ➛ Veitingastaðir Gleðipinna sem eru opnir n Hamborgarafabrikkan: Höfðatorgi og Kringlunni n Keiluhöllin og Shake&Pizza: Egilshöll n American Style: Skipholti, Bíldshöfða, Hafnarfirði og Kópavogi n Aktu Taktu: Skúlagötu, Mjódd, Garðabæ og Fellsmúla n Blackbox: Borgartúni og Mos- fellsbæ n Eldsmiðjan: Suðurlandsbraut n Pítan: Skipholti n Saffran: Glæsibæ og Dalvegi n Kaffivagninn: Granda Keilubrautirnar bíða eftir stórum sem smáum snillingum í leikinn. Keiluhöllinni hefur verið skipt niður í svæði svo ör- yggið er tryggt fyrir spilara. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.